Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.02.2015, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 26.02.2015, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2015 Stofnað 1982 Dalshrauni 24 • Sími 555 4855 steinmark@steinmark.is Reikningar • Nafnspjöld Umslög • Bæklingar Fréttabréf Bréfsefni Og fleira styrkir barna- og unglingastarf SH Sundstund gefur gull í mund Stofnuð 1983 EIGN VIKUNNAR Smárahvammur 15. Glæsileg efri sérhæð, eign í sérflokki. v. 41,5 millj. Skátafélagið Hraunbúar fagnaði 90 ára afmæli sínu 22. febrúar sl. með afmælishátíð í Hraunbyrgi. Þar voru margir góð ir gestir, ungir sem aldnir og fögnuðu með hinu síunga skáta- félagi. Sýndar voru kvikmyndir sem Eiríkur Jóhannesson, sem margir muna eftir frá St. Jósefsspítala, tók og nýverið hafa verið færðar yfir á stafrænt form. Skátakórinn söng og dagskrá var í skátaheim- ilinu. Bæjarstjóri, Haraldur L. Haraldsson flutti góðar kveðjur frá Hafnar fjarðar bæ og færði félaginu forláta myndavél til nota í skátastarfinu. Eldri skátar; skátagildin í Hafnarfirði, Skáta- kórinn og Hraunbúasjóðurinn færðu félaginu veglega gjöf, nýja fullkomna lýsingu í salinn og skátahöfðingi fagnaði tíma- mótunum og færði félaginu stórt Íslandskort að gjöf. Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Gríms- son, aðlagaði stífa dagskrá sína til að fagna með skátunum en forsetinn lagði einmitt horn- steininn að Hraunbyrgi. Ávarp- aði hann gesti og rifjaði að sjálf- sögðu upp brot úr sínu skátastarfi á Ísafirði. Sýning var á gömlum myndum og skátaminjum en sameiginleg minjanefnd Hraunbúa og St. Georgsgildisins hafði komið upp glæsilegri sýningu. Boðið var upp á kakó að skáta- sið og veisluborðið var hlaðið kræsingum frá foreldrum en margir lögðu hönd á plóg við að gera daginn sem hátíðlegastan. 22. febrúar er einnig hátíðisdagur skátahreyfingarinnar en upphafs- maður hennar, sir Baden Powell var fæddur þennan dag. Myndir frá afmælinu má finna á Face- book síðu Fjarðarpóstsins. Una félagsforingi tekur við góðri gjöf frá Haraldi bæjarstjóra. 90 ára síungir Hraunbúar Forseti Íslands, skátahöfðingi og bæjarstjóri mættu í afmælishófið í Hraunbyrgi Forseti Ísland ávarpaði skátana á léttu nótunum. Fjórir Hraunbúar voru heiðraðir gott starf fyrir félagið. Sumir fá skátabakteríuna strax með móðurmjólkinni og flestir hætta aldrei að vera skátar. Skátakórinn söng í afmælinu. Lj ós m yn di r: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.