Tímarit Máls og menningar - 01.03.1939, Page 18
bækur um íslenzk efni, — alfræðirit, mannkynssögu, bókmennta-
sögu o. fl. — Og þegar maður á að ákveða, livað af þessu mað-
ur vill láta sitja á hakanum, kemst maður i stökustu vandræði..
— Við vildum helzt geta fengið þetta allt.
í þriðja tímaritshefti eru birtir bréfkaflar frá nokkrum fé-
lagsmönnum. Láta tveir þeirra í ljós það álit sitt, að heppileg-
ast mundi að láta útgáfu alfræðirits bíða, en ráðast heldur í
íuannkynssögu-útgáfu. — Mér er það vel ljóst, hversu mikið
nauðsynjaverk þar er um að ræða, en ef ég mætti veljá, þá
mundi ég heldur kjósa alfræðiritið. — Mig hefir lengi langað
til að eignast bæði mannkynssögu og alfræðirit, en þó miklu
fremur alfræðirit, þrátt fyrir löngun mína í sögulegan fróðleik..
— Ég lief oft ætlað .að kaupa danska eða norska alfræðibók,.
en mér hefur alltaf reynzt það ofvaxið. En þarna sé ég opn-
ast möguleika á því að eignast ritið, og það meira að segja á
mínu eigin máli. — Alfræðirit er ómissandi hverjum upplýstum
nútimamanni, og vil ég leggja það til, að í útgáfu þess sé ráð-
izt þegar á næsta ári, séu þess nokkur tök. —
Rit Björns Franzsonar hefur ekki borizt hingað enn. — Ég
get því ekki dæmt um það af reynslu, hvort ég óski slíkra rita
sem ákveðins liðs í útgáfustarfseminni, en mér virðist, að slíkur
flokkur mundi verða mjög nauðsynlegur og nytsamur, og gæfí
yfirlit yfir mörg þau svið, þar sem við eigum takmarkaðan
bókakost og þar af leiðandi takmarkaða vitneskju um. Og ég
er búinn að hlakka lengi til að fá þetta vafalaust merka rit. —
En vegna þess þrönga stakks, sem Mál og menning þrátt fyrir
allt verðilr að sníða starfi sinu, vildi ég skjóta því fram, hvort
ekki væri rétt að gefa út slíkt rit annaðhvert ár. — Væri þá
hægt að koma öðrum flokki að jafnhliða, sem einnig kæmi út
annaðhvert ár.
Sú tilhögun, sem ég mundi óska á starfi félagsins á nrestu
árum, er sem næst þessi:
1. Rauðir pennar.
2. Tvö fagurfræðileg rit (ljóð ca. þriðja hvert ár).
3. íslenzk fræðirit annað hvert ár.
4. Rit i líkingu rits Björns Franzsonar annað hvert ár.
5. Alfræðirit.
Með þessu er ráðstafað 5 bókum, og ef miðað er við C bæk-
ur árlega, — en það finnst mér ekki eiga að vera alveg bind-
andi, — er einni bók enn óráðstafað, og er það gott, svo að
unnt sé að uppfylla aðrar bókmenntalegar þarfir að einhverju
16