Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.02.2015, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 26.02.2015, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2015 húsnæði óskast Óska eftir 3ja herbergja íbúð frá 1. mars nk. Uppl. í s. 821 3754. húsnæði í boði Til leigu vel búið lítið atvinnu-, skrifstofu- eða verslunarhúsnæði á Strandgötu. 50 þ. kr. á mán. Uppl. í s. 774 2501 2ja herb. 50 m² íbúð í suðubæ Hafnarfjarðar til leigu strax. Uppl. í s. 693 1325. 3ja herb. íbúð til leigu í Hafnarfirði. Langtímaleiga. Uppl. í s. 697 3629. 3ja herbergja íbúð í Setberginu, neðri sérhæð með palli, allt sér. Til leigu í 6 mánuði frá 5 mars til 5 ágúst 2015. Áhugasamir sendi á s1@simnet.is tapað - fundið Bíllyklar töpuðust á Strandgötu eða Austurtgötu. Upplýsingar í síma 841 2651. þjónusta Tölvuviðgerðir alla daga, kem á staðinn, hagstætt verð. Sími 664 1622 - 587 7291. Tölvuaðstoð og viðgerðir Viðgerðir og kennsla í tölvunotkun. Apple* & Windows. Kem í heimahús. Sími 824 9938 - hjalp@gudnason.is Innréttingasmíði, viðgerðir, almenn smíði og viðgerð á húsgögnum. Trésmíðaverkstæði Gylfa ehf. sími 897 7947. Bílaþrif. Kem og sæki. Nú er rétti tíminn til að bóna bílinn fyrir veturinn. Úrvals efni. Hagstætt verð. Uppl. í s. 845 2100. Ódýr húsgagnahreinsun - einnig leðurhreinsun. Djúphreinsun hægindastóla, sófasett, rúmdýnur og teppi. Hreinsum í höndum leðuráklæði. Komum heim til fólks og hreinsum. Sími 780 8319. smáauglýsingar aug l y s i n gar@f jardarpos t u r i n n . i s s ím i 5 6 5 3 0 6 6 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r. m . v . h v e r 1 5 0 s l ö g . M y n d b i r t i n g 7 5 0 k r. Ta pað - f u n d i ð o g Ge f i n s : FR Í TT R e k s t r a r a ð i l a r : F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r ! www.fjardarposturinn.is Loftnet - netsjónvarp Viðgerðir og uppsetning á loftnetum, diskum, síma- og tölvulögnum, ADSL/ljósleiðurum, flatskjám og heimabíóum. Húsbílar - hjólhýsi! Loftnetstaekni.is sími 894 2460 Dags daglega verða bæjarbúar í Hafnarfirði ekki mikið varir við starf rótarýklúbbanna í Hafnar- firði. Þeir eru tveir rótarý klúbb- arnir í bænum, Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar sem á næsta ári fagnar 70 ára afmæli, með 74 félaga og Rótarýklúbburinn Straum ur sem er 18 ára gamall klúbbur með 36 félaga. En alls eru 30 rótarýklúbbar á landinu með tæplega 1.300 félögum. Fulltrúar starfsgreina Rótarýfundir eru vikulega og félagarnir eru fulltrúar starfs- greina sinna. Það eru rótarý- félagarnir sjálfir sem geta stungið upp á nýjum félögum en ætlast er til að félagar séu virkir og mæti vel á fundi. Fundirnir er að jafnaði miklir fróðleiksfundir þegar fengnir eru fyrirlesarar til að kynna hin ólíklegustu málefni og oft skapast góð umræða. Þjónusta ofar eigin hag Hjálparstarf Rótarý er mikið enda eru einkunnarorð hreyfing- ar innar „Þjónustu ofar eigin hag“ og lang stærsta verkefni Rótarý er baráttan gegn lömunarveiki, en hreyfingin hefur sett gífurlega fjármuni og vinnu í það verkefni en nú loks er að sjá fyrir endann á þessum skæða sjúkdómi. Í Hafnarfirði vöktu rótarýfélagar athygli í miðbænum árið 1954 er þar sáust broddborgarar bæjarins í moldarverkum en klúbburinn gerði grasflöt sunnan apóteksins og kom þar fyrir líkani af kútter Surprise. Útsýnisskífan á Ásfjalli var sett upp af rótarýfélögum og það var að frumkvæði Rótarý- klúbbs Hafnarfjarðar sem hús Bjarna riddara, Sívertsenshúsið var gert upp. Báðir klúbbarnir veita viðurkenningar árlega, Rótarý klúbbur Hafnarfjarðar til skólanemenda og Straumur veitir árlega hvatningarverðlaun. Nánar má kynnast starfi Rótarý á www.rotary.is og á Facebook Rótarýdagurinn Á laugardaginn er Rótarý- dagurinn haldinn víða um landið og sameinast klúbbarnir í Hafn- ar firði um dagskrá kl. 13-15. Rótarýfélagar munu kynna starfið fyrir gestum og gangandi í Firði og bjóða upp á konfekt- mola. „Stjáni blái“ og uppgerð húss Bjarna riddara Boðið verður upp á fyrirlestra í Sívertsenshúsinu, þar sem Björn Pétursson bæjarminjavörður mun segja frá húsinu og endur- byggingu þess. Þá mun Eyjólfur Sæmundsson flytja erindi um Örn Arnarson skáld. Vök, I need pills to sleep og Íris Lóa á fríum tónleikum Í Bæjarbíói verða glæsilegir tónleikar sem höfða til unglinga en þar munu hljómsveitirnar Vök, I need pills to sleep og Íris Lóa koma fram. Rótarýfélagar og skiptinemar munu einnig kynna ungmennastarf Rótarý. Frítt er inn á tónleikana sem haldnir eru í góðu samstarfi við Bæjarbíó. Skógrækt við Klifsholt v/Kaldárselsveg. Rótarýfélagar upplýsa um starfið á laugardaginn Fríir unglingatónleikar í Bæjarbíó og fyrirlestrar í Sívertsenshúsinu Rótarýfélagar settu upp og gáfu Hafnarfjarðarbæ þrjú skilti með gönguleiðum um upplandið. Eitt skiltið er á Strandstígnum við Strandgötu, annað við Hvaleyrarvatn og það þriðja við Kaldárbotna. Lj ós m .: K ris tja na Þ ór dí s Á sg ei rs dó tti r Albert J. Kristinsson var nýlega heiðraður fyrir 50 ár í Rótarýklúbbi Hafnarfjaðrar. Jón Bergsson var nýlega gerður heiðursfélagi í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar. Rótarýklúbburinn Straumur veitir árlega hvatningarverðlaun, en hér afhendir Þór Haraldsson Björgunarsveit Hafnarfjarðar Hvatningarverðlaun Straums árið 2010. Sungið er í upphafi rótarýfunda hjá fjölmörgum rótarýklúbbum. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Aðgangur 8 - 22 alla daga ársins 564-6500 - Steinhellu 15 Geymsla frá 1 til 17 m² www.geymslaeitt.is geymsla eitt

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.