Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2006, Page 32

Ægir - 01.04.2006, Page 32
32 N Ý S K Ö P U N Á síðastliðnu ári stofnaði Eyjólfur Friðgeirsson, líf- fræðngur, fyrirtækið „Hollusta úr hafinu ehf.“, sem framleið- ir ýmsar vörur úr þara og söl. Fyrstu vörurnar komu á mark- að í nóvember í fyrra og síðan hafa bæst við nýjar vörur, þær nýjustu voru kynntar á mat- vælasýningunni „Matur 2006“ í Fífunni í Kópavogi í mars sl. Eyjólfur segir að hann telji mikla möguleika vera fólgna í að nýta þara og annan sjávar- gróður til að skapa úr honum verðmæti og þau viðbrögð sem hann hafi nú þegar feng- ið við framleiðslunni auki honum bjartsýni á að þetta eigi við rök að styðjast. „Menn hafa vissulega reynt það áður að gera úr þessu verðmæti hér og hafa þá fyrst og fremst verið að horfa til útflutnings. Ég tel hins vegar að vænlegast sé að fara sér hægt í þessu til að byrja með og reyna vöruna í dágóðan tíma hér á heimamarkaði áður en menn fara að horfa út fyrir landsteinana. Það er síðara tíma mál, ef vel geng- ur,“ segir Eyjólfur, en fram- leiðsluvörur fyrirtækisins hafa fyrst og fremst verið á boðstólum í heilsubúðum en einnig í nokkrum matvöru- verslunum. Fjölbreyttar vörur Af þeirri flóru vara sem „Holl- usta úr hafinu“ býður upp á má merkja að möguleikarnir eru ótæmandi. Meðal þess sem boðið er upp á er þara- krydd, sem unnið er úr stór- þara, sölvum, fjörugrösum, marinkjörnum og fjallagrös- um. Þetta krydd er gott í brauð, pottrétti, sósur með fiski og sem dressing með salati. Einnig er boðið upp á ýmsar sósur - t.d. stór- þarasósu, sölvasósu og fjalla- grasasósu - frystan, hakkaðan þara og ristaðan beltisþara sem snakk, en beltisþarinn hefur frá náttúrunnar hendi sætukeim. Á „Matur 12006“ var m.a. kynnt kryddlegið sjávargræn- meti, en þar var um að ræða kryddlegna söl og kryddleg- inn þara. Miklir möguleikar Eyjólfur Friðgeirsson segir að ekki sé erfitt að verða sér úti um þara og söl. Til dæmis sé mikið af þara í Selvogi, skammt frá Strandakirkju, og þá sé Breiðafjörðurinn gósen- svæði fyrir þara. „Það er gríð- arlegt magn af þara við strendur landsins og að mínu mati er þetta verulega vannýtt auðlind. Möguleikarnir eru að mínu mati gríðarlega miklir ef rétt er á spilum haldið,“ segir Eyjólfur. Hluti af matarvenjum Íslend- inga frá landnámstíð Kannski má segja sem svo að þari sé ekki beint þekktur til manneldis hér á landi, þó vissulega sé það svo að hann hafi verið nýttur til manneldis allt frá landnámstíð. Hins vegar er vitað að sjávargróður hefur verið nýttur sem matur, áburður og lyf í þúsundir ára. Í dag er nýting þara til mann- eldis lang mest í Japan, Kína og Kóreu. Þar sem íbúar þessara þjóða hafa sest að er- lendis hafa þeir flutt með sér neyslu á sjávargróðri. Áhugi á asískum mat hefur einnig leitt af sér notkun þara víða um heim. Á Írlandi er nú vakning á notkun sjávargróðurs, sem áður var hluti af matarhefð þar. Vaxandi áhugi er á sjáv- argróðri í Kaliforníu og á Hawaí, en hann er kominn frá fjölda Japana sem býr þar. Á austurströnd US og Kanada í Maine, New Brunswick og Nova Scotia er vaxandi áhugi og markaður fyrir sjávargróð- ur. Með aukinni neyslu á heilsufæði hefur myndast áhugi víða á Vesturlöndum á notkun sjóþörunga t.d. í stað salts, sem hollustuvöru og fæðubótarefnis. Talið er að um átta millj- ónir tonna af sjávargróðri séu nýttar í heiminum í dag. Nær allt þetta magn fer til mann- eldis. Aðeins lítið brot er not- að í skepnufóður, til áburðar og fl. Bróðurpartur sjávarþör- unga til manneldis er ræktað- ur, langmest er framleiðslan í Kína, eða um fimm milljónir tonna. Í þarasósunum er soyasósa, eplaedik, vatn og hvítlaukur, sem er kryddað með þörum og fjallagrösum. Engum aukaefnum er bætt í sósurnar. Þrennskonar sósur eru í boði: Þarasósa, Sölvasósa og Grasasósa Rapp netaspil og netaniðurleggjari Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is Starfstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1 • Ísnet Akureyri - Fiskitangi • Ísnet Húsavík - Uggahúsi • Ísnet Hornafjörður - Ófeigstanga • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísfell Bolungarvík - Grundarstíg 14 www.isfell.is Fyrirtækið Hollusta úr hafinu ehf. framleiðir vörur úr sjávargróðri: Vannýtt auðlind - að mati Eyjólfs Friðgeirssonar, líffræðings aegirapril-48breitt.qxp 5/11/06 12:45 PM Page 32

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.