Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.06.2015, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 18.06.2015, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2015 Nemendur 7. SL bekkjar Áslandsskóla, Ásheima, unnu til verð launa fyrir tóbakslausan bekk 2014­2015 sem haldið er á veg um Landlæknisembættisins ár hvert. Keppnin er meðal 7., 8. og 9. bekkja í skólum landsins og tóku 240 bekkir þátt. Á skólaárinu þurftu bekkirnir að staðfesta fimm sinnum að þeir væru tó ­ baks lausir og voru þá með í út drætti um vinninga. Vinn ing­ arnir voru húfur en auk þess fengu allir þátttakendur penna­ veski að gjöf. Þau gerðu fræðslumyndband sem þau kölluðu „Þess vegna ætla ég ekki að reykja“ og voru meðal 10 bekkja á landsvísu sem verðlaunuð voru fyrir sitt framtak en verðlaunaupphæðin nemur 5.000 krónum fyrir hvern skráð­ an nemanda í bekknum sem þeim er frjálst að ráðstafa að vild. Fljótlega eftir að ljóst var að þau hefðu unnið kom fátt annað til greina en að gefa verðlaunaféð til góðgerðamála og láta þannig gott af sér leiða. UNICEF varð fyrir valinu enda traust samtök sem aðstoða börn víða um heim á markvissan og uppbyggjandi hátt. Krakkarnir ákváðu að láta féið renna til Nepal enda höfðu þau fylgst með fréttum af þeim hörmungum sem yfir þá þjóð dundi í kjölfar jarðskjálfta fyrr á árinu. Á skólaslitum Áslandsskóla afhentu nemendur framkvæmda­ stjóra UNICEF á Íslandi; Berg­ steini Jónssyni, 110.000 kr. og héldu síðan glöð út í sumarið í þeirri von að létta undir með börnum sem ekki eru að njóta sömu tækifæra og þau hér í Hafnarfirði. Nemendur 7. SL Áslandsskóla ásamt kennara sínum og fulltrúa UNICEF við afhendinguna. Nemendur gáfu verðlaunafé sitt Gerðu myndband gegn reykingum og unnu 110 þúsund kr. Húrra fyrir foreldrum! Foreldrar leikskólabarna hafa staðið sig frábærlega í því að þrýsta á um inntökualdur á leik­ skóla. Með málefnalegum rök­ um og sameinuðu átaki hafa þau náð að snúa meirihluta fræðsluráðs af þeirri braut að inn­ tökualdur verði hækk­ aður. Lækkun inntöku­ aldurs á leikskóla Frá því haustið 2014 hafa fulltrúar Samfylk­ ingar og Vinstri grænna ítrekað lagt fram tillög­ ur bæði í fræðsluráði og bæjar­ stjórn um að inntökualdur verði lækkaður í áföngum þar til 18 mánaða viðmiði verði náð. Þessu hefur að sama skapi ítrekað verið hafnað af hálfu meirihluta Sjálf­ stæðisflokks og Bjartrar fram­ tíðar. Það var ekki fyrr en foreldr­ ar tóku sig saman og hófu að þrýsta á um málið að einhver hreyf ing varð. Vikum saman var erindum foreldra reyndar ekki svarað af hálfu meirihlutans. Foreldrar gáfust hins vegar ekki upp og boðuðu loks bæjarstjórn á sinn fund í byrjun maí. Það var ekki fyrr en á þeim fundi sem einhver svör fengust og þá á þá leið að málin myndu skýrast í lok maímánuðar. Að lækka eða ekki lækka Það vekur athygli að frétta­ tilkynn ing var send út þann 29. maí, áður en fræðsluráð hafði fjallað um málið. Þá hafa hinar nýju tillögur heldur ekki verið ræddar eða staðfestar í bæjar­ stjórn. Það var meiri­ hluta flokk unum greini­ lega mikið kappsmál að koma hugmyndum sín um út fyrir mánaðar­ mótin til að rétta for­ eldr um sáttahönd. Athygli vekur líka að í tillögunum er ekki lögð til lækkun inntöku ald­ urs næsta haust heldur einungis dregin tilbaka áform um að hækka