Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.01.2015, Side 8

Fjarðarpósturinn - 08.01.2015, Side 8
8 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2015 Söngur og framkoma - 10 vikur, fyrir 10-12 ára, 13-15 ára, 16 ára og eldri. Einsöngvaranám - 12 vikur, fyrir 16 ára og eldri. Söngleikjanámskeið í mars og apríl. Skráning er á netfangið meiriskoli@meiriskoli.is og í síma 822 0837. Nánari upplýsingar eru á facebookinu okkar “MEiriskóli” og á heimasíðunni www.meiriskoli.is. Ný námskeið hefjast 19. janúar www.meir iskol i . is Kennsla fer fram í Hafnarfirði og Reykjavík Lærðu á röddina lærðu á sjálfan þig   Lilja Guðmundsdóttir er 24 ára Hafnfirðingur sem hefur æft samkvæmisdans hjá Dans­ íþróttafélagi Hafnarfjarðar (DÍH) frá því hún var 8 ára gömul. 17 ára flutti hún til Danmerkur vegna skorts á dansherrum hér á landi og dvaldi þar í 3 ár. Þar kenndi hún Zúmba til að afla sér tekna og er hún flutti svo til Frakklands stofnaði hún og fransk ur dansherra hennar fyrir­ tæki í kringum Zúmba kennslu og voru þau orðin vel þekkt þar er hún flutti þaðan. Hennar markmið voru þó að ná langt í dansi og eftir 2 ár í Frakklandi þar sem hún keppti undir merkjum DÍH hélt hún heim á leið. Höfðu þau náð 5. sæti á Íslandsmóti hér heima en vildi gera enn betur. Nýlega kynntist hún 29 ára dansherra Ricardo Silva, frá Braga í Portúgal. Hann er nú að flytjast hingað til lands og munu þau æfa og keppa saman. Segist Lilja leggja mikla áherslu á að skapa eigið and­ rúmsloft úti á dans gólfinu til að aðgreina þau frá öðrum kepp­ endum en þau keppa í suður­ ame rískum dönsum sem saman­ stendur af 5 dönsum. Dönsuðu þau saman í Portúgal í um hálft ár og kepptu m.a. annars á Milan Open fyrir DÍH þar sem þau urðu í 20. sæti af 80 pörum í sterkri keppni og færðumst þar með 2.000 sætum ofar á heims­ listanum! Munu þau dansa fyrir DÍH og keppa á Íslands meistara­ mótinu núna í lok janúar til að keppa um titilinn. Stefna þau hátt og vilja geta keppt fyrir Íslands hönd á Evrópu­ og heims­ meistaramóti. Lilja stundar nú nám í HÍ í næringarfræði sem hún segir muni nýtast sér vel. Ricardo Silva kemur til lands­ ins á morgun og þau munu þá hefja strangt æfingartímabil. Samhliða því og til að afla sér lífsviðurværis eru þau að byrja með Pílates tíma fyrir fólk á öllum aldri, byrjendur og lengra komna. Hafa þau fengið aðstöðu hjá Listdansskóla Hafnarfjarðar að Bæjarhrauni 2 og hefjast námskeiðin 12. janúar nk. Hafa þau stofnað Lífsstíls­akademíuna og stefna á aukna starfsemi í framtíðinni. Segir Lilja að Pílates sé æfingakerfi sem hjálpi til að auka sveigjanleika, vöðvastyrk og þol í vöðvum líkamans þar sem lögð er áhersla á líkams­ vitund og öndunaræfingar. Hent­ ar Pílates fyrir byrjendur sem lengra komna að sögn Lilju. Nánari upplýsingar má finna á Facebook „Lífsstíls akademían“ og hjá Lilju í síma 822 5633.Lilja Guðmundsdóttir og Ricardo Silva. Keppnisdansarar með Pílates námskeið Þurfti til útlanda eftir dansherra Lilja í ljósara útgáfu! Biskup Íslands hefur skipað sr. Þórhildi Ólafs prófast í Kjalar­ nessprófastsdæmi. Tekur hún við af sr. Gunnari Kristjánssyni á Reynivöllum í Kjós sem gegnt hefur starfinu frá 1997. Þórhildur er fyrsti hafnfirski presturinn til að gegna þessu embætti síðan sr. Garðar Þor­ steinsson gegndi því embætti frá 1954 til 1977 er hann lét af em bætti sem sóknarprestur í Hafn ar fjarðarkirkju. Eiginmaður Þór hildar er sr. Gunnþór Þ. Inga­ son sem tók við sem sóknar prest­ ur í Hafnarfirði af sr. Garðari. Sr. Þórhildur segir í samtali við Fjarðarpóstinn að tilkynningin sem barst henni fyrir helgi hafi komið sér skemmtilega á óvart. Segist hún nú þurfa að setjast vel yfir þær reglur sem gilda um prófast svo hún geti tekist á við þau verkefni sem starfinu fylgja. Hún mun áfram sinna sínu starfi sem prestur í Hafnar­ fjarðarkirkju. Prestar og safn­ aðar formenn tilefna í embættið en biskup Íslands skipar í það. Ekki er gefið upp hverjir aðrir voru tilnefndir. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Telur sig hafa tapað 1,6 milljónum vegna afglapa Byggingarfulltrúi samþykkti án heimildar Gunnar Örn Friðriksson, eigandi Hnoðravalla 24 sendi 7. október sl. embætti byggingar­ fulltrúans í Hafnarfirði stjórn­ sýslukæru þar sem krafist er að reyndarteikning sem samþykkt var af byggingar fulltrúa að beiðni fyrri eigenda, en án aðkomu þinglýsts eiganda, verði felld úr gildi og upphafleg teikning verði samþykkt sem gild. Gunnar keypti fasteignina með afsali 7. júlí 2010 og komu gallar í ljós á fasteigninni og var rekið mál fyrir héraðsdómi vegna þeirra. Þann 30. ágúst 2012 lagði seljandi fram sk. reyndar­ teikningar af regnvatns­ og skolplögnum í jörðu sem fulltrúi byggingarfulltrúa tók á móti og samþykkti án vitundar og samþykkis þinglýsts eiganda. Var umrædd teikning notuð sem sönnunargang í dómsmálinu og segir Gunnar Örn í kærunni að hún hafi orðið til þess að hluti málsins tapaðist. Þar kemur einnig fram að Gunnar telji beint fjárhagstjón hans vegna þessa hafi verið 1.650.000 kr. eins og komi fram í dómsorði og mun Gunnar leita réttar síns eftir hefð­ bundnum leiðum. Segir hann jafnfram í kærunni óþarft að fjölyrða um ábyrgð þess aðila er fremji embættis afglöp sem að framan sé lýst. Beiðni Gunnars um að upp­ runa legur uppdráttur verði látinn gilda var samþykktur á af greiðslu­ fundi skipulags­ og byggingar­     Skriðsundsnámskeið     Næstu  námskeið  hefjast   15.  janúar  í  Sundhöll   Hafnarfjarðar.  Hvert   námskeið  er  8  skipti.     Grunnnámskeið   Þri  og  fim  kl  19:00-­‐19:50     Framhaldsnámskeið   Þri  og  fim  kl  20:00-­‐20:50   ásamt  heimaverkefnum     Upplýsingar  og  skráning   holmsteinn10@gmail.com               fulltrúa 31. des. sl. með skilyrðum að regnvatnslögn yrði lögð eins og upprunalegar teikningar sýna. Sr. Þórhildur Ólafs skipaður prófastur Skrifstofa prófasts flyst í Hafnarfjarðarkirkju

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.