Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2013, Blaðsíða 25

Ægir - 01.08.2013, Blaðsíða 25
25 Þ J Ó N U S T A framleiðendum upp í „Turn Key“ verksmiðjur. Einnig bjóðum við íhluti í sjálfvirkni- kerfi, hraðabreyta, mælinema, iðntölvur, skjái og þjarka svo eitthvað sé nefnt,“ segir Har- aldur. Þjarkar víða um heim Þjarkarnir sem Samey þróar og selur hafa farið víða um heim. Grunneininguna kaupir fyrirtækið frá Japan, íhlutir koma héðan og þaðan en hugvitið er íslenskt. Samey hefur nýverið samið um sölu tveggja þjarka til Kína en notkun slíkra tækja fer nú ört vaxandi þar eystra. Gangi áætlanir eftir mun kínverski viðskiptavinurinn kaupa alls tíu þjarka. Gæðakerfi Sameyj- ar er samkvæmt ISO 9001:2008 staðli og vottað af BSI. Iðnaðarþjarkarnir frá Sam- ey gegna einnig lykilhlutverki í norsku laxeldi. Haraldur segir að um 70% af allri fram- leiðslu á norskum eldislaxi fari í gegnum staflarakerfi frá Samey, sem stafla og flokka kassa með ferskum laxi til af- hendingar. „Þessi kerfi geta afkastað hundrað tonnum á dag hvert um sig,“ segir Har- aldur. Hann segir mikla grósku í erlendum og íslenskum iðn- aði, ekki síst eftir hrun og ákveðin vakning hafi orðið í kjölfarið. Fyrirtækin virðist í auknum mæli hafa snúið sér að því að styrkja kjarnafram- leiðsu og mæta aukningu með meiri sjálfvirkni. Fækka einhæfum störfum Haraldur segir þjarkana henta til sífellt fjölbreyttari starfa. „Þeir falla vel að aukinni kröfu um hagkvæmni og leysa oft úr erfiðum aðstæð- um, þar sem áður þurfti að manna erfið og einhæf störf.“ Hann segir vakningu í vinnu- vernd einnig hafa þrýst á aukna sjálfvirkni og notkun á iðnaðarþjörkum. „Störf sem fela í sér þung- ar byrðar og endurteknar ein- hæfar hreyfingar eru ekki góð fyrir líkamann og sífellt verður erfiðara að manna þau. Vinnueftirlitið, sem byggir tilmæli sín á Evróputil- skipun, mælir t.d. með að starfmaður flytji að hámarki samtals þrjú tonn á dag af 25 kg byrði en það er algeng stærð af frauðplastkössum fyrir ferska vöru. Það gefur auga leið að iðnaðarþjarkur er eina lausnin í meðhöndlun á slíkum kössum í einhverju magni. Þar höfum við réttu lausnina.“ F R É T T I R Á aðalfundi LÍÚ tilkynnti Sig- urgeir Brynjar Kristgeirsson, formaður Rannsóknarsjóðs síldarútvegsins, um úthlutun 15 milljóna króna styrkja til rannsóknar-, kynningar- og markaðsstarfs í tengslum við sjávarútveg. Fimm verkefni hlutu styrki í ár. Sérstakur styrkur er veittur til doktorsverkefna í tengslum við nýsköpun, vöruþróun og markaðsöflun í sjávarútvegi, svokallaður Sigurjónsstyrkur sem svo er nefndur eftir Sig- urjóni Arasyni, prófessor. Að þessu sinni var styrkt rann- sóknarverkefni sem snýst um að finna leiðir til að spá fyrir um útbreiðslu síldar við Ís- land. Ætlunin er að gera það með því að tengja saman upplýsingar um staðsetningu og dýpi þar sem síld hefur veiðst við umhverfisþætti, svo sem hitastig, seltu, strauma og aðrar upplýsingar sem fást með keyrslu straumlíkansins CODE. Styrkurinn hljóðar upp á hámarksupphæð sem er fimm milljónir króna. Verkefnisstjóri er Jed Ian Macdonald frá Háskóla Ís- lands og aðalleiðbeinandi er Guðrún Marteinsson frá Há- skóla Íslands. Sjóðurinn skipti tólf millj- ónum króna milli fjögurra kynningarverkefna og náms- gagnagerðar fyrir sjávarútveg. Í fyrsta lagi til gerðar rafbókar með heildstæðri umfjöllun um íslenskan sjávarútveg með áherslu á 21. öldina. Bókin verður miðuð að fram- haldskólastiginu og henni ætlað að auka skilning á ferl- inu frá veiðum úr hafinu þar til afurð er komin til kaupend á erlendum mörkðum. Verk- efnisstjóri er Hreiðar Þór Val- týsson frá Sjávarútvegsmið- stöð Háskólans á Akureyri. Erlendur Bogason, kafari hjá Sævör ehf., fékk styrk til að gera stutt neðansjávar- myndbönd sem geyma sögur og myndir af fiskum og dýr- um í sjónum við Íslands. Ætl- unin er að vekja með þeim áhuga nemenda á grunn- og framhaldsskólastigi á Íslandi á neðansjávarlífríki Íslands á aðgengilegan og skemmtileg- an hátt. Þriðji styrkurinn var veittur til gerðar kennslubókar í fisk- vinnslu um meðferð fisks, hreinlæti og vinnsluferla. Áhersla verður lögð á að bókin sé aðgengileg fyrir alla sem koma að kennslu og námi í fisktækni á framhalds- skólastigi og að hún sé í sam- ræmi við námsskrá í fisk- tækni. Jafnframt verði hægt að nýta einstaka kafla í nám- skeið fyrir starfandi fólk í greininni og/eða sem upp- flettirit. Verkefnisstjóri þessa verkefnis verður Nanna Bára Maríasdóttir hjá Fisktækni- skóla Íslands í Grindavík. Loks var styrkur veittur til taka saman á skipulegan máta hagnýtar upplýsingar um vinnslu á ferskum bolfiski frá veiðum í vöru og birta á rafrænu formi á vef Matís. Verkefnisstjóri verður Margeir Gissurarson hjá Matís. Rannsóknarsjóður síldarútvegsins: Fimmtán milljónir til rannsóknar- og markaðsverkefna Fulltrúar þeirra fimm verkefna sem fengu styrki úr Rannsóknarsjóði síldarútvegs- ins. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, formaður sjóðsins, fyrir miðju.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.