Fréttablaðið - 15.05.2015, Page 26

Fréttablaðið - 15.05.2015, Page 26
4 • LÍFIÐ 15. MAÍ 2015 Loksins, loksins hefur sólin látið sjá sig og veðurguðirnir ákveðið að leyfa okkur að njóta hennar, án þess að vera í kulda- gallanum, síðustu daga. Ég hef tekið eftir því undanfarna daga að fólkið í kringum mig er almennt bjartara og glað- ara en það hefur verið í vetur. Það brosir meira og er jákvæð- ara en oft áður. Það er ótrúlegt hvað sólin hefur mikil áhrif á líðan okkar og því um að gera að nýta hana til hins ýtrasta á meðan tækifæri gefst. Þar sem ég vinn á líkams- ræktarstöð hef ég einnig tekið eftir því að smám saman fækk- ar á stöðinni eftir því sem veðr- ið batnar. Hvers vegna? Jú fólk fer frekar út og hreyfir sig! Við fáum bara örfáa mánuði á ári þar sem veðrið er þokkalega gott. Fæst okkar njóta þeirra forréttinda að vinna úti yfir sumartímann og því viljinn til að eyða þeim frítíma sem maður hefur á daginn úti mjög mik- ill. Ég ákvað því að taka saman nokkra kosti þess að hreyfa sig utandyra yfir sumartímann. 1 Það að geta hreyft sig undir berum himni og andað inn fersku lofti á meðan er ómet- anlegt. Líkaminn fyllist af ein- hverri ólýsanlegri orku og vilj- inn til að gera enn meira og betur tekur yfir. 2 Þú færð að upplifa umhverf- ið og náttúruna og njóta henn- ar í botn á meðan líkaminn vinn- ur fyrir bættri heilsu. Prófaðu að fara eitthvert sem þú hefur aldrei farið áður og stunda lík- amsræktina þar. Það er virki- lega gaman að hlaupa hring í ókunnugum bæ og skoða sig um. 3 Þú færð alveg frían skammt af D-vítamíni og smá lit á kropp- inn í leiðinni. Mundu bara eftir sólarvörninni! 4 Öll fjölskyldan getur tekið þátt. Það er ekkert aldurstakmark á æfingar utandyra. Taktu fjöl- skylduna með í fjallgöngu, farið í gönguferð í fjöruna eða finn- ið ykkur stað til þess að fara í ærslafulla leiki saman. Það er frábært að njóta samveru við ástvini á meðan maður hreyfir sig. 5 Þú getur æft hvar sem er og hvenær sem er. Engar áhyggjur af því að líkams- ræktarstöðin sé lokuð eða að það sé of mikið af fólki. Þú ræður algjörlega ferðinni. Ég get ekki lýst því hversu ánægð ég er yfir að geta loks- ins farið út að hlaupa og stund- að æfingar utandyra og get ekki mælt nógu mikið með því fyrir alla. Því legg ég til að allir finni sér hreyfingu við hæfi sem hægt er að stunda undir berum himni. Ef þú vilt félagsskap við æfingarnar er ekkert mál að finna hlaupa- hóp eða æfingahóp sem æfir úti yfir sumartímann. Finndu bara það sem þér hentar og komdu þér út, því áður en þú veist af verður Vetur konungur kominn aftur í öllu sínu veldi. „Það er ótrúlegt hvað sólin hefur mikil áhrif á líðan okkar og því um að gera að nýta hana til hins ýtrasta á meðan tækifæri gefst“ HEILSURÆKTIN STUNDUÐ ÚTI Í SUMAR! Nú þegar veðrið er okkur loksins hliðhollt þá er um að gera að brjóta upp rútínuna og fara út og hreyfa sig. Það eru ótal leiðir til að nýta nærumhverfið og getur það skilað sér í bættu formi og sálin kætist einnig við sólarljósið og hreina loftið. Gleðilegan mæðradag elskan,“ sagði hann og brosti lævísi- lega er við skáluðum með pappa- málum merktum KFC. Krakkarnir festu sig í risavaxinni rennibraut- inni og ég missti sósu á annað brjóstið og spáði í