Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1939, Side 25

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1939, Side 25
asta bók hans, íslenzkur aðall, er væntanleg í danskri útgáfu, og hefur Gunnar Gunnarsson, rithöfundur, tekið að sér að þýða bókina. Verður gaman að sjá, hvernig hin sérkennilega list Þór- bergs fellur i smekk Dana. Halldór Kiljan ferðaðist til Danmerkur, Frakklands og Hol- lands og hafði umsjá með útgáfu bóka sinna i þessum löndum. Salka Valka er að koma út á frönsku. Á hollenzku kom hún út 1937 og fékk frábærilega góðar viðtökur hjá öllum ritdómurum og seldist mjög vel. Útgáfan er mjög vönduð og skrautleg, með teikningum úr íslenzku þjóðlífi og íslenzkri náttúru eftir Anton Pieck. I vetur kom út Sjálfstætt fólk. Á dönsku eru bækur Hall- dórs þýddar jafnóðum. Höll sumarlandsins kom út fyrir jólin og fékk bezta dóma af öllum bókum hans. Ýmsir frægustu rit- dómarar Dana, eins og Jörgen Bukdal (Politiken), Kai Friis- Möller (Extrabladet), Paul la Cour (Tilskueren), Hans Brix (B. T.), Ivarl Elfeldt (Berlingske Tidende), Hans Ivirk (Arbejder- hladet) og Julius Bombolt (Social-Demokraten) luku hinu mesta lofsorði á bókina og rithöfundarhæfileika Halldórs. Próf. Hans Brix og Ivai Friis-Möller sögðu m. a., að Höll sumarlandsins væri bezta stáldsagan, sem þýdd hefði verið á dönsku á árinu. — Gerska æfintýrið er verið að þýða á dönsku og norsku. Sjálf- stætt fólk kemur út í Englandi og Ameriku samtímis i haust. Áð- ur er Salka Valka komin út í þessum löndum, og var lnin val- in sem bezta bók mánaðarins af slærsta kvöldhlaði Lundúna, Evening Standard. Ennfremur er Sjálfstætt fólk að koma út á rússnesku. — Þannig hljóta skáldsögur Halldórs hina beztu við- urkenningu, hvar sem þær birtast, og er víða farið að telja hann i röð fremstu rithöfunda, sem nú eru uppi. Er það mikill sómi fyrir ísland, er rithöfundur þjóðarinnar, eins og hann og Gunn- ar Gunnarsson, geta sér svo gott orð erlendis. Dúsundir húsmæðra hafa gefið FREYJU- SUÐUSÚKKULAÐI sín beztu meðmæli. 23

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.