Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2013, Blaðsíða 20

Ægir - 01.08.2013, Blaðsíða 20
20 Á dögunum kom á markað hér á landi nýr aflanemi frá norska fyrirtækinu Scanmar. Tilkoma hans markar nokkur tímamót því með honum er Scanmar að hefja á ný fram- leiðslu á einfaldari gerðum nema við hlið nemalínunnar SS4 sem fyrirtækið markaðs- setti fyrir nokkrum árum. Fjöldamargar útgerðir hér á landi eru enn með gömlu afla- nemana frá Scanmar í notk- un. „Af Scanmar aflanemanum hafa útgerðir hér á landi langa og mjög góða reynslu. Það er ekki óalgengt að við sjáum nema í notkun sem orðnir eru um 20 ára gamlir, sem er afburða góð ending. Með tilkomu nýju SS4 kyn- slóðarinnar fyrir nokkrum ár- um var settur á markað nemi sem hefur fleiri notkunarsvið, gefur t.d. upplýsingar um halla og straum, svo dæmi sé tekið. Hann var því eðlilega bæði flóknari og dýrari en með tilkomu hans var fram- leiðslu þessa klassíska eldri aflanema hætt. Við höfum skynjað mikinn áhuga á markaðnum á því að fá nýja uppfærslu af gamla góða afla- nemanum frá Scanmar og þessi nýi Scan Classic er svar við því. Ég veit að margir út- gerðaraðilar og sjómenn hafa beðið eftir þessum nema og taka því fagnandi að eiga aft- ur kost á honum,“ segir Þórir Matthíasson, framkvæmda- stjóri Scanmar á Íslandi. Skiptanleg rafhlaða - enginn hleðslutími Nýi aflaneminn er að ytra út- liti nánast eins og fyrirrennar- inn. Hann er búinn öllu því besta sem Scanmar hefur að bjóða í senditækni og innri búnaði en stærsta breytingin er hins vegar sú að ekki þarf að hlaða hann eins og gömlu nemana heldur er í honum skiptanleg rafhlaða sem hefur gríðarlegan líftíma. „Stóra breytingin er raf- hlöðuendingin. Gömlu nem- ana þarf að taka af veiðarfær- inu og hlaða á 30-50 klukku- stunda fresti en í þessum nýja nema er umhverfisvæn raf- hlaða sem hefur 1500-2000 klukkustunda endingu. Þá er verið að tala um þann tíma sem neminn er virkur og sendir frá sér upplýsingar en skynjun í honum stýrir því að hann sendir aðeins þegar neminn er í sjó. Þetta þýðir að hægt er að fara í marga róðra án þess að þurfa að hugsa um að skipta um raf- hlöðu en þegar að þeim tímapunkti kemur er neminn tekinn af trollinu og skipt um rafhlöðu á nokkrum mínútum með mjög einfaldri aðgerð,“ segir Þórir. Eins og áður segir er Scan Classic aflaneminn sá fyrsti í kynslóð sem Scanmar mun markaðssetja á komandi mán- uðum og árum við hlið SS4 nemakerfisins. „Með þessari kynslóð erum við að mæta þeim sem betur henta ein- faldari og ódýrari nemar, bjóða nýjan valkost og breiðari vörulínu fyrir við- skiptavini okkar,“ segir Þórir. Þórir Matthíasson, framkvæmdastjóri Scanmar á Íslandi, með nýja aflanemann. T Æ K N I Nýr aflanemi frá Scanmar

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.