Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1939, Síða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1939, Síða 15
juá af því orðalagi ráða, að hún sé að minnsta kosti á góðum vegi með að deyja út. En því nmn fara all-fjarri. Flestum líf- fræðingum nú á dögum mun að minnsta kosti koma saman um það, að lífið hefji sig upp yfir vélgengið („organism trans- cends mechanism“). Hinn æðsti eiginleiki lífsins er andinn, og hvað sem að öðru leyti liður þeirri setningu, að megind geti breytzt í eigind, þá er það vist, að hún getur ekki skýrt andann sem afsprengi efnis- ins. Gátan um samband efnis og anda er með öllu óráðin. Sum- ir vilja höggva á þann hnút, með þvi að hugsa sér, að þessi tvö tilveruform séu með einhverjum hætti tvær ásýndir þess sama. En þá væri efnisheimurinn að vissu leyti sálrænn að eðli, ■enda þótt hin lífræna náttúra gæti táknað alveg sérstakt stig. Um eðli mannsins hefur höf. þessa klausu: „Maðurinn, hinn liugsandi, vitandi og viljandi, verður hann skilinn og skýrður •án skapandi dularvalda, er blésu honum lífsanda i nasir? — Einmitt þetta hefur tekizt fyrir tilstilli náttúruvísinda nútímans og félagsvísinda." Þetta kalia ég furðulega nægjusemi. Sleppum öllum skapandi „dúlarvöldum“. En verður maðurinn þegar skilinn og skýrður? Þetta minnir mig á klausu Ágústs H. Bjarnasonar í Skírni 1910, er ég vissi til að lineykslaði ýmsa: „Eri það er sýnilegt, að vís- indiri stefna nú, hvað sem hver segir, liraðfara að uppsprettum allra hluta og eru þegar komin vel á veg að grafa fyrir ræt- ur alls.“ Maðurinn skilinn og skýrður, og vísindin komin vel á veg með að grafa fyrir rætur alls! Ég geri nú ráð fyrir, að hér sé fremur um óheppilegt orðalag að ræða hjá báðum þessum höf- undum, en að þeir meini þetta fyllilega. Hvað eiga vísindin að gera allar þær milljónir ára (ef ekki billjónir), sem mannkynið kann að geta lifað enn á jörðinni? Ætli það sé ekki óhætt enn að minnast orða Newtons, er hann sagðist aðeins safna skeljum á ströndinni, en hið mikla haf sann- leikans lægi ókannað framundan? Heimsmynd sú, sem náttúruvisindi vorra daga geta enn sem konrið er brugðið upp, er vissulega talsvert ósamræm, ef að er gáð. Efnisheimurinn er tröllauknari að stærð en svo, að menn geti í rauninni gert sé nokkra hugmynd um það. Tökum líkingu frá Jeans (Cosmical Physics, í The March of Science, 1937): Ger- um tvær milljónir ljósára að einum þumlung. Ummál stjörnu- geimsins væri þá svo sem hálf nrila. Hin fjarlægasta vetrarbraut, 13

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.