Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.02.2015, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 26.02.2015, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2015 Það svífa töfrar yfir vötnum í Hafnarfirði. Bærinn hefur þenn- an x-factor, svo undirrituð vísi í vinsælt sjónvarpsefni. Kannski er það bara rithöfund- urinn í mér, en þegar ég fæ mér göngutúr við Kaldárselsréttina get ég heyrt í göngumönnum. Ég get séð hermennina í skotgröfunum á Hval- eyrinni og heyrt berg- mál ið í verkamönnum leggja atvinnubóta veg- inn. Það er engin tilvilj- un að sögusviðið í skáld sögum mínum er oftar en ekki Hafnarfjörður. Hafnarfjörður er sannarlega ríkur af merkum menningar- minjum. Í framtíðinni munu þess ar minjar verða okkur enn verðmætari. Ekki bara sem að dráttar afl fyrir ferðamenn held ur eru þær einnig tenging okkar við söguna og forvera okkar sem byggðu þennan bæ. Þær hafa gríðarlegt gildi fyrir mannlíf og ásýnd bæjarfélagsins. Til þess að svo geti orðið um ókomna tíð þá verðum við að leggja meira á okkur til að vernda, viðhalda og bæta þennan menningararf. Það hefur hrunið mikið úr Kaldársselsréttinni á undan förnum árum. Mikið af stein- brot unum hefur horfið með tímanum. Gamla tré vatnspípan sem fyrir aðeins nokkrum árum lá enn á sínum stað í Lækjarbotnum hefur brotnað og unnin voru á henni skemmdar- verk einhvern tímann síðasta sumar og farið er að sjá verulega á gömlu stríðsminjunum á Hvaleyrinni. Einnig er verulegur skortur á merkingum við margar af þessu gömlu minj um. Farið var af stað fyrir nokkrum árum í að setja upp nokkur skilti við minjar og sögulega staði í bæn um, en ekki hefur fengist fjármagn til þess að halda þeirri vinnu áfram. Það er t.d. ekk ert skilti eða merk ing ar við gömlu réttina í Kald árseli eða við stríðsminjarnar á Hval- eyrinni. Og í Lækjarbotnum, þó svo að þar sé lítið skilti um vatns veituna, þá var ekkert merki sem sagði krökkum sem ég sá eitt sumarið að ,,brúin“ sem þau voru að leika sér að labba yfir voru merkar menningar- minj ar sem bar að virða og vernda. Mig langar til þess að hvetja okkur Hafnfirðinga til þess að sammælast um að stíga skrefi lengra í verndun og viðhaldi á menn ingarminjum. Ég vil sjá að sett verði sérstakt fjármagn í sérhæft viðhald á þeim minjum sem liggja undir skemmdum og í átak í merkingum á þessum minjum. Við þurfum að fara í allsherjar stefnumótun varðandi það hvernig á að viðhalda og varðveita þessar minjar til að tryggja að rétt sé staðið að málum og að nægt fjármagn fáist til þess að fylgja svo eftir þeirri stefnu. Hér langar mig að nefna Brunnstíg sem dæmi um stað þar sem vel hefur verið staðið að merkingum á menningarminjum. Grunnurinn af gamla brunninum er vel sýnilegur þar sem hann er inni á bílastæði og við hlið hans er skilti sem segir okkur allt um hvaða minjar þetta eru. Þessa dagana er golfklúbburinn Keilir að fara í allsherjar upp- byggingu á golfvellinum. Þetta er verkefni sem mikill sómi er að og hafa þeir meðal annars fengið til liðs við sig arkitektastofu sem sérhæfir sig í hönnun á við- kvæm um svæðum þar sem er að finna fornminjar og önnur menn- ingarverðmæti og eiga þeir hrós skilið fyrir það. Mér þætti tilvalið að bærinn notaði tækifærið, nú þegar þeir fara í þessa framkvæmd, og færi í sérstakt viðhald á þeim minjum sem eru á Hvaleyrinni, merkti þær og jafnvel afmarkaði leið að þessum minjum, svo Hafnfirð- ingar þurfi ekki að ganga beint í gegnum golfvöllinn til þess að njóta þeirra. Stríðsminjarnar á Hvaleyri falla enn ekki undir lög um minjavörslu, þar sem þær eru enn of ungar, en bærinn gæti t.d óskað eftir því sérstaklega að þessar minjar verði friðaðar. Slíkar aðgerðir myndu enn frem- ur auka verðmæti þessa svæðis og aðdráttarafl, jafnt fyrir ferðamenn sem og Hafnfirðinga sjálfa. Höfundur er varabæjar full­ trúi (S) og fulltrúi í umhverf­ is­ og framkvæmdaráði. Eyrún Ósk Jónsdóttir Minjar í Hafnarfirði Aðalsafnaðarfundur í Hafnarfjarðarsókn 8. mars 2015 Aðalsafnaðarfundur í Hafnarfjarðarsókn verður haldinn 8. mars 2015 strax að lokinni messu (sem hefst kl. 11) í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Sóknarnefnd Hafnarfjarðarkirkju www.hafnarfjardarkirkja.is. Kynntar verða hugmyndir Löðurs að breyttu útliti og aðkomu að þvottastöð á lóð nr. 54 við Reykjavíkurveg. Fundurinn verður í Hafnarborg fimmtudaginn 26. febrúar kl. 17.00. Skipulags- og byggingarsvið REYKJAVÍKURVEGUR 54 KYNNINGARFUNDUR bæjarblað Hafnfirðinga vettvangur fyrir skoðanaskipti bæjarbúa www.fjardarposturinn.is Fé úr HS-veitum notað til að greiða niður skuldir Eigið fé HS-veitna fært niður Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum sl. miðvikudag tillögu hluthafa- fundar HS Veitna um að HS-Veitur keyptu eigin hluta- bréf af hluthöfum í samræmi sam þykkt hluthafafundar 19. janúar 2015. Með þessu er félagið að lækka eigið fé sem fer til útgreiðslu til eigenda. Hlutur Hafnarfjarðarbær minnk ar ekki við þetta enda fer eng inn með atkvæði í krafti eigin hlutabréfa hlutafélags. Bæjarstjórn samþykkti ein- róma einnig að upphæðin, um 300 milljónir króna, verði notuð til að greiða niður höfuðstól langtímalána hjá sveitarfélag- inu. Fjármálastjóra og bæjarstjóra var falið að skoða hvernig þessi fjárhæð nýtist best með tilliti til vaxtakostnaðar og uppgreiðslu- gjalda sem eru mismunandi á lánaskuldbindingum sveitar- félags ins og gera tillögu til bæj- ar ráðs um ráðstöfum fjár hæðar- innar.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.