Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1939, Qupperneq 16

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1939, Qupperneq 16
scm menn enn haf;i komið auga á, væri þá aðeins í 3 metra fjarlægð, en okkar vetrarbraut öll á stærð við tituprjónshaus. Allar þær stjörnur, sem sjást með berum augum, kæmust þá fyr- ir i kúlu, er væri 1/12 nnn. að þvermáli, og sól vor væri sem ein einasta rafeind. Ef rafeindirnar væru ekki ódeilanlegar, mætti þá hugsa sér jarðarhnöttinn sem milljónasta hluta úr einni rafeind. Og ef tilgáta Jeans um uppruna sólkerfis vors er rétt, þá eru slík reikistjörnukerfi sjaldgæf fyrirbæri. Lif og anda þekkja vís- indin aðeins á þessum eina hnetti, þessari liverfandi ögn i risa- auðn geimsins, og allár likur til þess að skilyrði svipaðs lífs séu næstum hvergi annars staðar. Liggur það ekki í augum uppi, að hér muni vanta i eitthvað meira en lítið? Er þetta allt það samhengi og samræmi tilver- unnar, sem vísindin geta gefið oss? Mun ekki hitt heldur, að ævintýri vísindanna sé enn ekki nema byrjunin? Yngvi Jóhannesson. Bréf frá félagsmönnum. Nesk. 30. des. 1938. Góðir félagar! Mér finnst rétt að ég, eins og ýmsir fleiri, láti álit mitt i ljós um starf Máls og menningar og hvaða útgáfur félagið skuli ráð- ast í í náinni framtíð. Ég er liinn ánægðasti með þær bækur, sem félagið hefur látið okkur i té á líðandi ári. Rauðir pennar t. d. sóma sér vel við hlið fyrri binda. — Annars er það ekki ætlun mín að ræða svo mjög um hina stuttu fortíð félagsins. Hún er að vísu glæsileg og táknandi dæmi um það, að samtök þjóðarinnar geta hrund- iö í framkvæmd hlutum, sem flestum virðast óframkvæman- legir. En mér finnst meiru skipta að ræða um framtíðarstarf- ið, ef vera mætti, að það gæti orðið félagsstjórninni til leið- beiningar við val útgáfubóka félagsins. í tímariti félagsins hefur nokkuð verið ritað um bókaval og starfshætti félagsins, og þá einkum í grein Kr. E. A. í öðru tölu- blaði (Framtíðarstarfsemi Máls og menningar) og jafnframt eftir því óskað, að félagsmenn létu uppi álit sitt um þessi mál. Ég er sammála þeirri tillögu greinarhöfundar, að félagið gefi út árlega a. m. k. tvær bækur fagurfræðilegs efnis. Og sú regla, að gefa út bók eftir nýjasta Nobelsverðlaunahöfundinn, er vafa- 14

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.