Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.02.2015, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 26.02.2015, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2015 Um 250 keppendur voru á Meistaramóti Íslands 15-22 ára í frjálsum íþróttum sem haldið var í Laugardagshöll um helgina, þar á meðal flest okkar besta keppn- is fólk í þessum aldursflokkum. Stigakeppni aldurshópa FH sigraði í heildarstiga- keppn inni í fyrsta sinn í 12 ár og er það greinilegt merki um upp- gang hjá frjálsíþróttadeildinni með tilkomu nýja frjálsíþrótta- hússins. ÍR var með 2ja stiga forystu á FH eftir fyrri daginn en þegar upp var staðið sigraði FH með 370,5 stigum en ÍR varð í öðru sæti með 361,5 stig, UMFA varð í 3. sæti með 197,5 stig og Breiðablik varð í því 4. með 194,5 stig. Stóðu þessi fjögur upp úr en alls sendu 17 félög keppendur á mótið. Þórdís Eva sigursæl Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH var sigursælust á mótinu með 8 Íslandsmeistaratitla og lang flest stig en alls urðu Íslands meistara- titlar FH 33: Þórdís Eva Steinsdóttir (15): Hástökk, langstökk, þrístökk, 200 m, 400 m og 800 m hlaup, 60 m grindarhlaup og 4x200 m boðhlaup. Guðbjörg Bjarkadóttir (16): 60 m, 200 m, 400 m hlaup og 4x200 m boðhlaup. Melkorka Rán Hafliðadóttir (18): 60 m, 200 m og 400 m hlaup og 4x200 m boðhlaup. Unga frjálsíþróttafólkið í FH var að vonum hæstánægt með árangurinn. Piltar 15 ára UMFA 60 FH 38 HSK/Selfoss 37,5 Piltar 16-17 ára FH 56 ÍR 32,5 Ármann 30,5 Piltar 18-19 ára Breiðablik 57,0 FH 50 Ármann 48 Piltar 20-22 ára ÍR 65 Breiðablik 38 UMFA 30 FH 20 Stúlkur 15 ára FH 109,5 ÍR 47 Breiðablik 22 Stúlkur 16-17 Breiðablik 50,5 ÍR 49 FH 42 Stúlkur 18-19 ÍR 52 FH 41 UMFA 37,5 Stúlkur 20-22 ÍR 57 Fjölnir 24 UMFA 17 FH 14 Kormákur Ari Hafliðason (18): 200 m og 400 m hlaup og 60 m grindarhlaup. Dagur Andri Einarsson (17): 60 m og 200 m hlaup. Daníel Einar Hauksson (17): 800 m og 1.500 m hlaup. Hilda Steinunn Egilsdóttir (17): Stangarstökk og 4x200 m boðhlaup. Andrea Torfadóttir (19): 4x200 m boðhlaup. Arnaldur Þór Guðmundsson (17): 400 m hlaup. Fannar Óli Friðleifsson (17): 3.000 m hlaup. Hilmar Örn Jónsson (19): Kúluvarp. Mist Tinganelli (15): 4x200 m boðhlaup. Svala Sverrisdóttir (15): 4x200 m boðhlaup. Theodóra Haraldsdóttir (15): 4x200 m boðhlaup. FH sigraði eftir 12 ára bið Unga fólkið geysilega efnilegt í frjálsum íþróttum Þórdís Eva Steinsdóttir varð áttfaldur Íslandsmeistari. Dalshrauni 24 • 220 Hafnarfir›i Sími 555 4855 • steinmark@steinmark.is Hafðu samband í síma 555 4855 eða á steinmark@steinmark.is Hönnun og prentun á fermingarkorti, umslag fylgir með á 195 kr. stk.* Fermingarkort *miðað við að tekin séu 20 stk. eða . Einnig er hægt að hanna kort með þinni eigin mynd og hugmynd Lítil vímuefnaneysla meðal ungmenna Megum ekki sofa á verðinum þrátt fyrir lágar tölur í Hafnarfirði Í könnun sem var framkvæmd árið 2014 af Rannsóknum og greiningu fyrir Hafnarfjarðarbæ komu hafnfirsk ungmenni vel út. Spurt var m.a. út í reykingar, notkun munntóbaks, neftóbaks og áfengis. Þetta eru lágar tölur sem við sjáum og tel ég að þær megi meðal annars reka til samveru barna með foreldrum sínu og þátttöku ung- menna í skipulögðu íþrótta- og tómstunda- starfi. En þessa tvo þættir tel ég vera sterk- ustu forvarnirnar gegn vímu- efnum. Ef við skoðum tölur yfir samveru barna með foreldrum sínum um helgar kemur í ljós að 76% stráka í 8. bekk eyddu tíma með foreldrum sínum um helgar í 9. bekk voru það 74% og 10. bekk 53%. Svipaðar tölur voru hjá stelpunum eða 74% stelpna í 8. bekk 69% í, 9. bekk og 60% í 10. bekk. Hér erum við að sjá hátt hlutfall barna sem eyða miklum tíma með foreldrum sín um um helgar, ég tel þennan tíma vera gríðarlega mikilvægan. Það er mikilvægt að foreldrar viti hvar börnin sín eru og hvað þau eru að gera, og ekki síst með hverjum þau eru. Förum yfir í tölurnar um þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstunda- starf barna. Hlutfall stelpna og stráka í 9. og 10. bekk sem segjast stunda íþróttir fjórum sinnum í viku eða oftar eru hjá strákum 53% og hjá stelpum 46% Tölurnar yfir skipulagt tómstundastarf voru svipaðar. Hlutfall stelpna og stráka í 9. og 10. bekk sem sögðust taka þátt í skipu- lögðu tómstundastarfi viku lega eða oftar eru hjá bæði strákum og stelpum 45%. Þegar börn stunda skipulagt íþrótta og tóm- stundastarf eru þau í kringum