Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.02.2015, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 26.02.2015, Blaðsíða 9
www.fjardarposturinn.is 9FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2015 Fræðsluráð Hafnarfjarðar hefur samþykkt að efna til sam- starfs við leik- og grunnskólana í bænum um nýtt þróunarverkefni sem beinist að því að bæta náms- árangur í öllum skólum bæjarins. Áhersla á íslensku og stærðfræði Þróunarverkefnið er til tveggja ára og með því á að efla læsi, virkni og námsáhuga á öllum námssviðum og námsgreinum, með sérstakri áherslu á íslensku og stærðfræði. Í bókun fræðsluráðs segir að það sé stefna og markmið fræðslu yfirvalda í Hafnarfirði að hafn firskir nemendur standi a.m.k. jafnfætis nemendum ná granna sveitarfélaga í náms- árangri og að þetta verkefni sé mikilvægt skref í þá átt. Hafa verið undir landsmeðaltali ,,Skólar Hafnarfjarðar hafa undanfarin 5-6 ár verið undir lands meðaltali í samræmdum könnunarprófum og talsvert undir meðaltali annarra sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu. Það er eitthvað sem við sættum okkur ekki lengur við og leggjum mikla áherslu á að snúa við,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir for- maður fræðsluráðs Hafnarfjarðar. Í tilkynningu frá Hafnarfjarðar- bæ segir að á þessu skólaári hafi verið í gangi metnaðarfullt læsisverkefni sem gangi út á að auka lestrarfærni og lesskilning í leik- og grunnskólum bæjarins. Hinu nýja verkefni er einnig ætlað að því að efla læsi og bæta námsárangur með sérstaka áherslu á íslensku og stærðfræði og munu þessi verkefni því styðja við hvort annað. Fræðsluyfirvöld leggja áherslu á innviði skólastarfs og auk þessara verkefni verður 120 milljón um króna varið til ýmissa þró unarverkefna á yfirstandandi fjárhagsári. Þarf að komast að því hvað þarf að gera „Við höfum allt til alls hér í Hafnarfirði til að verða í fararbroddi, frábært starfsfólk, skóla og nemendur og það þarf að komast að því hvað þarf að gera til að námsárangur verði betri og bregðast strax við með því að láta verkin tala,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir formaður fræðsluráðs. Verkið Heili, hjarta, typpi var sýnt síðasta haust og fékk góðar viðtökur áhorfenda og gagn- rýnenda. Þetta er sprenghlægilegt leikrit um þrjá mjög ólíka handritshöfunda í tilvistar- kreppu. Hvað gerist þegar sjálf- titlaður stórsnillingur, hjart- næmur unglingur og graðnagli reyna að vinna saman? Að því má komast í Gaflaraleikhúsinu á morgun. Starfsemi framtíðardeildar Gaflaraleik hússins hefur farið af stað með miklum krafti í vetur með sýningum á Heila Hjarta Typpi og Konubörnum og er framtíðardeildin án efa komin til með að vera. í Laugardalshöll NÚ FYLLUM VIÐ HÖLLINA AF HAUKAFÓLKI! Miðaverð er kr. 1.500 á hvorn leik fyrir 16 ára og eldri, en kr. 500 fyrir börn 6-15 ára. Þeir sem kaupa miða á báða leikina í einu fá miðana á kr. 2.500 og börn fá einnig miðana á kr. 500, séu þeir keyptir samtímis á báða leiki. Forsala miða á Ásvöllum alla daga fram að leikjunum. Fim. 26.feb.2015 ÍBV - Grótta kl. 20:00 Final Four Helgin í Bikarnum 26 feb.-1.mars Fös. 27.feb.2015 kl. 20:00 kl. 17:15 Fim. 26.feb.2015 Fös. 27.feb.2015 Valur - FH kl. 17.15 Lau. 28.feb.2015 Úrslitaleikur kvenna kl. 13.30 Lau. 28.feb.2015 Úrslitaleikur karla kl.16.00 Aðrir leikir: Bæði Haukaliðin í Final Four Haukar eru flottir og nú mætum við öll í rauðu og styðjum vel við bakið á okkar fólki.- ÁFRAM HAUKAR! ÖLL SALA Á ÁSVÖLLUM RENNUR BEINT TIL HAUKA! Markmiðið að bæta námsárangur 120 milljónum kr. varið til ýmissa þróunarverkefna í fræðslumálum Átak hefur verið gert í að auka lestraráhuga m.a. í Öldutúnsskóla. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Heili Hjarta Typpi aftur á svið Gaflaraleikhúsið sýnir þetta vinsæla leikrit á morgun

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.