Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2013, Blaðsíða 15

Ægir - 01.08.2013, Blaðsíða 15
15 F R É T T I R séð hvernig vélar og búnaður virkar. Þá segir hún að einnig verði mikið um stærri vöru- sýningar í húsinu og verður sú fyrsta haldin í byrjun febrúar sem er Marel Salmon ShowHow. Sýningin hefur skapað sér nafn sem ein besta alþjóðlega sýningin á tækjabúnaði og lausnum fyrir vinnslu laxaafurða. Mikill ávinningur fyrir íslenska viðskiptavini Marel Berta Daníelsdóttir, fram- kvæmdastjóri sölu- og þjón- ustuskrifstofu Marel á Íslandi, segir að tilkoma Progress Po- int muni hafa í för með sér mikinn ávinning fyrir við- skiptavini Marel um heim all- an og ekki síst viðskiptavini fyrirtækisins hér á landi. „Með tilkomu Progress Po- int verður mun auðveldara fyrir okkur að gera prófanir með viðskiptavinum þar sem flest tæki verða tiltæk. Um- gjörðin og aðstaðan verður eins og best verður á kosið. Progress Point ætti líka að aðstoða viðskiptavini okkar í ákvarðanatöku við kaup á nýjum búnaði þar sem auð- velt verður að fara og skoða virkni búnaðarins. Við höfum auðvitað alltaf lagt okkur fram við að hjálpa viðskipta- vinum okkar t.d. með því að útvega þeim Mareltæki til reynslu, áður en þeir taka ákvörðun um kaup. Prófanir í framleiðslurými viðskiptavin- ar geta hins vegar valdið röskun á daglegri starfssemi hans. Til þess að mæta þessu höfum við oft á tíðum sett tækin upp í verksmiðju Marel í Garðabænum og boðið við- skiptavinum að koma og taka þátt í prófunum með okkur. Þar höfum við hinsvegar ekki alltaf tiltæk öll þau tæki sem þörf er á. Tilkoma Progress Point mun gjörbylta þessu ferli og við erum sannfærð um að viðskiptavinir okkar verði ánægðir með þessa auknu þjónustu sem við get- um nú boðið þeim,“ segir Berta. Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustuskrifstofu Marel á Íslandi. Elísabet Austmann, þróunarstjóri Progress Point. Matís ohf. er í mörgum skilningi mikilvæg auðlind fyrir Íslendinga. Fyrirtækið er lykilaðili í matvælarannsóknum og matvælaöryggi og hefur að baki sér þekkingu 100 starfsmanna sem eru sérfræðingar og vísindamenn á ólíkum sviðum. Rannsóknir eru íslenskum sjávarútvegi mikilvægar því þæ styðja framþróun, nýsköpun og markaðsstarf greinarinnar. Hjá Matís er stöðugt unnið að fjölda rannsóknarverkefna sem tengjast sjávarútvegi með ýmsum hætti. Þannig leitum við sífellt svara og vitum alltaf meira í dag en í gær. Rannsóknir í þágu sjávarútvegs Stefna Matís er að  ... vera framsækið þekkingarfyrirtæki sem eflir samkeppnishæfni Íslands og skilar þannig tekjum til íslenska ríkisins  ... vera eftirsóttur, krefjandi og spennandi vinnustaður með fyrsta flokks aðstöðu þar sem starfsmenn njóta sín í starfi  ... hafa hæft og ánægt starfsfólk Gildi Matís  Frumkvæði  Sköpunarkraftur  Metnaður  Heilindi Hlutverk Matís er að  ... efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs  ... tryggja matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu um- hverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu  ... bæta lýðheilsu www.matis.is

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.