Fréttablaðið - 11.04.2015, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 11.04.2015, Blaðsíða 80
11. apríl 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 40 TEIKNAR ÞÚ FLOTTAR MYNDIR? Sendu okkur myndina þína í pósti til Fréttablaðsins, Skaft ahlíð 24, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á krakkar@frettabladid.is Ný hrollvekjubók er í prentun eftir nítján krakka úr frístunda- heimilum Hlíðaskóla, Austur- bæjarskóla og Háteigsskóla sem hafa verið í ritsmiðju- hópi í vetur. Ólína Stefáns- dóttir, Gunnlaugur Jón Briem og Hrafnhildur Oddgeirsdótt- ir segja verkefnið hafa verið rosalega skemmtilegt. Þau hafi aldrei áður prófað að skrifa hryllingssögur og heldur ekki lesið eða heyrt draugasögur fyrr en leiðbeinandinn í ritsmiðj- unni, Markús Már Efraím, las þær upphátt fyrir þau. Smeyk? „Ekki alltaf, en stundum.“ Þau skrifuðu með blýanti, mest í tímum hjá Markúsi Má, en líka stundum heima. Bókin heitir Eitthvað illt á leið- inni er og þau segja marga drauga koma þar við sögu. Markús Már segir hana ekki ætlaða yngstu börnum. „Gerð- ur Kristný rithöfundur skrifar formála í bókina og segir hana ekki fyrir neinar heybrækur.“ Verður bókin kannski bönnuð börnum? Ólína: Það er mjög ólíklegt. Hún er meðal annars búin til fyrir Barnamenningarhátíðina. Var erfitt að finna söguefni? Gunnlaugur Jón: Já, það var svolítið erfitt að ákveða sig. Fyrst var ég að hugsa um að láta söguna mína gerast á ruðn- ingsvelli en vinur minn hjálpaði mér að finna upp á öðru. Ólína: Ég var með tvær hug- myndir og var rosa lengi að gera upp á milli þeirra. Ég byrj- aði á annarri en notaði svo hina hugmyndina. Hrafnhildur: Markús kom með dæmi um hugmyndir og ég notað eitt dæmið og gerði meira úr því. Eru myndir í bókinni? Öll: „Já, og við vitum að Sigrún Eldjárn er ein þeirra sem teiknuðu. Hafið þið séð bókina? Öll: Nei, en við ætlum í heim- sókn í prentsmiðjuna Odda á miðvikudaginn með öllum hópnum. Ætlið þið að verða rithöfundar þegar þið verðið stór? Ólína. Mér finnst það senni- legt. Það eru allir í skólanum að segja að ég verði rithöfund- ur. En ég ætla að vera í tónlist líka.“ Gunnlaugur: Ég ætla kannski að verða arkitekt og líka mála og vera í tónlist, en að mála verður kannski bara hobbýið mitt. Hrafnhildur: Ég er að hugsa um að verða leikskólakennari. Ætlarðu nokkuð að lesa hryll- ingssögur fyrir litlu börnin á leikskólanum? Hrafnhildur: Nei, alveg örugg- lega ekki. Ekki fyrir heybrækur Ólína Stefánsdóttir, Gunnlaugur Jón Briem og Hrafnhildur Oddgeirsdóttir eru meðal nítján höfunda sem eru að gefa út bók með hryllingssögum. RITHÖFUNDAR Ólína, Gunnlaugur Jón og Hrafnhildur segja mjög gaman að skrifa hryllingssögur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Aníta kom að ömmu sinni þar sem hún var að tala ofan í umslag. „Hvað ertu að gera amma?“ spurði Aníta. „Ég er bara að senda talskila- boð,“ svaraði amma um hæl. Kennari: Stafaðu orðið rúm. Drengur: R-ú-m-m. Kennari: Slepptu öðru m-inu. Drengur: Hvoru? Pabbi: „Kári minn, hvað ertu að gera með þessa mýflugu?“ Nonni: „Ég ætla að gefa mömmu hana.“ Pabbi: „Af hverju í ósköpun- um?“ Nonni: „Mig langar svo rosa- lega í úlfalda fyrir gæludýr og þú segir að hún geri alltaf úlf- alda úr mýflugu!“ Kennarinn: „Hvaða dýr kallast rándýr?“ Árdís: „Það eru dýr sem kosta mikið.“ Ellen María sjö ára teiknaði og sendi okkur. Brandarar Bragi Halldórsson 143 „Ekki getum við spilað með aðeins fjórar fimmur,“ sagði Kata. „Svo þetta hlýtur að vera einhverskonar þraut, ekki satt?“ „Jú mikið rétt,“ sagði Lísaloppa og las upp lýsinguna á þrautinni. „Hér stendur: raðaðu þessum fjórum fimmum þannig að aðeins fjögur tákn sjáist á hverri þeirra.“ Kata horfði hugsi á fimmurnar. „Þú meinar að það sjáist bara fjórir spaðar á spaða fimmuninni og eins á hinum spilunum?“ „Já,“ sagði Lísaloppa. „Maður verður bara hálf ruglaður við það eitt að hugsa um það,“ sagði Kata. „Má ekki bara klippa eitt hornið af?“ spurði hún vongóð. „Nei,“ sagði Lísaloppa. „En það má raða þeim hvernig sem er. Getur þú leyst þessa þraut? Klipptu út myndirnar af spilunum hér að neðan eða finndu allar fjórar fimmurnar í spilastokk. Þú mátt raða þeim alveg eins og þú vilt en það má ekki beygja þær né kippa af þeim og þær þurfa allar að snúa upp. SVAR: Raðaðu öllum fimmunum í kross og láttu hornið á hverri þeirra leggjast yfir hornið á þeirri næstu, þá hylur hvert spil eitt merki á því næsta. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 4 1 -E B 1 C 1 6 4 1 -E 9 E 0 1 6 4 1 -E 8 A 4 1 6 4 1 -E 7 6 8 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 1 1 2 s _ 1 0 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.