Ægir - 01.08.2013, Blaðsíða 22
22
„Smábátaveiðarnar eru að
mörgu leyti hliðhollar um-
hverfinu, veiðarfærin eru vist-
væn og við stýrum veiðum
okkar á ábyrgan hátt. Um-
hverfisvænar veiðar smábáta-
útgerðarinnar á Vestfjörðum, í
hreinum fjörðum og afli þeirra
er fiskur sem fer inn í há-
gæðafiskvinnslur. Við getum
sameinast um að skjalfesta
stöðu okkar í umhverfismálum
hér á svæðinu og selja ímynd
okkar umhverfisvænu og
ábyrgu fiskveiða,“ sagði Sig-
urður Ingi Jóhannsson, sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráð-
herra, þegar hann ræddi sjáv-
arútvegsmál og Vestfirði á
ráðstefnu á Ísafirði fyrr í
haust. Ráðherra vék í máli
sínu nokkuð að gæðamálum
og meðferð afla. Hann sagði
mikla ábyrgð því fylgja að fá
að nýta sjávarauðlindina.
Ábyrð fylgir meðferð afla
„Það er algjörlega óviðunandi
ef að illa kældur og meðfar-
inn fiskur er að fara á sömu
verðum og hágæðahráefni.
Mér finnst mikilvægt að menn
líti í eigin barm í þessum efn-
um. Þessi réttur að fá að nýta
auðlindina er ekki sjálfsagður.
Það er aftur á móti sjálfsögð
krafa að hann sé nýttur á
ábyrgan hátt og verðmæti
hráefnisins hámarkað.
Við þurfum að taka gæða-
málin föstum tökum. Nýta
okkur þau úrræði sem eru til
staðar til að bæta úr. Notum
sérstöðu svæðisins sem svæð-
is með hágæða fisk frá um-
hverfisvænum veiðum, veidd-
um undir ábyrgu fiskveiði-
stjórnunarkerfi sem hægt er
að upprunamerkja sem slík-
an. Sameinumst um tæki-
færin, finnum sérstöðu svæð-
isins og vinnum með hana,“
Ráðstefna Vestfirðinga um markaðsmál í sjávarútvegi:
„Verðum að taka gæða-
málin föstum tökum“
-sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra.
V E S T F I R Ð I R