Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.06.2015, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 18.06.2015, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2015 styrkir barna- og unglingastarf SH Sundstund gefur gull í mund Stofnuð 1983 EIGN VIKUNNAR Lækjargata 32 4 herb. íbúð 125 m² Verð 40.9 millj. kr. Hjallahrauni 8 - 699 6393 www.studiodis.is Passamyndir Skóla stjórar höfðu ekki val Hjallastefnan fær inni Mikil óánægja hefur ríkt í skólasamfélaginu í Víði staða­ skóla með þá tillögu að þrengt verði að starfi í gamla Engi­ dalsskóla en fyrirhugað er að Hjallastefnan fái þar rými fyrir hluta af grunnskóla sínum. Í húsinu eru fyrir yngstu bekkir Víðistaða skóla, leikskóli og um 80 manna frístundaheimili sem oft hefur verið kallað heilsdags­ skóli. Einnig er í húsinu skjala­ safn Hafnarfjarðarbæjar. Áður hefur verið greint frá óánægju skólaráðs Víði staða­ skóla en á fundi fræðsluráðs sl. mánudag var kynnt samkomulag aðila um afnot Hjallastefnunnar af húsnæði í Engidalsskóla skólaárið 2015­2016. Þegar Fjarðarpósturinn óskaði eftir að fá að sjá þetta samkomulag var það ekki hægt þar sem ekki var búið að ganga endanlega frá því að sögn bæjarstjóra sem segir að fyrst hafi þurft samþykkt ráðsins. Skv. heimildum Fjarðar­ póstsins höfðu forsvarsmenn þeirrar starfsemi sem fyrir er í húsinu ekkert val, þeim var einfaldlega falið að koma starf­ semi Hjallastefnunnar fyrir í gamla Engidalsskóla. Telja þeir þrengt að sinni starfsemi en lögðu mikla áherslu á að þetta væri aðeins lausn til eins árs. Foreldrar eru líka áhyggjufullir um að um of sé þrengt að þeirri starfsemi sem fyrir er og ætla að standa vörð um það góða skóla­ og leikskólastarf sem hefur verið í Engidal. Tillagan var samþykkt í fræðslu ráði með atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar en gegn at kvæði fulltrúa Vinstri grænna. Fulltrúi Samfylkingar óskaði eftir frestun á málinu sem ekki var orðið við og sat hann hjá við afgreiðslu málsins. Fulltrúi foreldra grunnskóla­ barna fagnaði því að niðurstaða væri komin í húsnæðismál grunnskóla Hjalla s tefn unnar næsta skólaár 2015­2016, en einnig að þessi vetur verði notaður til að finna framtíðar­ húsnæði fyrir Hjalla stefnuna og framtíðarsýn verði mótuð varðandi húsnæði Víði staðaskóla við Engidal þar sem foreldra­ samfélagið er vel upplýst með gang þeirra mála.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.