Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2008, Page 20

Ægir - 01.07.2008, Page 20
20 Æ G I S V I Ð T A L I Ð ar velur aðeins það besta. Á High End hljómtæki sem skila tónlistinni eins og silfurtærri lind. Kosta enda sitt, líklega einar þrjár milljónir króna! Kann vel við sig á Akureyri Óskar segir að allan þann tíma sem hann var á sjónum hafi hann aldrei haft löngun til þess að fara í land og setj- ast á skólabekk. „Nei, mér finnst skólarnir í dag vera jafn óáhugaverðir og þegar ég var forðum daga í barnaskólanum á Skagaströnd,“ segir Óskar, en hann hefur í gegnum tíð- ina verið háseti, netamaður eða bátsmaður. Sem fyrr segir býr Óskar á Akureyri. Þangað flutti hann lögheimili sitt árið 1990. Um ástæður þess segir Óskar brosandi að lítið sé um kaffi- hús á Skagaströnd „og síðan búa flestir af mínum vinum ekki lengur á Skagaströnd. Ég kann að mörgu leyti ágætlega við mig á Akureyri. Það er reyndar svolítill smáborgara- bragur á Akureyringum, þeir leitast svolítið við að líkjast hverjir öðrum.“ Sumarbústað byggði Óskar í Vaðlaheiði, austan Akureyr- ar, fyrir áratug eða svo. Er reyndar lítið sem ekkert þar og leigir því bústaðinn út til ferðamanna. Óskar upplýsir raunar að hann sé ákaflega myrkfælinn og því eigi ekki við hann að vera mikið í sumarbústaðnum. „Sálfræð- ingur vildi leiða mig í gegn- um myrkfælnina, en ég kærði mig ekki um það – vildi frek- ar hafa spennuna! Ég hef fundið fyrir myrkfælninni í sumarbústaðnum og víðar, en ég hef aldrei fundið fyrir þessu úti á sjó.“ Ötull safnari Auk þess að hafa mikinn áhuga á tónlist er Óskar þekktur mótorhjólamaður. Hann hefur í gegnum tíðina átt marga glæsta „fáka“. „Ég hef verið á mótorhjólum síð- an 1969 og í öll þessi ár hef ég verið þeirrar gæfu aðnjót- andi að hafa aldrei fengið á mig eina einustu skrámu í óteljandi mótorhjólaferðum.“ Og Óskar á einnig ágætt byssusafn og íbúð hans skart- ar mörgum gullfallegum upp- stoppuðum fuglum úr smiðju Ara Albertssonar í Ólafsfirði. Á veggjunum eru myndir sem minna á gamla, góða daga á sjöunda áratugnum – af Led Zeppelin, Bítlunum o.fl. Óskar segist alltaf hafa verið einhleypur. „Genin deyja út með mér,“ segir hann og brosir, „það er kannski eins gott fyrir samfé- lagið.“ „Það er engin spurning að það var miklu betra að vera á sjónum í öll þessi ár heldur en að vera lokaður alla daga í jakkafötum inni í einhverjum banka.“ Fornubúðir 3 - 220 Hafnarfjörður - Sími 555 6677 - oli@umb.is

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.