Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2008, Blaðsíða 11

Ægir - 01.07.2008, Blaðsíða 11
11 kræklingi í Evrópu. Í kræk- lingaskýrslunni kemur fram að heildsöluverð á kræklingi frá Hollandi á Rungis markaði í París hafi hækkaði úr tæpri 1 evru/kg árið 1999 í 2,8 evr- ur/kg þegar verðið var hæst árið 2007. Frá janúar 2004 hefur heildsöluverðið verið um 2,5 evrur/kg. Útflutnings- verð á ferskum kræklingi frá Írlandi hefur verið mismun- andi á milli ársfjórðunga en almennt hækkað og var að meðaltali um 2 evrur/kg árið 2006 og fram á mitt ár 2007. Verð á útfluttum kræklingi frá Noregi hefur hækkað úr 3,52 NOK/kg árið 2005 í 7,98 NOK/kg fyrstu sex mánuðina á árinu 2007. Ástæðan fyrir hækkun á milli ára er sögð sú að minna var um krækling af litlum gæðum árið 2007. Dregið hefur úr útflutningi Norðmanna eða úr 3.500 tonnum árið 2004 í 1.000 tonn árið 2007 en það ár var mest flutt út til Frakklands. Norðmenn hafa komið upp móttökustöð í Frakklandi til að halda lifandi kræklingi á lager og geta pakkað og af- hent ferska skel allt árið með skömmum fyrirvara. Kanadamenn hafa flutt út óverulegt magn af ferskum kræklingi með flugi til Eng- lands á hærra verði eða 3,5-4,0 evrur/kg. Tillögur til sjávarútvegsráðherra Í ljósi þess að nefndarmenn komust að því í skýrslu sinni að kræklingarækt á Íslandi sé álitlegur kostur gerir nefndin eftirtaldar tillögur til sjávarút- vegsráðherra: Stofnaður verði samráðs- hópur og í honum sitji fulltrú- ar frá Matvælastofnun, Matís, Hafrannsóknastofnuninni og Skelrækt – samtökum skel- ræktenda. Hlutverk hópsins verði að samþætta starf ríkis- stofnana og koma með tillög- ur til ráðherra um ræktunar- svæði þar sem fram færi heil- næmiskönnun eða annars- konar umhverfisrannsóknir sem verði fjármagnaðar úr ríkissjóði. Samhliða heilnæm- iskönnun ræktunarsvæða verði lagt mat á tíðni eitraðra svifþörunga á svæðinu. Lagt er til að mælingar á þörungaeitri og kadmíum í uppskeru verði fjármagnaðar úr ríkissjóði fyrst um sinn. Aflað verði frekari upplýsinga um uppruna og náttúrulegan breytileika í styrk kadmíums í kræklingi hér við land Mikilvægt er að greinin geti sótt um opinbera styrki til þess að aðlaga ræktunar- tækni að hverju svæði fyrir sig og jafnframt er lagt til að sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytið veiti fjármagni til að könnuð verði hagkvæmni mismunandi flutningsleiða fyrir ferskan krækling á Evr- ópumarkað. Þetta kort, sem birtist í skýrslu um stöðu kræklingaræktar á Íslandi, sýnir staðsetn- ingu fyrirtækja í kræklingarækt í dag. Norðurskel í Hrísey er lang stærsta fyrirtækið í kræklingaræktinni í dag. K R Æ K L I N G A R Æ K T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.