Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.07.2012, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 12.07.2012, Blaðsíða 11
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 12. júLí 2012 11 Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.isH e l l u h r a u n i 1 2 • H a f n a r fj ö r ð u r • 5 4 4 5 1 0 0 • w w w . g r a n i t h u s i d . i s Sendum frítt hvert á land sem er ÞÖKKUM FYRIR FRÁBÆRAR MÓTTÖKUR Sumar opnunartími: Mánudagar 13:00 - 18:00 Þriðjudagar - föstudagar 10:00 - 18:00 Lokað um helgar SKÓVINNUSTOFA SIGGA Krossmóa - Sími 421 2045 Sa m k v æ m t ný ú t k o m i n n i skýrslu Umferðarstofu um umferðarslys á árinu 2011 kemur í ljós að alvarlega slösuðum á Suðurnesjum fækkaði um 7 frá árinu á undan. Þetta er nánast helmingsfækkun alvarlega slas- aðra en 8 slösuðust árið 2011, en þeir voru 15 árið 2010. Langflestir þeirra sem slasast alvarlega á svæðinu lenda í slysum utanbæjar eða 7 talsins. Á hinn bóginn varð umtalsverð fjölgun meðal þeirra sem urðu fyrir minni háttar meiðslum, en þeir voru 81 fyrra árið, en 105 á síðasta ári. Ekkert banaslys varð á árinu á Suður- nesjum en á landinu öllu urðu 12 banaslys í fyrra. Góður árangur hefur náðst í að koma í veg fyrir að fólk slasist alvar- lega innan þéttbýlis, en þeir voru 9 árið 2010, en aðeins einn í fyrra. Þegar slys á árunum 2007 – 2011 eru skoðuð með tilliti til staðsetn- ingar kemur í ljós að flest hafa þau orðið á Reykjanesbraut (brú yfir Vatnsleysustrandarveg – Grinda- víkurvegur eða 4,7 á hvern kíló- metra á tímabilinu. Næst kemur Grindavíkurvegur frá Reykjanes- braut að Gerðavöllum í Grindavík með 2,8 slys á hvern kílómetra og í þriðja sæti er Reykjanesbraut frá Grindavíkurvegi að Njarðvíkur- vegi eða 2,4 slys á kílómetra. Þegar skoðað er hvers eðlis þessi slys eru kemur í ljós að í einu tilfelli var ekið á hjólreiðamann, bifhjólamaður ók bifhjól út af vegi, tvær aftan- ákeyrslur urðu og leiddu til alvar- legs slyss, einn féll af reiðhjóli og í tvígang var ekið út af vegi hægra megin. Í annarri aftanákeyrslunni slösuðust tveir alvarlega. Umferðarstofa vekur athygli á slysa- korti sem er á vefnum www.us.is og á forsíðunni er borði sem á stendur Slysakort. Þar geta allir skoða slysa- staði í sínu nærumhverfi. n ›› Ný skýrsla Umferðarstofu: Mikil fækkun alvarlega slas- aðra í þéttbýli á Suðurnesjumhafi einnig farið betur af stað í vor en allra síðustu ár. „Þetta veitir okkur ákveðna von um að þetta þýði betra start einnig hjá kríunni. Hún er yfirleitt seinna en mávurinn af stað. Hins vegar er ekki alltaf samræmi á milli þess að það sé gott upp- haf á varpi og að það sé góður varpárangur,“ segir Gunnar Þór í samtali við Víkurfréttir. Hann segir að stundum sé góð byrjun en lélegur endir og stundum léleg byrjun og góður endir. Það þurfi hins vegar að fara saman gott upphaf og góður endir svo árið sé gott. Gunnar segir því að ómögulegt sé að segja hvort kríunni takist vel til í ár. Nýverið barst Víkurfréttum bréf frá fuglaáhugamanni sem sagðist hafa séð til máva vera að éta smá- fugla. Við spurðum Gunnar Þór að því hvort þetta væri algengt. „Á meðal máva eru alltaf ein- staklingar sem sérhæfa sig í smáfugla- og ungadrápi. Mér hefur sýnst þetta vera svolítið mismunandi á milli landssvæða. Sílamávar á mið-Suðurlandi og eins á Norðurlandi, þar sem ég hef skoðað varp, virðast oftar vera meiri eggjaungadráparar en sílamávar á Suðurnesjunum. Þeir eru meiri sjófuglar,“ segir Gunnar Þór. Hann segir þó að eggjaungadráparar finnist á Suðurnesjum. Þá þekkist það einnig á meðal máva að þeir fara í ránfuglseðli og drepa fullorðna fugla. „Við höfum séð þá taka fullorðnar sandlóur og kríur. Þetta er ekki Gróusaga en hins vegar ekki almenna reglan hjá þeim,“ segir Gunnar Þór. Hann segir svona hegðun máva í raun sýna aðlögunarhæfni þeirra hverju sinni. Þeir kunni að bjarga sér. Mikil breyting hefur orðið á varpsvæðum máva á Reykjanes- skaganum. Á árunum 1990 til 2000 voru varpsvæði allt í kringum Keflavíkurflugvöll og lögð var mikil áhersla á það hjá flugmálayfirvöldum að halda mávinum í skefjum og frá flug- brautum. Varpið náði hámarki í kringum 2004 þegar hér voru 40.000 pör í varpi. Síðan þá hefur orðið mikill viðkomubrestur í fjölda varpfugla og árið 2006 voru ekki nema um 6.000 pör verpandi. Þá hafa þau fært sig norðar frá flugvellinum þannig að í dag eru fáir fuglar nærri Keflavíkurflugvelli. Þeir eru allir komnir á norðanverða Miðnes- heiðina. Hættan af völdum máva í dag er hverfandi miðað við hvað hún var í kringum 2000. Á þessu ári var birt grein í vísindatímariti um samspil tófu og mávs sem sýnir að mikil tengsl eru á milli þess þegar tófa gerir sér greni og að mávurinn flýr þær kringumstæður. Þar sem virkt greni var þá færðist jaðar varpsins fjær. Tófan hefur mikil fælingaráhrif í varplöndum mávsins og niðurstöður þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið eru í raun ótrúlegar. Gunnar Þór segir þó að í dag séu viðbrögð máva við tófunni önnur en í kringum árið 2000. Hugsanlega eru þeir orðnir vanari tófunni í dag og kippa sér ekki eins upp við hana. Niðurstaðan er sú að tófan hafði mikil áhrif á útbreiðslu varpsins en hún hafði ekki áhrif á fjölda varp- fugla. Fjöldi fugla í varpi er langmest háður fæðuframboði eða síli í þessu tilviki. Sílið hrynur síðla árs 2005 og árið 2006 er algjört hrun í varpinu. Það er því sílið sem stjórnar því hversu margir verpa, segir Gunnar Þór Hallgrímsson, forstöðumaður Náttúrustofu Reykjaness við Víkurfréttir. Texti: Hilmar Bragi Bárðarson ›› NáttúrUstofa reykjaNess Gunnar Þór HallGrímsson er forstöðumaður náttúrustofu reykjaness sem staðsett er á Fræðasetrinu í sandgerði. Hér er hann á skrifstofu sinni með uppstoppaðan fálka, rjúpu og tvo lunda. loka vegna sumarleyfa starfsfólks dagana 16. til 20. júlí nk. Stofan opnar aftur þann 23. júlí kl. 10:00 TjarnabrauT 24 260 reykjanesbæ sími 421 7100

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.