því hvort það tæki því að reyna þrífa hana. Svona er víst lífið orðið. Þegar við kynntumst þá héldum við upp á alla tyllidaga, stóra sem smáa. Það dugði ekkert minna en heill dagur í óvissuferð, kræsingar í hvert mál og litlar gjafir löðr- andi í rómantík. Við höfðum allan heimsins tíma til að dúllast með ástsjúku hormónunum okkar. Heimurinn var okkar eigin cronut og við gúffuðum lysti- semdirnar í okkur. Ætli það mætti ekki segja að við vorum svona óþolandi krúttpar sem var alltaf að dúllast eitthvað fyrir hvort annað. Sumir jafnvel gengu það langt að kalla okkur fullkom- ið par. Ég læt slíkar athugasemd- ir liggja á milli hluta en við pöss- uðum upp á okkur, bæði sem ein- staklinga og sem par. Við gáfum hvort öðru loforð um að vera parið sem gerir allt saman og mætir á alla viðburði sem fjöl- skylda. Svo kom barnið og svo börnin. Nýr raunveruleiki blasti við. Bóndadagur varð bara að köldum degi í janúar en ekki sólar hring af ástarjátningum. Rómantíkin í dái Ég játa að ég hef gersamlega misst allt rómantískt kúl eftir að ég varð mamma. Ég er gleymin, utan við mig, syfjuð, útbíuð í hori, með krónískt samviskubit og hár á undarlegum stöðum. Ég þarf að hafa gífurlega fyrir því að muna eftir því að kyssa kveðjukoss- inn á morgnana og gaman-að-sjá- þig-kossinum eftir langan vinnu- dag. Í árdaga sambandsins fórum við ekki að sofa öðruvísi en í knúsi eftir góðan sleik. Í dag hvíla tvö lítil börn á milli okkar og ég man eiginlega ekki hvenær við sofn- uðum síðast í kúri. Hvað þá eftir nætur sleik. Hann fékk gjafabréf í róman- tíska helgarferð með undirritaðri í jólagjöf frá börnunum sínum. Það breyttist úr slefandi rómans yfir rauðvíni og súkkulaði í organdi frekjukast í Target með popp á víð og dreif í bráðnuðum ís. Börnin trompa allt. Alltaf. Rómans verður undir krakkaknúsi. Ætli þessi lesn- ing fari ekki að verða getnaðar- vörn fyrir marga lesendur á þess- um tímapunkti. Fyrir ykkur hin sem enn lesið hef ég eitt að segja, þetta er tímabil. Þetta líður hjá. Lífið er alls konar tímabil og ég veit að börnin munu ekki sofa uppí endalaust, þau verða sjálfstæð- ari og ég mun gefa ástinni meira svigrúm. Þangað til þá verður lág- stemmdari rómans að duga. MAMMAN DRAP RÓMANTÍKINA Bóndadagur varð bara að köldum degi í janúar en ekki sólahring af ástarjátn- ingum. Ef þú hefur spurningu um kynlíf þá getur þú sent Siggu Dögg póst og spurningin þín gæti birst í Fréttablaðinu. sigga@siggadogg.is VILTU SPYRJA UM KYNLÍF? Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur Heilbrigðir fætur Maí mánuður er alþjóðlegur fótverndarmánuður. Íslenskir fótaaðgerðafræðingar verða með fræðslu í sundlaugum landsins laugardaginn 16. maí á milli kl. 10 og 14. Í ár leggjum við áherslu á fætur unga fólksins. Mikilvægt er að hugsa vel um fæturna og kaupa góða skó sem hæfa viðkomandi. Of litlir skór geta aflagað fæturna. Verið velkomin í sundlaugarnar 16. maí, og fáið ráðleggingar varðandi fæturna. N O RD IC PH O TO S/ G ET TY Heilsuvísir 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 4 0 -0 2 4 C 1 6 4 0 -0 1 1 0 1 6 3 F -F F D 4 1 6 3 F -F E 9 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 5 6 s _ 1 4 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.