Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2008, Blaðsíða 9

Ægir - 01.07.2008, Blaðsíða 9
9 K R Æ K L I N G A R Æ K T hafa verið að gefa mjög góða raun í Kanada og þær hafa nú þegar sýnt sig að reynast vel hér. Það er algjör óþarfi að vera að finna upp hjólið sem fyrir löngu er búið að finna upp annars staðar. Við eigum miklu fremur að nýta okkur þá kunnáttu sem er fyrir hendi í þessari atvinnu- grein og laga hana að okkar aðstæðum. Gary Rogers telur að aðstæður hér séu mjög góðar og hann er þess fullviss að unnt sé að ná mun meiri vaxtarhraða hér en á hans heimaslóðum. Í Prince Ed- wards glíma menn við þær aðstæður að það er ís frá kannski október og fram í apríl eða maí. Það stoppar menn hins vegar ekkert í kræklingaræktinni og þeir uppskera krækling í gegnum ísinn. Ég hef farið vestur og kynnt mér aðstæður þar og séð hvernig þeir fara að því að uppskera mikið magn af kræklingi í gegnum ís í þrjátíu stiga frosti. Sannast sagna er það ekkert sem mig langar að gera dags daglega! Hér eru aðstæður aðrar og betri. Hins vegar geta hér komið slæm veður en þá þarf líka að ganga þannig frá línum að þær verði ekki fyrir tjóni í þessum slæmu veðrum,“ segir Víðir. Átak í markaðssetningu Víðir segir að Norðurskel hafi fengið fjórar milljónir króna úr mótvægisaðgerðum ríkis- stjórnarinnar vegna kvótasam- dráttar og þeim fjármunum verði varið til markaðssetn- ingar á kræklingnum. „Við erum komnir út með línu fyrir þúsund tonna kræk- lingarækt og það er því alveg ljóst að það magn er langt umfram innanlandsmarkað. Við erum vissulega komin skammt á veg með að kynna kræklinginn hér innanlands vegna þess að það hefur ver- ið svo lítið framboð af hon- um. Það sem við höfum verið að framleiða hefur fyrst og fremst farið á veitingahús. Það eina sem neytendur kannast við úr búðum eru dósir með kræklingi úr Lima- firðinum í Danmörku,“ segir Víðir. Tækifæri stærsti hluthafinn Frá upphafi hafa um tvö- hundruð milljónir króna verið settar í uppbyggingu Norður- skeljar í Hrísey. Stærsti hlut- hafi í fyrirtækinu er fjárfest- ingarsjóðurinn Tækifæri, þar sem KEA er öflugur bakhjarl, síðan kemur Eignarhaldsfé- lagið Samvinnutryggingar og þá Gary Rogers. Næstir koma síðan Víðir Björnsson, Byggðastofnun, Akureyrar- bær, Sæplast o.fl. Seigla á Akureyri smíðaði þennan bát, Guðrúnu EA, fyrir Norðurskel. Báturinn er sérútbúinn fyrir kræklingaræktina og einnig er gert ráð fyrir að hann verði notaður til ferða með ferðamenn. Víðir í skipstjórastólnum um borð í Guðrúnu EA. Norðurskel er með aðsetur í þessu húsi við höfnina í Hrísey. Þar hefur verið unnið að því að setja upp afkastamikinn vinnslu- búnað fyrir kræklinginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.