Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2008, Síða 55

Ægir - 01.07.2008, Síða 55
55 V E S T M A N N A E Y J A R ast um þessar mundir. Fram- kvæmdum á að vera lokið eftir um tvo ár, það er á haustdögum 2010, og binda Eyjamenn miklar vonir við að þá greiðist úr samgöngum milli lands og Eyja. Sigling úr Eyjum í Landeyjahöfn mun taka um hálfa klukkustund og yfir sumartíman fer Eyjaferjan allt að níu ferðir á dag, skv. því sem nú er áformað. Yfir vetrartímann verða ferðirnar fjórar. Stórskipahöfn er tímabær „Vandamálið sem við Eyja- menn höfum staðið frammi fyrir er að í háönn ferðaþjón- ustunnar er útilokað að kom- ast með Herjólfi nema panta far langt fram í tímann. Slíkt er auðvitað mjög bagalegt en ég vona að ný og stærri ferja og tíðari ferðir bæti úr þessu,” segir Andrés sem telur að hafnargerð í Landeyjasandi verði ekki jafn mikið mál og margir vilja vera láta. Vissu- lega brimi þar oft hressilega – þá einkum yfir vetrartímann – en sé vel að hafnargerðinni staðið telur hann að vel ætti að vera hægt að komast fyrir vandamálin. „Viðfangsefni framtíðarinn- ar í Eyjum er síðan að koma upp stórskipahöfn við Eiðið norðanvert. Hugmyndir um það hafa lengi verið í deig- lunni og nú eru fyrstu rann- sóknir vegna þessa að hefj- ast,“ segir Andrés sem telur að viðlegukantur hafnar við Eiðið þurfi að vera minnst 250 metrar. Með því skapist aðstaða til að taka á móti stærri flutningaskipum og skemmtiferðaskipum til Eyja. Höfnin í Eyjum sé í dag of lít- il til að taka á móti stærstu skipum. Því sé að sínu mati tímabært að huga stórt og fara í nauðsynlegar fram- kvæmdir við höfnina sem sé lífæð og stóriðja Vestmanna- eyja. Texti og myndir: Sigurður Bogi Sævarsson. Hafnsögumaðurinn. „Mikilvægt er að sjá út í tíma hvort öllu sé óhætt,“ segir Andr- és Þ. Sigurðsson hafnsögumaður í Vestmannaeyjum. Átt þú rétt á styrk? Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfyrirtækja. Félagsmaður, sem unnið hefur í a.m.k. 12 mánuði skv. kjarasamningi SA/LÍÚ við Sjómanna- samband Íslands, hjá útgerðum innan LÍÚ, og greitt til aðildarfélags Sjómennt- ar á þeim tíma á rétt á stuðningi til starfsnáms. Samtök atvinnulífsins (SA), Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Sjómanna- samband Íslands (SSÍ) standa að Sjómennt. Ertu búinn að vera á sjónum í eitt ár eða meira? Langar þig að fara á námskeið eða í skóla? SJÓMANNASAMBAND ÍSLANDS LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA Sjómennt • F jöltækniskóla Ís lands • Háteigsvegi • 105 Reykjavík • Sími 522 3300 • Fax 522 3301 Nánari upplýsingar: www.sjomennt.is • sjomennt@sjomennt.is E N N E M M / S IA / N M 13 5 7 0

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.