þjálfara og tómstunda leið bein- endur sem eru góðar fyrirmyndir fyrir þau, sem hefur jákvæð og styrkjandi áhrif á sjálfsmyndir þeirra. En eitt af megin verk- efnum á unglings árum er að þróa persónulega sjálfs mynd sína. Sjálfsmynd ungl inga mótast mest í samskipt um við aðra, og endurspeglast hún í því hvað unglingar telja að félögum sínum finnist um sig. Á þessum tíma er mjög mikilvægt fyrir unglinga að tilheyra og vera partur af einhverjum hópi þar sem hver hefur sitt hlutverk. Ungmenni með sterkar sjálf smyndir eru líklegri til að segja nei þegar kemur að pressu frá félögunum að prófa vímuefni. Þó svo að þessar tölur séu lágar þýðir það ekki að við megum sofna á verðinum. Við þurfum að halda áfram að gera það sem við höfum verið að gera til þess að reyna að gera enn betur fyrir komandi kynslóðir. Stuðla að enn frekari iðkun í Auður Halldórsdóttir skipulögðu íþróttar og tóm- stunda starfi sem þarf að vera sífellt að þróa í takt við sam- félagið hverju sinni. Þetta í bland við góðar forvarnir er rétta áttin að vímulausri æsku. Höfundur er nemi í tóm­ stunda­ og félagsmálafræði og starfsmaður félagsmið­ stöðvarinnar Ássins. Lítil ví uefn neysla m ð l un menna í Hafnarfirði Í könnun sem var framkvæmd árið 2014 af Rannsóknum og greiningu fyrir Hafnarfjarðarbæ komu hafnfirsk ungmenni vel út. Spurt var m.a. út í reykingar, notkun munntóbaks, neftóbaks og áfengis. Hlutfall nemenda sem notað hefur vímuefni: Bekkur: Daglegar reykingar Muntóbak sl. 30 daga Neftóbak sl. 30 daga Ölvun sl. 30 daga 10. bekkur 3% 4% 4% 6% 9. bekkur 1% 1% 2% 2% 8. bekkur 1% 2% 3% 3% Þetta eru lágar tölur sem við sjáum og tel ég að þær megi meðal annars reka til samveru barna með foreldrum sínu og þátttöku ungmenna í skipulögðu íþrótta og tómstundastafi. En þessa tvo þættir tel ég vera sterkustu forvarnirnar gegn vímuefnum. Ef við skoðum tölur yfir samverur barna með foreldrum sínum um helgar kemur í ljós að 76% stráka í 8. bekk eyddu tíma með foreldrum sínum um helgar í 9. bekk voru það 74% og 10. bekk 53%. Svipaðar tölur voru hjá stelpunum eða 74% stelpna í 8. bekk 69% í, 9. bekk og 60% í 10. bekk. Hér erum við að sjá hátt hlutfall barna sem eyða miklum tíma með foreldum sínum um helgar, ég tel þenna tíma vera gríðalega mikilvægan. Það er mikilvægt að foreldrar viti hvar börnin sín eru og hvað þau eru að gera, og ekki sýst með hverjum þau eru. Förum yfir í tölurnar um þátttöku í skipulögðu íþrótta og tómstundarstarf barna. Hlutfall stelpna og stráka í 9. og 10. bekk sem segjast stunda íþróttir fjórum sinnum í viku eða oftar eru hjá strákum 53% og hjá stelpum 46% Tölurnar yfir skipulagt tómstundastarf voru svipaðar. Hlutfall stelpna og stráka í 9. og 10. bekk sem sögðust taka þátt í skipulögðu tómstundarstafi vikulega eða oftar eru hjá bæði strákum og stelpum 45%. Þegar börn stunda skipulagt íþrótta og tómstundarstarf eru þau í kringum þjálfara og tómstundaleiðbeinendur sem eru góðar fyrirmyndir fyrir þau, sem hefur jákvæð og styrkjandi áhrif á sjálfsmyndir þeirra. En eitt af megin verkefnum á unglingsárum er að þróa persónulega sjálfsmynd sína. Sjálfmynd unglinga mótast mest í samskiptum við aðra, og endurspeglast hún í því hvað unglingar telja að félögum sínum finnist um sig. Á þessum tíma er mjög mikilvægt fyrir unglinga að tilheyra og vera partur af einhverjum hópi þar sem hver hefur sitt hlutverk. Ungmenni með sterkar sjálfmyndir eru líklegri til að segja nei þegar kemur að pressu frá félögunum að prófa vímuefni. Þó svo að þessar tölur séu lágar þýðir það ekki að við megum sofna á verðinum. Við þurf m að halda áf am að gera það sem við höfum verið að gera til þess að reyna að gera enn betur fyrir kom ndi kynslóðir. Stuðla að enn frekari iðkun í skipulögðu íþróttar og tómstundarstafi sem þarf að vera sýfellt að þróa í takt við samfélagið hverju sinni. Þetta í bland við góðar forvarnir er rétta áttin að vímulausri æsku. Höfundur er nemi í tómstunda- og félagsmálafræði og starfsmaður félagsmiðstöðvarinnar Ássins. Í knattspyrnuliði Hauka, efri röð frá vinstri: Jón Pálmason, Guðvarður Elíasson, Kjartan Elíasson, Friðþjófur Sigurðsson, Þorleifur Jónsson, Jóhannes Sævar Magnússon og Benedikt Sigurðsson. Lengst til vinstri í neðri röð er Sigurbjörn Þórðarson, ?, Magnús Gunnarsson, ? og t.h. er Kristján Andrésson. Þekkir þú þá sem vantar nafn við?

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.