Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1939, Blaðsíða 4

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1939, Blaðsíða 4
og menning hefur þegar ákveí5ið að gefa út á þessu ári. Það mætir almennum vinsældum, að fá skáldsögu eftir nýjasta No- belsverðlauna-höfundinn, auk þess sem Pearl Buck á miklum vinsældum að fagna hjá þeim, sem lesið hafa Gott land eða aðrar hækur hennar. En sérstaklega fagna menn þó útgáfunni á úrvalsljóðum Stephans G. Stephanssonar, ásamt ritgerð Sig- urðar Nordal. Það er fjöldi alþýðumanna, sem ekki hefur átt þess nokkurn kost að kynnast kvæðum Stephans G., hvað þá eignast þau, og hefur þannig farið á mis við margt það bezta, sem íslendingar eiga í ljóðmn. Ég er sannfærður um, að með þessari útgáfu á ljóðum skáldsins eignast íslenzka þjóðin raun- verulegan skilning á því, hvílíkt afburða skáld hún á, þar sem er Stephan G. Stephansson. Og jafnvíst er hitt, að við hefðum með fáum bókum öðrum komizt nær óskum alls þorra félags- manna. Úrvalsljóð Stephans verða þeim einhver dýrmætasta eignin, sem þeir hefðu getað kosið sér. Við sjáum af bréfum félagsmanna, sem hirt eru í þessu hefti, að strax eru komnar fram óskir uin það, að ekki verði staðar numið við Stephan G. heldur taki Mál og menning að sér að gefa út úrvalsljóð lielztu þjóðskálda okkar. Mannkynssagan, alfræðiritið og bókmenntasagan. Það var um tíma tilætlun okkar, að bera útgáfu þessara þriggja rila undir atkvæði félagsmanna og láta þá sjálfa skera úr því, hvert ritið yrði fyrst fyrir valinu. En það virtist, eftir bréfum að dæma viða af landinu, nærri einróma ósk félagsmanna, að mnnkynssagan gengi fyrir, svo að við féllum frá atkvæðagreiðsl- uuni og ákváðum að hefja undirbúning að útgáfu mannkyns- sögunnar. Nú sjáum við af nokkrum bréfum, að það eru ýmsir félagsmenn, sem þó hefðu heldur kosið alfræðiritið eða bók- menntasöguna. En héðan af verður að fresta útgáfu þessara rita. Efnahagur Máls og menningar leyfir ekki, að gefin verði út tvö jafn dýr verk samtimis. Útgáfa alfræðiritsins mundi kosta geysimikið fé, og hún væri varla kleif nema með aukagjaldi. Hinu ber ekki að neila, að alfræðirit þurfa íslendingar nauð- synlega að eignast. Það væri á einn hált hugsanlegt fyrir Mál og menningu að ráðast i þessa útgáfu: ef nógu margir félags- menn, segjum 2000, treystu sér til að greiða ákveðið aukagjald, meðan útgáfan stendur yfir. Við værum reiðubúnir að bera til- lögu í þéssa átt undir atkvæði félagsmanna. 2

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.