Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2008, Blaðsíða 20

Ægir - 01.07.2008, Blaðsíða 20
20 Æ G I S V I Ð T A L I Ð ar velur aðeins það besta. Á High End hljómtæki sem skila tónlistinni eins og silfurtærri lind. Kosta enda sitt, líklega einar þrjár milljónir króna! Kann vel við sig á Akureyri Óskar segir að allan þann tíma sem hann var á sjónum hafi hann aldrei haft löngun til þess að fara í land og setj- ast á skólabekk. „Nei, mér finnst skólarnir í dag vera jafn óáhugaverðir og þegar ég var forðum daga í barnaskólanum á Skagaströnd,“ segir Óskar, en hann hefur í gegnum tíð- ina verið háseti, netamaður eða bátsmaður. Sem fyrr segir býr Óskar á Akureyri. Þangað flutti hann lögheimili sitt árið 1990. Um ástæður þess segir Óskar brosandi að lítið sé um kaffi- hús á Skagaströnd „og síðan búa flestir af mínum vinum ekki lengur á Skagaströnd. Ég kann að mörgu leyti ágætlega við mig á Akureyri. Það er reyndar svolítill smáborgara- bragur á Akureyringum, þeir leitast svolítið við að líkjast hverjir öðrum.“ Sumarbústað byggði Óskar í Vaðlaheiði, austan Akureyr- ar, fyrir áratug eða svo. Er reyndar lítið sem ekkert þar og leigir því bústaðinn út til ferðamanna. Óskar upplýsir raunar að hann sé ákaflega myrkfælinn og því eigi ekki við hann að vera mikið í sumarbústaðnum. „Sálfræð- ingur vildi leiða mig í gegn- um myrkfælnina, en ég kærði mig ekki um það – vildi frek- ar hafa spennuna! Ég hef fundið fyrir myrkfælninni í sumarbústaðnum og víðar, en ég hef aldrei fundið fyrir þessu úti á sjó.“ Ötull safnari Auk þess að hafa mikinn áhuga á tónlist er Óskar þekktur mótorhjólamaður. Hann hefur í gegnum tíðina átt marga glæsta „fáka“. „Ég hef verið á mótorhjólum síð- an 1969 og í öll þessi ár hef ég verið þeirrar gæfu aðnjót- andi að hafa aldrei fengið á mig eina einustu skrámu í óteljandi mótorhjólaferðum.“ Og Óskar á einnig ágætt byssusafn og íbúð hans skart- ar mörgum gullfallegum upp- stoppuðum fuglum úr smiðju Ara Albertssonar í Ólafsfirði. Á veggjunum eru myndir sem minna á gamla, góða daga á sjöunda áratugnum – af Led Zeppelin, Bítlunum o.fl. Óskar segist alltaf hafa verið einhleypur. „Genin deyja út með mér,“ segir hann og brosir, „það er kannski eins gott fyrir samfé- lagið.“ „Það er engin spurning að það var miklu betra að vera á sjónum í öll þessi ár heldur en að vera lokaður alla daga í jakkafötum inni í einhverjum banka.“ Fornubúðir 3 - 220 Hafnarfjörður - Sími 555 6677 - oli@umb.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.