Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2008, Page 11

Ægir - 01.07.2008, Page 11
11 kræklingi í Evrópu. Í kræk- lingaskýrslunni kemur fram að heildsöluverð á kræklingi frá Hollandi á Rungis markaði í París hafi hækkaði úr tæpri 1 evru/kg árið 1999 í 2,8 evr- ur/kg þegar verðið var hæst árið 2007. Frá janúar 2004 hefur heildsöluverðið verið um 2,5 evrur/kg. Útflutnings- verð á ferskum kræklingi frá Írlandi hefur verið mismun- andi á milli ársfjórðunga en almennt hækkað og var að meðaltali um 2 evrur/kg árið 2006 og fram á mitt ár 2007. Verð á útfluttum kræklingi frá Noregi hefur hækkað úr 3,52 NOK/kg árið 2005 í 7,98 NOK/kg fyrstu sex mánuðina á árinu 2007. Ástæðan fyrir hækkun á milli ára er sögð sú að minna var um krækling af litlum gæðum árið 2007. Dregið hefur úr útflutningi Norðmanna eða úr 3.500 tonnum árið 2004 í 1.000 tonn árið 2007 en það ár var mest flutt út til Frakklands. Norðmenn hafa komið upp móttökustöð í Frakklandi til að halda lifandi kræklingi á lager og geta pakkað og af- hent ferska skel allt árið með skömmum fyrirvara. Kanadamenn hafa flutt út óverulegt magn af ferskum kræklingi með flugi til Eng- lands á hærra verði eða 3,5-4,0 evrur/kg. Tillögur til sjávarútvegsráðherra Í ljósi þess að nefndarmenn komust að því í skýrslu sinni að kræklingarækt á Íslandi sé álitlegur kostur gerir nefndin eftirtaldar tillögur til sjávarút- vegsráðherra: Stofnaður verði samráðs- hópur og í honum sitji fulltrú- ar frá Matvælastofnun, Matís, Hafrannsóknastofnuninni og Skelrækt – samtökum skel- ræktenda. Hlutverk hópsins verði að samþætta starf ríkis- stofnana og koma með tillög- ur til ráðherra um ræktunar- svæði þar sem fram færi heil- næmiskönnun eða annars- konar umhverfisrannsóknir sem verði fjármagnaðar úr ríkissjóði. Samhliða heilnæm- iskönnun ræktunarsvæða verði lagt mat á tíðni eitraðra svifþörunga á svæðinu. Lagt er til að mælingar á þörungaeitri og kadmíum í uppskeru verði fjármagnaðar úr ríkissjóði fyrst um sinn. Aflað verði frekari upplýsinga um uppruna og náttúrulegan breytileika í styrk kadmíums í kræklingi hér við land Mikilvægt er að greinin geti sótt um opinbera styrki til þess að aðlaga ræktunar- tækni að hverju svæði fyrir sig og jafnframt er lagt til að sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytið veiti fjármagni til að könnuð verði hagkvæmni mismunandi flutningsleiða fyrir ferskan krækling á Evr- ópumarkað. Þetta kort, sem birtist í skýrslu um stöðu kræklingaræktar á Íslandi, sýnir staðsetn- ingu fyrirtækja í kræklingarækt í dag. Norðurskel í Hrísey er lang stærsta fyrirtækið í kræklingaræktinni í dag. K R Æ K L I N G A R Æ K T

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.