Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.05.2015, Page 9

Fjarðarpósturinn - 28.05.2015, Page 9
www.fjardarposturinn.is 9FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2015 Á golfnámskeiðinu verður farið yfir alla helstu þætti golfleiksins, reglur og golfsiði á vikulöngum námskeiðum Markmið golfleikjanámskeiðanna: – eru fyrir allar stelpur og stráka á aldrinum 5 til 12 ára – að fyrstu kynni af golfi eru jákvæð og það er gaman að leika golf – farið verður í helstu þætti golfleiksins, allt frá púttum til upphafshögga – leiknar eru nokkrar golfholur á golfvelli- kennsla er gjarnan í formi golfleikja ýmisskonar – áhersla er á að kynna helstu golfsiði og golfreglur fyrir nemendum – iðkendur geta tekið fleiri en eitt námskeið Dagsetningar: 8. - 12. júní 5 dagar (mán. - föst.) 15. - 19. júní 4 dagar (mán. - föst. frídagur mið. 17. júní) 22. - 26. júní 5 dagar (mán. - föst.) 29. júní - 3. júlí 5 dagar (mán. - föst.) 13. - 17. júlí 5 dagar (mán. - föst.) Hægt er að velja um námskeið frá kl. 9:00 - 11:45 eða kl. 12:30 - 15:15 Haldin verða tvö námskeið á dag í 5 vikur. Hægt er að fá lánaðan golfbúnað meðan á námskeiði stendur. Allir eiga að mæta með hollt og gott nesti. Fimm daga námskeiðin kosta kr. 10.000. Fjögurra daga námskeiðin kosta kr. 8.000. Veittur er 20% systkinaafsláttur og einnig ef viðkomandi sækir fleiri en eitt námskeið. Krakkarnir kynnast einnig leikjum og æfingum með svokölluðum SNAG búnaði, en hann hentar sérlega vel til að auðvelda iðkendum að ná betri tökum á íþróttinni og að auka skemmtanagildið. Umsjónarmenn golfleikjaskólans hjá Keili eru þeir Karl Ómar Karlsson PGA golfkennari og grunnskólakennari og Axel Bóasson afrekskylfingur úr Keili ásamt golfleiðbeinendum. Allir krakkar sem ljúka námskeiðinu fá aðild að Sveinskotsvelli og verða skráð í Keili Námskeiðum lýkur með pylsuveislu og afhendingu viðurkenningarskjals frá GK Búið er að opna fyrir skráningu á slóðinni keilir.felog.is Ef fólk lendir í vandræðum þá eru leiðbeiningar á heimasíðu Keilis, keilir.is Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna inn á keilir.is Golfklúbburinn Keilir mun í samstarfi við Golfklúbb Setbergs bjóða uppá golfnámskeið á báðum völlum í ár Hver er besti söngvari skógarins? Hin árlega fuglaskoðunarferð Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður á laugardaginn kl. 10. Lagt af stað frá gróðrarstöðinni Þöll við Kaldárselsveg. Gangan tekur um tvær klukkustundir. Stefnt er að því að finn út hver sé besti söngvari skógarins? Tónlistarskólinn Leiðrétting Í auglýsingu Tónlistarskólans um innritun fyrir skólaárið 2015­2016 misritaðist fæð ing­ ar ár þeirra sem geta innritast í Suzukinám á fiðlu og á selló. Innritaðir er þeir sem fæddir eru árið 2010. 100 ára afmæli kosn inga­ réttar kvenna Hátíðahöld í tilefni 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna verða 19. júní nk. Hátíðahöldin munu hefjast kl. 16 og verður dagskráin birt síðar. Kosin hefur verið 5 manna nefnd vaskra kvenna innan Banda lags kvenna í Hafnarfirði til að skipuleggja og sjá um hátíðahöld í Hafnarfirði í tilefni 100 ára afmæl is kosningaréttar kvenna. Allar konur í Hafnarfirði eru boðnar velkomnar að taka þátt í hátíðahöldunum sem haldin eru í tilefni þessara tímamóta í jafn­ réttisbaráttu íslenskra kvenna. Fólk safnast saman á Austur- velli 7. júlí 1915 til þess að fagna kosningarétti kvenna. Lj ós m .:M ag nú s Ó la fs so n Sílamávur Sílamávur líkist svartbak en er allmiklu minni og nettari. Hér sést hann rogginn á bryggj­ unni þó lítið sé þar lengur að finna af æti. Sílamávurinn er farfugl og verpir í maí til ágúst. Sílamávurinn hefur gert harða hríð að ungum á Læknum sem Guðmundur Fylkisson lögreglumaður hefur tekið að sér að verja með kjafti og klóm. Sílamávur með Sundhöllina í baksýn. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.