Fréttablaðið - 11.04.2015, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 11.04.2015, Blaðsíða 30
11. apríl 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 30 Guðmundur segir megin-áherslu íslenska heil-brigðiskerfisins vera að bregðast við þeim skaða sem þegar er orðinn í stað þess að koma í veg fyrir hann. 139 millj- arðar voru lagðir í íslenska heil- brigðiskerfið árið 2013 en eingöngu 2,6 prósent af þeirri fjárhæð fóru í forvarnir. Hann bendir á að með auknum forvörnum væri hægt að spara gríðarlega fjármuni. „Það má segja að við höfum náð eins langt og núverandi tækni og peningar leyfa í meðhöndlun sjúk- dóma enda er lífaldur Íslendinga hár. Við erum mjög dugleg að halda fólki á lífi en eigum erfiðara með að koma í veg fyrir að langvinnir sjúkdómar vindi upp á sig og dæmi fólk úr leik.“ Viðbragðsdrifna heilbrigðis- kerfið fær fertugfalt fjármagn á við forvarnadrifna kerfið. „Þetta er að mörgu leyti óeðlilegt þar sem stór hluti langvinnra sjúkdóma tengist lífsstíl sterkum böndum og hægt væri að koma í veg fyrir þá með markvissum forvörnum. Við gætum notað peninginn betur. Tökum sem dæmi sameigin legt tryggingarfyrirtæki okkar allra, Sjúkratryggingar Íslands, sem borgar allan sjúkrakostnað. Stofn- unin hefur engar heimildir til að fjárfesta í forvörnum til að tak- marka sínar eigin útgreiðslur eins og öll önnur tryggingarfélög í heiminum gera.“ Guðmundur segir mikilvægt að líta á heilsufarsskaða á víðari grunni en aðeins dauðsföll og ban- væna sjúkdóma því að í raun sé jafn stórum hluta æviára varið við skerðingu og örorku á Íslandi. „Við komumst ekki lengur upp með viðhorfið að heilbrigðiskerfið sé verkstæði sem geri við brotna og bilaða líkama og huga. Hag- fræðin lítur á mannauð sem lang- tímafjárfestingu og við verðum að sinna viðhaldi til að halda fólkinu okkar heilbrigðu – að ekki sé nú talað um þá mannlegu þjáningu sem liggur að baki sjúkdómum og dauða.“ Erla Björg Gunnarsdóttir erlabjorg@frettabladid.is Alþjóðaheilbrigðisstofnunin notar mælikvarð- ann „glötuð góð æviár“ sem er samtala þeirra æviára sem glatast vegna ótímabærs dauða og örorku til skemmri eða lengri tíma. Æviárin eru glötuð því fólk getur ekki tekið eðlilegan þátt í daglegu lífi eða á vinnumark- aði. Meðalævi á Íslandi er 86 ár. Ef manneskja fær sjúkdóm fertug og fer á örorku hefur hún glatað 46 góðum æviárum. Heilsufarsskaðinn sem veldur glötuðum ævi- árum er yfirleitt tengdur langvinnum og lífs- stílstengdum sjúkdómum sem eru þess eðlis að hægt væri að koma í veg fyrir þá, sporna gegn þeim eða að minnsta kosti lágmarka afleiðingar þeirra með forvörnum og fræðslu. Ef glötuð æviár eru margfölduð með vergri landsframleiðslu á mann (5,7 milljónir árið 2013) er hægt að bregða upp þjóðhagslegum mælikvarða á heilsufarsskaðann og sjá af hve miklum hagvexti samfélagið verður. Glötuð góð æviár Íslendinga á einu ári ÍSLENSKA ÞJÓÐIN Koma í veg fyrir sjúkdóma Fræða frá upphafi um heilbrigðan lífsstíl. Dæmi: Skólabörnum er kennt að sneiða hjá sykri. Þau borða þ.a.l. minni sykur en kynslóð foreldranna. Hjartaáföllum, krabbameinum, sykursýki og offitutengdum stoðkerfissjúkdómum fækkar. Stemma stigu við sjúkdómum Grípa í taumana við upphaf sjúkdóms. Hafa eftirlitið betra og sjúklinga upplýsta. Dæmi: Stoppa sykursýki áður en hún veldur frekari skaða eða hætta að reykja. Endurhæfing Grípa strax inn í eftir áfall með góðri endurhæfingu og koma fólki út í lífið aftur. Dæmi: Hjartaendurhæfing á Reykjalundi eða meðferð við ofþyngd sem valdið hefur skertri starfsgetu. Þrjú stig forvarna Kerfið þarf að koma í veg fyrir skaðann Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS, vill efla forvarnir og efla þannig heilbrigði en ekki bara