Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.2008, Qupperneq 18

Ægir - 01.07.2008, Qupperneq 18
18 Æ G I S V I Ð T A L I Ð gert var fyrir mörgum áratug- um í frystihúsunum. Núver- andi útgerð Arnars HU, FISK Seafood á Sauðárkróki, hefur ekki séð ástæðu til þess að setja sjálfvirkan pönnuútslátt um borð í hann. Þeir hjá FISK verða víst seint sakaðir um að vera framfarasinnaðir og nýj- ungagjarnir. Þetta er mjög erf- ið vinna og margir hafa farið illa í bakinu við þetta. Ég hef hins vegar sloppið við bak- meiðsl, merkilegt nokk, og er ótrúlega vel á mig kominn líkamlega eftir öll þessi ár.“ Erfitt að venjast fimm vikna túrum Túrarnir á frystitogurunum eru sem kunnugt er langir og þeir geta reynt verulega á mannskapinn. Óskar rifjar upp að á árum áður hafi túr- arnir verið í um hálfan mán- uð, en síðan hafi þeir lengst smám saman. „Þessir löngu túrar hafa farið upp í vana, en ég neita því hins vegar ekki að fimmta vikan í túr tekur alltaf á og engan sjó- mann hef ég hitt sem hefur náð að venjast svo löngum túrum. Menn virðast almennt geta vanist fjögurra vikna túrum, en fimmta vikan er þröskuldur sem andlega getur verið mjög erfitt að komast yfir. „Ég get vel viðurkennt að eftir því sem maður hefur elst hefur tekið lengri tíma að jafna sig eftir hvern túr,“ segir Óskar og bætir við að mjög hafi verið til bóta þegar það fyrirkomulag var tekið upp að róa tvo túra og vera síðan í frí í einn túr og æ algengara sé að frystitogarasjómenn fari í annan hvern túr. Óskar segir að á vissan hátt sé sjómennska á frysti- skipunum einhæf vinna, en þó sé það svo að engar tvær veiðiferðir séu eins. Eftir meira en fjóra áratuga sjómennsku ákvað Óskar síðla síðasta árs að nú væri komið nóg. Í september á síðasta ári segist hann hafa ekið einu sinni sem oftar frá Akureyri, þar sem hann býr, til Skagastrandar að morgni dags til þess að fara um borð í Arnar. „Ég veit ekki ná- kvæmlega hvað gerðist en í þessari ferð tók ég ákvörðun um að nú væri nóg komið og ég sagði plássinu upp með sex mánaða fyrirvara. Ég kom síðan úr mínum síðasta túr á Arnari þann 17. apríl sl. Sann- ast sagna var ekki eins erfitt að hætta og ég ímyndaði mér. Kannski er ég ekki alveg bú- inn að meðtaka ennþá að ég sé hættur. En ég fylgist enn vel með hvernig gengur. Ég hringi í menn og þeir í mig. Það er erfitt að slíta sig algjör- lega frá þessu eftir öll þessi ár.“ Af sjónum í sundlaugina Óskar starfar nú sem vakt- maður í Sundlaug Akureyrar og kann því vel, „þó launin hafi ekki freistað mín.“ Það eru hins vegar ekki margir mánuðir í að Óskar komist á eftirlaun og að óbreyttu gerir hann ráð fyrir að nýta sér töku eftirlauna þegar hann á rétt á því, enda hefur hann unnið vel fyrir þeim. „Maður er alltaf að lesa minningar- greinar um fólk sem er yngra en ég. Enginn veit sína ævina og því held ég að sé rétt að lifa lífinu á meðan maður hef- ur andlega og líkamlega getu til þess. En ég neita því ekki að ég myndi hugsa mig um ef ég fengi fyrirspurn um að koma um borð í uppsjávar- vinnsluskip. Það á ég eftir að prófa.“ Óskar hafði raunar í hyggju að söðla um og flytjast austur í Fjarðabyggð eftir að sjómennskuferlinum lauk og starfa í álveri Fjarðaáls á Reyðarfirði. Óskar sótti um starf í Fjarðaáli hjá Capacent, en þar á bæ töldu menn sig ekki hafa not af honum. Hafa sennilega talið Óskar vera kominn fram á síðasta sölu- dag, eins og hann orðar það. „Ég get ekki varist þeirri hugsun að ég öll mín reynsla sem sjómaður í meira en fjörutíu ár geri mig að betri starfsmanni en einhver af þeim „farþegum“, sem starfa hjá Fjarðaáli.“ Ágætlega sáttur Óskar segir að þegar upp er staðið sé hann mjög sáttur við sína starfsævi og hann hefði ekki getað hugsað sér betra hlutskipti en að stunda sjóinn í öll þessi ár. „Það er engin spurning að það var miklu Óskar er mikill mótorhjólaáhugamaður. Hér er hann við nýjasta hjólið og auðvitað vísar númerið til einnar af bestu rokkhljóm- sveitum allra tíma, Led Zeppelin. Númerið á bíl Óskars segir líka allt sem segja þarf um tónlistaráhugann – Doors.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.