Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.02.2015, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 26.02.2015, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2015 Ég hef lesið margan reyfarann í gegnum tíðina. Þeir hafa verið misgóðir en nær alltaf snýst sagan um glæp sem lesandinn er upp- lýstur um. Sagan um hafnarstarfs- manninn og áætlaða áminningu hans vegna fundar sem átti ekki að hafa verið haldinn er einn besti reyfari sem ekki hefur verið gefinn út. En spennan í þessum reyfara er all sérstök þar sem hún snýst um að finna glæpinn. Glæpurinn sem leitað er að hefur kannski aldrei verið framinn en í stað þess virðist augljósasti glæpurinn vera í stjórnsýslu Hafnarfjarðarbæjar. Að starfsmaður upplýsi samstarfsmenn sína um að hafa verið boðaður á fund þar sem spurt hafi verið m.a. út í yfirmann hans telst varla glæpur. Ekki einu sinni þó starfsmaðurinn hefði ímyndað sér það eða hreinlega skáldað það upp. Glæpur þarf að hafa þolanda og hann hefur ekki fundist í málinu og í raun þess vegna virðist stjórnsýslan að hafa farið yfir um þegar formaður hafnarstjórnar ætlaði að ávíta manninn. Þarna varð kannski fyrsti glæpurinn til þegar pólitískt valinn formaður hafnarstjórnar grípur fram í fyrir ráðnum yfirmanni mannsins og hefur áminningarferil í andstöðu við yfirmanninn! Þetta gengi alla vega ekki í hlutafélagi. Enginn virðist hafa heldur komist til botns í því hver tilgangurinn með áminningarferlinum er. Enginn hefur heldur upplýst um tilefni sem starfsmaðurinn ætti að hafa til að segja ósatt um fundinn og fullyrt er að við skoðun á rekstri bæjarins hafi fleiri almennir starfsmenn verið spurðir um sína yfirmenn. Þó svo ekki sé að finna neinn aðalglæp í þessum reyfara er mörgum spurningum ósvarað sem eflaust kitlar áhugafólk um góða reyfara. Af hverju ætti maðurinn að segja ósatt? Af hverju er verið að fela það að fundur hafi verið haldinn? Af hverju tekur formaður hafnarstjórnar upp á því að ætla að áminna starfsmann- inn? Eru einhverjir sem eru að fjarstýra formanninum? Hvaða ráðgjöf veitti lögmaður Sambands sveitarfélaga meirihluta hafnarstjórnar? Taldi hann eðlilegt að hafnarstjórn tæki fram fyrir hendurnar á hafnarstjóra? Málið er ekkert búið eins og lýst hefur verið yfir og bæjarbúar eiga heimtingu á að fá að vita hvað liggur þarna á bak við. Stjórn Hafnarfjarðarhafnar er rúin trausti og stórt spurningarmerki er sett við þátt bæjarstjóra í málinu sem sat fund hafnarstjórnar þegar málið var tekið fyrir og hann var líka í ráðhúsinu þegar meintur fundur átti að vera haldinn. Hér þarf upplýsingar. Bæjarstjóri hefur látið leita eftir því hvort einhver hjá Hafnarfjarðarbæ hafi hringt og boðað fundinn en hvað með 3R-Ráðgjöf eða einhvern á þeirra vegum? Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn Sunnudagurinn 1. mars Æskulýðsguðsþjónusta kl. 11 Fermingarbörn taka virkan þátt í stundinni. Sunnudagaskólinn verður einnig með. Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju syngur. Kaffi, djús og kex í safnaðarheimilinu á eftir. Miðvikudagar Morgunmessa kl. 8.15 Léttur morgunverður á eftir. www.hafnarfjardarkirkja.is. HAFNARFJARÐARKIRKJA 1914 - 2014 Sunnudagurinn 1. mars Sunnudagaskóli kl. 11 Alltaf sama fjörið þar. Fróðleg og skemmtileg samvera fyrir alla fjölskylduna. Kvöldmessa kl. 20 Kór og hljómsveit kirkjunnar leiða sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar. Fylgist með okkur á www.frikirkja.is 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Sunnudaginn 1. mars Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar Krúttmessa kl. 11 Allir hópar barnastarfsins sameinast í barnamessu. Gospelmessa kl. 20 í Haukaheimlinu Kór kirkjunnar syngur við undirleik húsbandsins. Bryndís Svavarsdóttir flytur hugleiðingu, Bæna- og fyrirbænastundir á fimmtudögum kl. 11. www.astjarnarkirkja.is Víðistaðakirkja Sunnudaginn 1. mars Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar Æskulýðsmessa kl. 11 Regína Ósk og barnakór kirkjunnar flytja tónlist. Krakkarnir í barna- og æskulýðsstarfinu verða í aðalhlutverki. Kaffi og djús á eftir. www.vidistadakirkja.is Framkvæmdasjóður aldraðra ekki til að greiða rekstur Stjórn Landssambands eldri borgara samþykkti nýlega ályktun þar sem því er mótmælt harðlega að fjármagn Framkvæmdasjóðs aldraðra verði notað til þess að greiða rekstur hjúkrunarheimila. Segir í ályktuninni að aðalmarkmið sjóðsins sé að stuðla að fjölgun hjúkrunarheimila. „Neyðarástand er að skapast vegna vöntunar á hjúkrunarrýmum, á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og víðar á landinu. Ástandið á enn eftir að versna ef ekkert er að gert, þar sem áætlanir gera ráð fyrir mikilli fjölgun þeirra sem verða að leita eftir þjónustu og geta ekki bjargað sér lengur heima hjá sér vegna veikinda. Samfélagið allt verður að bregðast við vandanum nú þegar með gerð áætlunar um fjölgun hjúkrunarrýma til að mæta áætlaðri þörf á næstu árum. Brýnt er að sveitarfélög og ríki standi saman að gerð slíkrar áætlunar ásamt Landssambandi eldri borgara,“ segir í ályktun stjórnar Landssambands eldri borgara. Söngglaðir eldri borgarar. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.