bregðast við þegar skaðinn er skeður. FJÁRFESTA Í FORVÖRNUM Guðmundur Löve segir að líta þurfi á heilsufarsskaða á víðari grunni en aðeins út frá dauðsföllum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Lífsstíllinn að drepa okkur Langvinnir og lífsstílstengdir sjúkdómar kosta heilbrigðiskerfið hundrað milljarða á ári og 60 þúsund góð æviár Íslendinga fara til spillis. Ótímabær dauði og örorka taka burt verðmæta þegna sem halda samfélaginu gangandi og skapa hagvöxt. ➜ Guðmundur bendir á dæmi um forvarnir Krabbamein T.d. lungnakrabbamein, ristil- krabbamein og brjóstakrabbamein Geðraskanir T.d. fíkni- og geðsjúkdómar Hjarta- og æðasjúkdómar T.d. kransæðastífla, heilablóð- þurrð, heilablóðfall Taugasjúkdómar T.d. Alzheimer, mígreni, flogaveiki og Parkinsons Öndunarfærasjúkdómar T.d. langvinn lungnateppa og astmi Blóð- og innkirtla- sjúkdómar T.d. sykursýki og nýrna- sjúkdómar 13.100 GLÖTUÐ ÆVIÁR 4.200 GLÖTUÐ ÆVIÁR 2.300 GLÖTUÐ ÆVIÁR 10.700 GLÖTUÐ ÆVIÁR 10.300 GLÖTUÐ ÆVIÁR74,7 MILLJARÐAR KRÓNA 24 MILLJARÐAR KRÓNA 13,2 MILLJARÐAR KRÓNA 61 MILLJARÐAR KRÓNA 58,7 MILLJARÐAR KRÓNA Aðrir ósmitnæmir sjúkdómar T.d. húð- og meltingarfærasjúkdómar Stoðkerfis sjúkdómar T.d. mjóbaks- og hálsverkir, slit- og liðagigt *Áverkar, smitsjúkdómar, meðfædd skerðing og næringar- og meðgöngutengdir sjúkdómar eru ekki með í þessum útreikningi. Í þeim flokki eru að auki 10.400 glötuð mannár á ári, þar af 7.700 vegna áverka og slysa. Heimildir: World Health Organization (2015), Global Burden of Disease, WHO. (Æviár reiknuð út frá upplýsingum frá árinu 2013. Sjá: http://vizhub.healthdata.org/gbd-compare/) Lifað við örorku eða sjúkdóm Dauði Lífsstílstengdir áhættuþættir ● Mataræði ● Ofþyngd ● Reykingar ● Háþrýstingur ● Starfstengd áhætta ● Hreyfingarleysi ● Há blóðfita ● Hár blóðsykur ● Áfengisneysla 69% þjóðarinnar eru á vinnu færum aldri. 47% eru í raun við vinnu hverju sinni. Setja samræmda forvarnastefnu sem hittir fyrir alla hópa þjóð- félagsins og á sem flestum stöðum sem þeir koma við á í lífinu. Löggjafarvaldið Sykurgjald sam- hliða aukinni fræðslu. Ríkisstofnanir Eftirfylgni með innihaldsefnum matvara og fæðubótarefna. Markaðssetning skráargatsmerkisins. Sjúkratryggingar Íslands Veita fé til forvarna. Skipulagsyfirvöld Gera einfaldara og öruggara að ganga og hjóla. Frjáls félagasamtök Fræðslustarf, forvarnastarf og vitundarvakning meðal almennings. Fjölmiðlar Öflug miðlun ábyrgra upplýsinga og vönduð stefna við kynningu á heilsutengdum vörum og þjónustu. Heilsugæslan Reglubundnar skim- anir vegna blóðþrýstings, blóðfitu og blóðsykurs. Mæðravernd Aukin áhersla á unga foreldra í áhættuhópum. Skólakerfið Hollur matur í mötuneytum og aukin áhersla á hreyfingu– heilsueflandi skóli. Viðskiptalífið Umbuna starfsfólki fyrir að hjóla eða ganga til vinnu. Íþróttahreyfingin Smurt brauð og vatn eða mjólk á íþróttamótum barnanna. Fjarlægja gos- og sæl- gætissjálfsalana. Siðareglur varðandi kostanir, t.d. „Pepsideildin“. Við komumst ekki lengur upp með viðhorfið að heilbrigðiskerfið sé verkstæði sem geri við brotna og bilaða líkama og huga. 17.000 Íslendingar eru á örorku líf- eyri og hefur fj ölgað þrefalt hraðar en nemur almennri fólksfj ölgun síðastliðin 15 ár. 42,2 MILLJARÐAR KRÓNA 7.400 GLÖTUÐ ÆVIÁR 6.200 GLÖTUÐ ÆVIÁR 35,3 MILLJARÐAR KRÓNA 5.900 GLÖTUÐ ÆVIÁR 33,6 MILLJARÐAR KRÓNA Ótímabær dauði og æviár lifuð við örorku eða sjúkdóm á einu ári á Íslandi 60.100 mannár | 342,6 milljarðar króna 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 4 0 -B D E C 1 6 4 0 -B C B 0 1 6 4 0 -B B 7 4 1 6 4 0 -B A 3 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 1 1 2 s _ 1 0 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.