Fréttablaðið - 15.05.2015, Side 21

Fréttablaðið - 15.05.2015, Side 21
SAFNADAGUR Íslenski safnadagurinn verður haldinn á sunnudag um allt land en dagurinn hefur verið haldinn að frumkvæði safnafólks síðan 1997. Um 50 söfn taka þátt og er ókeypis inn á flest þeirra. Vertu vinur á Facebook Vertu vinur á Facebook Yfirhafnir laxdal.is Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið laxdal.is/yfirhafnir Sumar- frakkar Verð 23.900 .- ÁSTRÍÐU- KOKKUR Ragna hefur lengi haft áhuga á matargerð. Pekanhnetu- snúningurinn á myndinni hentar vel með límon- aðinu en upp- skriftina að honum má finna á matar- bloggi Rögnu, ragna.is. MYNDIR/STEFÁN Rögnu Björgu Ársælsdóttur, hjúkr-unarfræðingi, matarbloggara og söngkonu, finnst skemmtilegt að gera ýmsar tilraunir í eldhúsinu með nýjar bragðtegundir og rétti. Hún hefur lengi haft áhuga á matargerð og sat ung á eldhúsbekknum og fylgdist með mömmu sinni og ömmum í eldhúsinu. Þegar Ragna bjó í Bretlandi var sum- arið þar það heitasta í hundrað ár. „Ég lærði þá að gera heimagert límonaði og síðan þá hefur þetta verið uppáhalds sumardrykkurinn minn. Ég geri margar útgáfur af honum svo að það er seint hægt að þreytast á þessum drykk. Ég er farin að þrá sumar og sól og svo var ég að koma frá Stokkhólmi þar sem ég fann þessa fallegu könnu sem ég tók með mér í handfarangri og mig langaði að prófa að fylla hana af sæt-súru límonaði með fljótandi klökum og sítrónusneið- um. Svo ætla ég að láta mig dreyma um sólhlífar,“ segir Ragna og brosir. UNDIRBÚNINGUR: 400 ml sykur 200 ml vatn Hitað saman að suðu þar til sykurinn er uppleystur. Sett í kæli og kælt. SAMSETNING: 350 ml sítrónusafi (um það bil sex til níu sítrónur) 2 lítrar kalt vatn sykursíróp Aðferð: - Kreistið safann úr sítrónunum í hönd- unum eða með safapressu. - Sigtið safann til að fjarlægja steina. (Gott er að geyma smá af aldinkjötinu sem festist í sigtinu og bæta út í safann eftir á.) - Hellið sykursírópi, sítrónusafa og vatni saman við og hrærið þar til allt er blandað. - Skerið eina sítrónu í þunnar sneiðar og bætið klökum út í. Geymist í nokkra daga í kæli í lokaðri flösku. „Það er gaman að leika sér með þessa uppskrift og setja nokkur myntublöð út í sykursírópið þegar soðið er upp á því. Þau eru svo sigtuð frá áður en sírópið er sett út í vatnið og sítrónuna og fersk blöð látin í staðinn. Eins er hægt að nota timían, rósmarín eða ýmiss konar ber,“ segir Ragna. DREYMIR UM SÓL UPPSKRIFT Þegar sólin skín eins og hún hefur gert undanfarið er ekki úr vegi að huga að sumarlegum uppskriftum þó hitinn mættu alveg vera meiri. SUMARDRYKKUR Það verður gott að bragða á þessu límonaði á heitum degi í sumar. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 4 0 -A 5 3 C 1 6 4 0 -A 4 0 0 1 6 4 0 -A 2 C 4 1 6 4 0 -A 1 8 8 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 0 5 6 s _ 1 4 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.