Tímarit Máls og menningar - 01.03.1939, Side 12
1-íkja henni við farveg margra sundurlausra ljóðbrota, sem flétt-
ast saman í eina litrika heild, þar sem hvert ljóðbrot orkar með
svipuðum hætti á skynfæri lesandans.
Sem stendur er frú Theodóra Thoroddsen eini núlifandi full-
trúi þulunnar, og það var ætlun min með þessum línum, að vekja
athygli á hinni nýju og auknu útgáfu af yrkingum hennar.
Ég held, að sjaldan hafi þetta einkennilega ljóðform náð eins
glæsilegri fullkomnun og listrænni túlkun og í meðferð Theo-
dóru. Það eru ekki margir, sem hafa sameinað jafn látlaust, glit-
ofið og blæhrigðaríkt 'mál. Rím hennar er víða mjög dýrt, þótt
maður verði hvergi var við strengjatök liagyrðingsins, sem glimir
við orðin með misjöfnum árangri, án þess að skeyta um innihaldið.
Á tuttugu og fjórum blaðsíðum sameinar Theodóra margt liið
fegursta úr þjóðsögunni. Dvergar, töfradjásn, ljósálfar, huldusvein-
ar og liafmeyjar í hinu margbreytilegasta umhverfi. Ýmist er það
spegilskyggður hafflötur, þar sem selir sofa á skerjum og börn
tína kuðunga i fjörunni, en fyrir innan liggja djúpir, iðjagrænir
dalir með brekkum og bölum og blábeltuðum háfjöllum í kring;
eða rjúkandi brimrót, óveðurshiminn og dimmar hamraborgir
i gnauðandi stormi; eða mjállhvitir hnjúkar, fossar og klökugir
bnullungar i rómantísku silfri tunglskinsins. Stundum er þetta
allt í senn, og svið þulunnar tekur sifelldum breytingum. Og
stundum erum við stödd í draumheimum, í þeirri veröld, sem
imyndunaraflið eitt er fært um að skýra frá.
— Sá, sem liefur horft á móður sína á hálfrokknu vetrarkvöldi,
framan við rauða glóð í stónni, mætir þessum þulum eins og
gömlum og hjartfólgnum vinum. Börnin hlustuðu óþreyjufull á
glamrið í prjónunum og báðu móðurina að segja sögu eða fara
með kvæði. Og geðhrif hinnar líðandi stundar áttu mestan þátt
í vali ævintýranna og gáfu frásögninni sérstakan blæ. — Þegar
veturinn teiknaði rósir sínar á lítinn glngga og snjóinn mald-
aði niður fyrir utan, þá var gott að leita huggunar í voninni um
betri tima, þvi að „vordraumurinn verður flestum sætur“.
„Ef að þornar ullin vel,
og ekki gerir stórfelld él,
sendi ég þér um sumarmálin sóley i varpa.“
„.... ljósálfar sér leika á hól
að lýsigulli og steinum.
Við skulum reyna að ræna frá þeim einum.“
Þegar liður fram á vorið, eru gjafirnar stærri. Við fáum fjólu
ÍO