Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.02.2015, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 26.02.2015, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2015 Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fékk sérstaka gjöf í síðustu viku er hann tók á móti hljómsveitinni „Nýdönsk“ er hún kom í opinbera heimsókn á bæjarskrifstofur Hafnarfjarðar. Björn Jörundur Friðbjörnsson hafði orðið fyrir þeim Nýdönsk- um og afhenti Haraldi forlátann fána að gjöf til bæjarbúa. Þessi uppákoma markaði upphafið að Nýdönskum dögum en hljómsveitin gerir víðreist í febrúar- og marsmánuði og heimsækir nokkur bæjarfélög undir yfirskriftinni „Nýdanskir dagar“. Á „Nýdönskum dögum“ verða haldnir tónleikar auk þess sem nemendur tónlistarskólanna kynna sér tónlist hljómsveitar- innar og koma fram á tónleik- unum. Bæjarstjóri þakkaði gjöfina og færði hljómsveitarmeðlimum forláta minniskubb sem er í líki vita - tákni bæjarins. Ekki mun þó vera á honum skemmtiefni eins og upptökur frá bæjar- stjórnar fundum sem kannski hefði verið viðeigandi. Þegar er uppselt á tónleikana á laugardaginn en aukatónleikar verða á morgun, föstudag. Bæjarstjóri fékk „Nýdanskan“ fána Björn Jörundur afhendir bæjarstjóra „Nýdanska“ fánann. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Bæjarstjóri með fánann og nýdanskir með vitana. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Blótað með bros á vör Um 200 gestir auk heimafólks á þorrablóti Hrafnistu Föstudaginn 30. janúar var haldið þorrablót á Hrafnistu í Hafnarfirði við mikinn fögnuð. Örn Árnason var veislustjóri, Jónas Þórir spilaði á píanó og synir Rúnars Júl héldu svo uppi stuðinu á ballinu fram eftir kvöldi. Það var metþátttaka í ár og var gestafjöldinn hátt í 200 manns auk heimilis fólksins. Annríki bauð uppá veglega þjóðbúningasýningu og kynnti mismunandi búninga. Nokkrir gestir mættu í þjóð búningum og upphlut í tilefni dagsins þar á meðal Pétur, for stjóri Hrafnistu- heimilanna. Mikil ánægja var meðal heimilisfólks, gesta og starfsfólks með fögn uðinn enda virkilega skemmtilegt kvöld að öllu leyti, að sögn Guðrúnar Jóhönnu Hallgríms dóttur deild- arstjóra iðjuþjálfunar og félagsstarfs á Hrafnistu. Sirrý Klemenzdóttir ljós- myndari opnaði ljósmyndastofu í Hafnarfirði á síðasta ári. Ljósmyndastofan heitir „Þetta stúdíó“ sem hún stofnaði í Árbænum í Reykjavík árið 2008 en hún hefur starfað sem ljós- myndari síðan 2004. En þegar Sirrý flutti til Hafnarfjarðar fannst henni eðlilegast að flytja ljósmyndastofuna með. „Það var ekkert annað í stöð- unni en að taka ljósmynda stof- una með sér og halda áfram með skemmtileg ljósmynda verkefni. Fréttin spurðist fljótt út og margir kátir Hafnfirðingar ásamt fleira fólki kíktu í fermingar mynda- tökur, barnamyndatökur og fl.“, segir Sirrý sem tekur hressandi myndir af fólki og dýrum og segir alla vera velkomna í mynda töku. Býður hún jafnt upp á passamyndatökur sem brúðar- myndatökur. Þetta stúdíó er að Mosabarði 3 en nánari upplýsingar um myndatökur, verð og fleira má finna á síðunni www.thettastudio. is. Þá er Þetta stúdíó einnig á facebook. Ljósmyndastofan. Flutti ljósmyndastofuna með sér í Hafnarfjörð Þetta stúdíó býður upp á fjölbreytta myndatöku Heimilsdýrin eru vinsæl myndefni með börnunum. Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar Kynning Opið hús verður í kvöld 26. febrúar kl. 20 í félagsheimili SVH að Flatahrauni 29. Sigurður Karlsson ætlar að hafa kynningu á Jónskvísl og Sýrlæk sem er skemmtilegt sjóbirtingssvæði í Skaftafellssýslu. Allir hjartanlega velkomnir og félagar endilega takið með ykkur gesti. Heitt á könnunni. Fræðslu og skemmtinefnd SVH

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.