Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1939, Síða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1939, Síða 19
leyti. — Þar gætu komið til greina bækur um stjórnmál, hag- fræði o. þ. h., eða e.t.v. mannkynssagan, svo að við fengjum bæði hana og alfræðiritið. Tímarit fólagsins ber okkur að þakka. Það er vandað að éfni og frágangi, og getur orðið góð eign, er fram líða stundir, jafn- framt þvi sem það er nauðsynlcgur tengiliður milli sljórnar og félagsmanna viðsvegar um land. — Aðeins vil ég kvarta undan því, að síðasta hefti var i öðru broti en hin fyrri; það er óheppilegt, þvi að vafalaust viljum við margir láta binda ritið, þegar við eigum orðið nokkurt safn af þvi. — Ég vil mæl- ast til þess, að brotinu verði ekki breytt framar.*) Svo ég drepi aðeins á Myndir Kjarvals, þá vil ég geta þess, hvað mig snertir, að ég kann ekki að meta þær. Bókin er samt sem áður hin eigulegasta og vandaðasta, og ég geri ráð fyj'ir, að mörg- um hafi þótt mikill fengur í henni, og er gott eilt um það að segja. Að ég ekki kann að meta hana, kemur sjálfsagt af þvi einu, að ég hef ekki auga fyrir myndlist. — Rauðir pennar verða, er stundir líða og bindunum fjölgar, dýrmætt og eigulegt rit. — Þegar ég var barn, þá hlakkaði ég til jólanna vegna þess, að þá fékk ég ný föt og góðan mat og nóg til að leika mér að. Nú er ég löngu hættur að hlakka til jól- anna, að öðru leyti en því, að i stað nýju fatanna, sem ég átti von á áður, á ég nú von á nýjum Rauðum pennum. Ég lief nú skýrt fyrir ykkur afstöðu mina til þessa máls. Skiljanlega eru óskir félagsmanna margvíslegar, og ekki unnt að taka tillit til þeirra allra i framkvæmdinni. — Við þá fyrir- ætlun að senda félagsmönnum beinar spurningar, vil ég lýsa fylgi mínu. Á þann hátt kenmr vilji þeirra í ljós, svo að stjórn- in fær að vita, hvað henni ber að gera til þess að verða við óskum félagsmanna. Forgöngumenn Máls og menningar eiga þakkir skilið fyrir starf sitt. Kæmi mér ekki á óvart, þótt íslandssagan skipaði þeim á bekk með Fjölnismönnum, — teldi þá Fjölnismenn 20. aldar- innar. — Og þjóðin hefur tekið hugmynd þcirra tveim hönd- um, og hún hefur þegar skilað ríkulegum ávexti, og ef alþýð- *) Þetta er misskilningur. Ritið hefur alltaf verið í sama broti, lesmáissíðurnar jafnstórar, en af einu heftinu var í dá- litlum hluta af upplaginu minna sniðið af spássiunum. Menn geta fengið heftið rétt skorið hjá bókbindara. 17

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.