inntökuald­ urinn eins og foreldrar höfðu stað ið frammi fyrir. Það er fagn­ aðarefni að horfið hafi verið af þeirri braut þó ég hefði viljað sjá tekin skref til raunverulegrar lækkunar. Samtakamáttur íbúanna Þessi vegferð foreldra hefur því alla vega skilað þeim árangri að meirihlutinn hefur horfið frá því að hækka inntökualdur á leikskóla frá því sem verið hefur. Hér sannast því mikilvægi þess að bæjarbúar láti sig málin varða og standi á sínu því þrýstingur af hálfu minnihlutafulltrúa dugar stundum skammt þegar meiri­ hlutinn ræður. Höfundur er bæjarfulltrúi (S) og fulltrúi í fræðsluráði. Adda María Jóhannsdóttir Ný stærri Krónuverslun Nýtt hús verður byggt að Flatahrauni 13 Eignarhaldsfélagið Festi hf. sem rekur m.a. Krónuna, Nóa­ tún, Kjarval, Elko og Intersport hefur sótt um leyfi til að að byggja nýtt húsnæði undir versl­ un Krónunnar að Flatahrauni 13, á gömlu Ofnasmiðjulóðinni á horni Flatahrauns og Fjarðar­ hrauns. Auk Krónunnar er ætlunin að þar verði tvö leigu­ rými fyrir aðra þjónustu. Verður versluninni við Reykjavíkurveg þá lokað og ný og mun stærri verslun opnuð við Flatahraun. Verklok hafa ekki verið tímasett en húsið verður byggt eins fljótt og mögulegt er skv. upplýsingum frá Festi. Festi fékk í síðustu viku leyfi til að rífa þau hús sem nú standa á lóðinni. Í sumar mun vinnuskólinn í sam vinnu við íþrótta­ og tóm­ stunda nefnd Hafnar fjarðarbæjar halda námskeið undir merkjum Tómstundar með örlítið breyttu sniði en áður hefur verið. Tóm­ stund býður upp á fjölbreytt og skemmtileg námskeið fyrir öll börn sem voru að klára 4. ­ 7. bekk í Hafnarfirði. Helstu mark­ mið starfsins eru að virkja börn í sumarfríinu, gefa þeim tækifæri á að hitta önnur börn og kynnast áhugaverðum viðfangsefnum sem og að endurvekja gömul áhugamál. Námskeiðin verða á tveimur tímabilum. Fyrra tímabilið er 15. ­ 26. júní en seinna tímabilið verður 29. júní ­ 3. júlí. Opið verður frá kl. 8 ­ 12 og kl. 13 ­ 16 fyrir öll börn sem voru að ljúka 4. ­ 7. bekk og þar með heyrir aldursskiptingin sögunni til. Einn ig verður boðið upp á sér­ stakan stuðning fyrir þau börn sem þurfa á því að halda svo þau hafi sömu tækifæri og aðrir sem að taka þátt í námskeiðunum í þeim skóla sem þau óska eftir. Starfsstöðvar Tómstundar eru í félagsmiðstöðinni Mosanum í Hraunvallaskóla, Öldunni í Öldu túnsskóla og í Hrauninu í Víði staðaskóla. Skráning á námskeið Tóm­ stundar fer fram á „Mínum síðum“ á www.hafnarfjordur.is. Námskeið og leikir í Tómstund Fyrir börn sem voru að ljúka 4.-7. bekk Sundfélag Hafnarfjarðar • sh@sh.is • www.sh.is • 555 6830 Allar upplýsingar um sumarsund Sundfélags Hafnarfjarðar og innritun verða á heimasíðu SH www.sh.is. styrkir barna­ og unglingastarf SH Tímabil í boði: 22. júní - 3. júlí 6. - 17. júlí 20. - 31. júlí Sumarsund fyrir hressa krakka Sumarsundskóli Sundfélags Hafnarfjarðar, SH, er með námskeið í Ásvallalaug, Sundhöllinni og Lækjarskólalaug í sumar Námskeiðin eru fyrir börn á aldrinum 4-10 ára og standa yfir í tvær vikur eða 8-10 skipti. Er barnið þitt að byrja í skóla í haust og er óöruggt í vatninu? Skráðu það í Sumarsund SH! Námskeið fyrir 3-4 ára með foreldrum í boði í júlí! Öldutún, Miðbær, Vesturbær, Norðurbær, Álftanes, Grótta og Snæfellsnes. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.