Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.06.2015, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 18.06.2015, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2015 Lækjarskóli hefur undanfarin tvö ár verið í samstarfi við skóla í fjórum Evrópulöndum á vegum EURES/Comenius. Verkefnið sem hlaut heitið Nordic Stories Retold hefur verið afar skemmti­ legt og gefandi jafnt fyrir kennara sem nemendur að sögn um sjón­ armanns verkefnisins, Hrann ar Arnarsdóttur, deildar stjóra ungl­ inga deildar. Hóparnir unnu stutt­ myndir út frá sögu sem er hluti af menningararfi hvers lands. Í vinnuferðir til útlanda Í Lækjarskóla var nemendum boðið að velja Comenius/NSR sem valgrein í 9. og 10. bekk. Fjölbreytt verkefni voru unninn í hverju landi fyrir sig í tengslum við sögurnar. Íslensku nemend­ urnir í Comenius voru sextán talsins og fór hver og einn einu sinni til tvisvar út í vinnuferð til hinna þátttökulandanna. Í hverju landi voru teknar upp stuttmyndir í samvinnu með hinum Comen­ iusar nemendunum. Tóku á móti nemendum og kennurum frá 4 löndum Í Bath á Englandi brá Helgi Freyr sér í gervi Arthúrs konungs því sagan sem við unnum með frá Englandi var sagan um Arthúr konung og riddara hring­ borðsins. Á Íslandi var unnið með Laxdælu og þá vorum við í Lækjar skóla gestgjafar fyrir nem endur og kennara frá Þýska­ landi, Finnlandi, Noregi og Bret­ landi. Guðmundur lék Kjartan Ólafsson, Gísli hlaut hlutverk Höskuldar. Í Finnlandi var unnið með Sjö bræður sem er þekkt saga um ódæla drengi sem kom­ ast loks til manns, Lára frá Íslandi hlaut hlutverk sem einn bróðirinn en Eiríkur og Eyþór voru í minni hlutverkum. Í Nor­ egi var svo búin til stuttmynd um Vegvísinn, þar kepptum við í kvikmyndagerð við Óskarsverð­ launamynd um sama efni. Þórhallur, Ásthildur, Hanna og Atli léku stór hlutverk í þeirri mynd. Síðustu ferðinni var heitið til Þýskalands. Þar var búið til tónlistarmyndband þar sem nemendur landanna fimm sungu og léku brot úr Völsunga sögu. Styrmir og Jónas Bjarki voru með flott tilþrif í því myndbandi. Kynnast ólíkri menningu og tengjast vináttuböndum Eða eins og Þorlákur segir: ,,Ég fékk að kynnast ólíkri menningu og gisti hjá frábærri fjölskyldu í Hannover. Allir nemendurnir í verkefninu náðu mjög vel saman þrátt fyrir að vera frá fimm löndum. Margir www.ratleikur.blog.is www.facebook.com/ratleikur er hafinn! Kortin má fá í Ráðhúsinu, í Bókasafninu, í Fjarðarkaupum, bensínstöðvum, Músik og sport, Fjallakofanum, Altis og víðar. Ratleikur Hafnarfjarðar Íslenskir fornkappar, Riddarar hringborðsins, sjö ódælir piltar og Samar leiða saman hesta sína Nemendur í Lækjarskóla í spennandi Comeniusarverkefni Stuttmyndin sem byggð er á Laxdælu var kvikmynduð víða, hér er Comeniusarhópurinn á Þingvöllum eru í góðu sambandi og munu eflaust viðhalda vinskapnum í langan tíma. Benedikt segir að í dag sé svo auðvelt að rækta vinskapinn á samfélagsmiðlum.“ Í Finnlandi, Lára, Eiríkur, Agnes, Eyþór, Sigríður og Hrönn. til að hafa áhrif á niðurstöður í atkvæðagreiðslunni er síðasti dagurinn FLÓABANDALAGIÐ sem þú hefur um kjarasamningana. Sýnum ábyrgð og greiðum atkvæði 22. júní ATH! Atkvæði póstleggist í síðasta lagi 18. júní V Enga einka- rekna skóla Sverrir Garðarsson, fulltrúi VG í fræðsluráði lét bóka á fundi ráðsins á mánudag „Vegna sameiginlegrar bókunar Sam fylkingar og Vinstri grænna frá síðasta fundi vil ég taka það fram að þar var að minni hálfu ekki átt við þá ákvörðun sem fræðsluráð hefur tekið um Bjarma.“ Í samtali við Fjarðar­ póstinn segist Sverrir reyndar alveg standa við bókunina en í tillögu sem VG og Samfylking stóðu að segir: „Um leið verði horfið frá áætlunum og fyrri ákvörðunum um lokun starfsstöðva og deilda og öll pláss nýtt til að mæta þörfum og óskum fjölskyldna með ung börn í Hafnarfirði.“ Þarna vildi hann forðast mis­ skilning, hann vildi ekki horfa frá fyrri ákvörðunum um lokun ungbarnaleikskólans Bjarma. Deilt um lög mæti uppsagn ar Á sama fundi lét varafulltrúi Samfylkingar, Algir das Slapikas, bóka að skv. bréfi lögfræðings Samtaka verslunar og þjónustu stæðist röksemdafærsla Hafnar­ fjarðarbæjar við uppsögn á samningi um rekstur leikskóla ekki skoðun og að málflutningur um óhagstæðan rekstur skólans eigi ekki við nein rök að styðjast. Engin efnisleg svör hafi borist frá lögmanni Hafnarfjarðarbæjar. Gerði Algirdas alvarlegar athuga semdir við þau vinnu­ brögð sem viðhöfð hafa verið við meðferð málsins og upp­ sagnar ferlið í heild. Það sem fram komi í svarbréfum bæjarins séu útúrsnúningar og tilraun til að skjóta sér undan ábyrgð í mál­ inu. Segja fulltrúar bæjarins að ástæða uppsagnar hafi verið fækkun leikskólabarna og nauðsynlegan samdrátt af þeim sökum. Í stað þess að draga úr eigin rekstri var ákveðið að segja upp samningi við rekstraraðila Bjarma. Engar ávirðingar séu bornar á skólann eða fyrirsvars­ menn hans.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.