Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1939, Side 14

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1939, Side 14
D.iörn Franzson: Efnisheimurinn. Þa'ð er þakkarvert að fá bók á islenzku um þetta efni. Nú á dögum má það teljasl til almennrar menntunar, að vita nokkur deili á aðal-hugmyndum og niðurstöðum náttúruvísindanna, þvi að þau eru óneitanlega eitt hið glœsilegasta afrek mannsandans. Það eru ckki aðeins niðurstöður þeirra, sem eru mikilvægar frá sjónarmiði almennrar menntunar, heldur viðhorf þeirra allt, rann- sóknarandinn og hin rökvísa hugsun. Bók þessi er skemmtilega skrifuð, og er þó all-erfitt að rita um jjessi efni á islerizku, þar sem lítið hefur enn verið gert að því og orð skortir yfir margt. Nýyrðin i bókinni virðast yfir- leitt' góð, jafnvel ágæt, og kemur varla fyrir að maður hnjóti sérstaklega um neitt, þótt vel megi vera, að siðar finnist betri orð um sumt. Aðalatriðin virðast skýrt og greinilega rakin, og þótt bókin kunni að vera nokkuð þung sums staðar við lestur, fyrir þá, sem þessum efnum eru ókunnugir, þá hygg ég að hún freisti margra til að lesa aftur og brjóta til mergjar, og inun hún þá islenzkri alþýðu alls ekki ofviða. Efnið er svo skennntilegt, að það er ævintýri líkast, og verður þvi ekki neit- að, að víða hefði verið gaman að fá dálítið meira. En slíkt er ekki hægt að heimta, þegar rúmið er takmarkað, og er í raun- inni furða, hve mikið höf. hefur tekizt að fá með. Um einstök atriði skal sérfræðingum látið eftir að dæma, cn ekki hygg ég að mikið sé um beinar villur eða verulega óná- kvæmni í bók jjessari. Til jjess að koma líka með aðfinnslur. skal ég geta þess, að mér finnst einna síztur kaflinn um „hið lifandi efni“, enda gæti ég trúað, að í liffræðinni sé liöf. nokk- uru miður heima en á hinum öðrum sviðum. í þessum kafla finnst mér bresta dálítið á hlutleysi frásagnarinnar, eins og höf. eigi erfitt með að verjast því, að fram gægist trúarskoðun hans (er virðist vera einhyggja á, grundvelli efnishyggju og vélgeng- is). Að sjálfsögðu er ekkert við það að athuga, þótt menn segi frá skoðunum, sem eru trúaratriði, en þær mega ekki koma á reikning vísindanna sem staðreyndir. Höf. gerir ráð fyrir þvi, að lífið sé sprottið upp úr hinni líflausu náttúru á vélgengum þróunarferli, án þess að þar hafi komið til nokkur sérstakur „lífskraftur“ eða andleg öfl. Þetta er skoðun margra, en er jió ekki annað en tilgáta, þvi sannast að segja vita menn ekkert um þetta enn. Höf. segir, að kenn- ingin um lífið sem sérstæða eigind eða fram komið fyrir sér- stakan „lifskraft“ sé ekki útdnuð meðal sumra liffræðinga, og 12

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.