Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2013, Blaðsíða 31

Ægir - 01.08.2013, Blaðsíða 31
31 Þ J Ó N U S T A utan í lok janúar og samskon- ar búnaður í hinn í lok mars. „Veturinn er jafnan rólegasti tíminn hjá okkur og minnst umleikis þannig að það er af- ar ánægjulegt að hafa þetta stóra verkefni á þeim tíma. Þetta verkefni er mikil lyfti- stöng fyrir okkur og almennt fyrir atvinnulífið í bænum,“ segi Anton. Stoltir að vera treyst fyrir þessu verkefni Anton segir samninginn fyrir- tækinu mikils virði, bæði hvað það varðar að halda uppi góðu atvinnustigi og þá sé líka um að ræða dýran búnað í skipin tvö, en verk- efnið nær að líkindum um 30% af ársveltu Slippsins. Þá segir Anton að vissulega sé ánægjulegt að fyrirtækið hafi hreppt hnossið. Margir voru um hituna en Slippurinn varð fyrir valinu. „Við vorum aðal- lega að keppa við Norðmenn og höfðum betur,“ segir hann. „Við erum auðvitað stoltir af því að hafa náð þessu verkefni til okkar. Þetta er mikil viðurkenning fyrir okkur, að okkur skuli hafa verið treyst til að vinna að svo stóru og umfangsmiklu verki fyrir kröfuharðar út- gerðir.“ Anton segir að hagstætt sé fyrir erlend fyrirtæki að versla á Íslandi og það spili vafa- laust líka inn í. „Við erum samkeppnishæfir í verði á við okkar helstu keppinauta.“ Hönnun unnin í nánu samstarfi við eigendur skipanna Gunnar Larsen framkvæmda- stjóri hjá Kælismiðjunni Frost segir að fyrirtækið muni hanna frystikerfi og afhenda allan frysti- og kælibúnað í nýju togarana tvo sem nú eru í smíðum í Tyrklandi. Togar- arnir muni hafa frystigetu upp á ríflega 100 tonn á sól- arhring, bæði í láréttum og lóðréttum frystum, en auk frystikerfis mun fyrirtækið einnig sjá um sjókælibúnað til að kæla sjó sem notaður er í móttöku og á vinnsluþilfari. „Við hönnun kerfanna er unnið í nánu samstarfi við eigendur skipanna,“ segir Gunnar. Sérstök áhersla er lögð á umhverfissjónarmið, orkunýtingu og hraða og góða kælingu afla í öllu vinnsluferlinu, allt frá því afl- inn kemur um borð og þar til hann er kominn ofan í lest. Í skipunum verður notað ammoníak sem kælimiðill en það er náttúrulegur kælimiðill sem er umhverfisvænn og hefur hvorki gróðurhúsa- né ósoneyðandi áhrif eins og til að mynda freonblöndur sem mest hafa verið notaðar und- anfarna áratugi. Gunnar segir að tækni- menn frá Frost muni hafa umsjón og eftirlit með upp- setningu búnaðarins hjá tyrk- nesku skipasmíðastöðinni, en starfsmenn hennar sjái um sjálfa uppsetninguna. Buðum betri lausnir og verð „Við erum fyrst og fremst að selja þekkingu, það er mikil viðurkenning fyrir okkur að innan fyrirtækisins er gríðar- leg þekking fyrir hendi á búnaði af þessu tagi en þess ber einnig að geta að Frost nýtur samstarfs við öfluga samstarfsaðila sem eru Raf- tákn og Rafeyri á Akureyri, sem forrita og smíða allar stýringar og rafmagnsbúnað fyrir kælikerfi skipanna. Samningurinn hefur því mikla þýðingu fyrir okkur, við vor- um í samkeppni við mörg stór fyrirtæki í kæligeiranum í Evrópu og höfðum betur. Það á við um bæði lausnir og verð, við buðum betri lausnir en okkar keppinautar og betri verð. Auðvitað er það mjög gaman að hafa haft bet- ur á þessum vettvangi,“ segir Gunnar. Gunnar Larsen, framkvæmdastjóri Kælismiðjunnar Frosts. „Samningurinn hefur því mikla þýðingu fyrir okkur.“

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.