Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1939, Blaðsíða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1939, Blaðsíða 23
þvi að hingað til hef ég ekki haft tækifæri til að lesa þau, nema þegar ég var í barnaskóla, sá ég Andvökur hjá kennaranum ininum og fékk að skrifa upp úr þeim eitt kvæði, sem heitir „Vikatelpan“; er mér mikil forvitni á að sjá, hvort það kvæði verður ekki í Úrvalsljóðunum .... Guðrún M. Albertsdóttir. Ljótunnarstöðum, 18. febr. 1939. — Ég hlakka mikið til að eignast Úrvalsljóð Stephans G., og er vel, að þið skuluð ætla að gefa þau út i ár. Mér hefur dottið i hug i því sambandi, að Mál og menning ætti að halda áfram með að gefa út úrvalsljóð fleiri islenzkra skálda, eitt bindi á ári — t. d. Einars Bendiktssonar, Þorsteins Erlingssonar, Matthi- asar o. s. frv. Segja má, að kvæði þessara skálda séu viða til — en þó mun það vera víðar, sem þau eru ekki til, þar sen' þau væru velkomin, ef hægt væri að fá þau með viðráðanlegum kjör- um. — Eg vonn, að útgáfustjórnin taki þessa tillögu mína til gaum- gæfilegrar íhugunar. Skúli Guðjónsson. Svör við fyrirspurnum. Það liefur komið fram ósk um það frá félagsmanni, að fram- vegis verji Tímarit Máls og menningar a. m. k. einni hlaðsiðu af rúmi sinu, til að svara fyrirspurnum félagsmanna. Við vilj- um gjarna verða við þessari ósk, og birtum hér á eftir svar við tveimur spurningum frá þessum sama félagsmanni. Tvær spurningar út af Gerska æfintýrinu. Ritstjóri Tímarits Máls og menningar hefur beðið mig að svara tveim spurningum út af Gerska æfintýrinu, úr bréfi frá félagsmanni austanfjalls. Bréfritaranum „virðist það, sem höf. segir um Kænugarð vera um Hólmgarð samkvæmt Heimskringlu. Er jietta ekki svo? Hvar er að finna upplýsingar um Kænugarð i fornum ritum?“ Svar: í hinum fátæklegu landfræðilegu frásögnum íslenzkra fornrita er altítt að Kænugarði og Hólmgarði sé ruglað saman. Hólm- garður er annars hið norræna nafn á Novgorod. Kænugarður er samkvæmt þeim höfundum fornum, er gleggst vita deili á landafræði sami staður og Kief; stundum er með Kænugarði 21

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.