Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2006, Blaðsíða 35

Ægir - 01.04.2006, Blaðsíða 35
35 N Ý B R E I Ð A F J A R Ð A R F E R J A Tvær ferðir á dag milli Stykk- ishólms og Brjánslækjar Breiðafjarðarferjan Baldur er í föstum áætlunarsiglingum á milli Stykkishólms, Flateyjar á Breiðafirði og Brjánslækjar á Barðaströnd. Tímasetningar áætlunarinnar verða eftir sem áður þær sömu, þ.e. kl. 9 og 16 frá Stykkishólmi og 12.30 og 16.30 frá Brjánslæk. Ferjan hefur viðkomu í Flatey, sem er vinsæll áningarstaður ferðamanna yfir sumarmán- uðina. Nýja ferjan er mun hraðskreiðari en sú gamla og munar þar um 40 mínútum hvora leið. Það má því ætla að það taki um 2 tíma og 20 mínútur að sigla yfir Breiða- fjörðinn. Styrkur fyrir ferðaþjónustuna Ragnheiður Valdimarsdóttir, sölustjóri hjá Sæferðum í Stykkishólmi, segir alveg ljóst að tilkoma nýju ferjunnar skjóti styrkari stoðum undir rekstur farþegaferju yfir Breiðafjörð. Ljóst sé að þar sem ferjan er mun hrað- skreiðari en sú gamla velji fleiri að fara með ferjunni yfir Breiðafjörð í stað þess að aka. Hin nýja ferja sé því án efa verulegur styrkur fyrir ferðaþjónustuna í Stykkis- hólmi. Auk Baldurs gera Sæferðir út þrjá aðra báta, sem eru í fullum rekstri yfir sumarmán- uðina. Á einum þeirra er m.a. boðið upp á sjóstangaveiði frá Stykkishólmi, annar þeirra býður upp á hinar vinsælu Suðureyjasiglingar á Breiða- firði, sömuleiðis frá Stykkis- hólmi, og þriðji báturinn er gerður út á hvalaskoðun frá Ólafsvík, en óneitanlega hef- ur hvalaskoðunin verið vax- andi þáttur í ferðaþjónustunni hér á landi. Flatey er sérstakur heimur Það eru margir sem leggja leið sína með Baldri út í Flat- ey á Breiðafirði, einkum yfir sumarmánuðina, enda ein- staklega skemmtilegur staður og áhugaverður, ekki síst fyr- ir merka sögu. Húsin í eynni hafa haldið sínum sjarma og unnið hefur verið að því að endurbyggja mörg þeirra. Þannig er nú unnið kappsam- lega að því þessar vikurnar að endurbyggja gamla Sam- komuhúsið, þar sem Veit- ingaþjónustan Mensa í Reykjavík stefnir að því að opna veitingastað fyrrihluta júnímánuðar. Einnig er unnið að gagngerum endurbótum á hinu svokallaða Eyjólfspakk- húsi í Flatey þar sem ætlunin er að opna hótel. Með til- komu þess verður unnt að bjóða upp á gistingu í Flatey í hærri gæðaflokki en áður. Yfir vetrarmánuðina hafa að jafnaði fimm búsetu í Flat- ey, en yfir sumarmánuðina dvelja þar oft 80 og allt upp í 100 manns til lengri tíma auk mikils fjölda ferðafólks sem leggur leið sína í eyna og er þar til skemmri dvalar. Margir óttuðust að erfitt yrði að leggja hinni nýju ferju að bryggju í Flatey, enda er bryggjan þar aðeins 19 metra löng, en skipið hins vegar 63 metra langt. Sá ótti reyndist hins vegar ástæðulaus og ljómandi vel hefur gengið að leggja þar að. aegirapril-48breitt.qxp 5/11/06 12:45 PM Page 35

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.