Fréttablaðið - 15.05.2015, Side 30

Fréttablaðið - 15.05.2015, Side 30
8 • LÍFIÐ 15. MAÍ 2015 Laxaborgari með dillsósu og franskar sætkartöflur 350 g ferskur lax, beinhreinsaður 1 egg 2 msk. sojasósa 1 tsk. rifið engifer 1 rautt chili 2-3 dl brauðrasp Salt og nýmalaður pipar 150 g sesamfræ til að hjúpa með 1 Saxið laxinn niður með hníf og setjið í skál. 2 Blandið hinum hráefnunum saman við og mótið í fjóra laxaborgara. 3 Veltið borgurunum upp úr sesamfræjum og steikið við miðlungshita í um það bil 2-3 mínútur á hvorri hlið. Dillsósa Hnefafylli dill, saxað Börkur og safi úr einni límónu 2 dl majónes salt og svartur pipar Maukið saman í matvinnsluvél eða með skeið. Franskar sætkartöflur Sætar kartöflur eru ansi bragð- góðar. Þær passa við hvaða máltíð sem er, þær innihalda minni sykur en venjulegar kart- öflur og eru stútfullar af C-vít- amíni og trefjum. Mér finnst gott að sjóða þær, steikja þær, grilla þær og baka þær í ofni eins og ég ætla að gera núna. Sætar kartöflur skornar í af- langar sneiðar eins og franskar kartöflur. Þeim er svo velt upp úr ólífuolíu, maldonsalti, gróf- um pipar og góðri kryddjurta- blöndu, til dæmis Best á allt frá Pottagöldrum. Kartöflurnar bak- aðar við 220 gráður í um 30 mínútur. LAXASTEIK OG LAXABORGARI MEÐ FRÖNSKUM SÆTKARTÖFLUM Eva Laufey bauð upp á lax á tvo vegu í þættinum Matargleði á Stöð 2 í gærkvöldi og ættu þessir réttir að henta vel þegar sest er að snæðingi í sólinni. Lax er hollur og góður fiskur sem passar vel hvort heldur sem er á grillið eða beint á pönnuna. Matarvísir Ofnbakaður lax í hnetuhjúpi „Hollur og góður kostur t.d. í matarboð eða bara hversdags. Berið gjarnan fram með bök- uðum kartöflum og jógúrtdress- ingu.“ 1 laxaflak gróft sjávarsalt nýmalaður svartur pipar hunangs-dijonsinnep Hnetuhjúpur 100 g hnetur, t.d. hesli- og pekanhnetur 4 msk. brauðrasp steinselja börkur af einni sítrónu 1 msk. olía 2 hvítlauksrif, fínt rifin sjávarsalt 1 Hitið ofninn í 180°C. 2 Snyrtið laxaflakið og setjið í eldfast mót eða á pappírs- klædda bökunarplötu. 3 Kryddið laxinn til með salti og pipar og penslið sinnepinu yfir hann. Dreifið hnetuhjúpnum yfir og þjappið honum vel ofan í sinnepið með höndunum, þann- ig að hann haldist vel á. Bakið í 15 mínútur. Takið þá laxinn út úr ofninum og látið hann standa í 5 mínútur áður en þið berið hann fram en þannig eldast hann aðeins lengur. Jógúrtdressing 2 dl grískt jógúrt 1 hvítlauksgeiri 1 msk. hunangs-dijonsinnep smátt söxuð steinselja salt og pipar Blandið öllu saman og bragðbætið með salti og pipar. Laxaborgari er góð og holl tilbreyting frá hefðbundnum hamborgara og sætar kartöflur eru hollari útgáfa af frönskum kartöflum. Hnetuhjúpurinn fer vel saman við mjúka áferð laxins. www.lyfogheilsa.is Kringlunni Chanel kynning í Lyfjum & heilsu Kringlunni dagana 14.-17. maí. 20% afsláttur af öllum vörum frá Chanel Gréta Boða kynnir nýtt CC krem frá Chanel og veitir faglega ráðgjöf. Eiginleikar nýja CC kremsins: · Rakagefandi · Húðholur 34% minna sýnilegar og roði 52% minna sýnilegur · Hefur mengunarvörn · Sólarstuðull SPF 50 · Kemur í þremur litum 20, 30, 40 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 F -C 7 0 C 1 6 3 F -C 5 D 0 1 6 3 F -C 4 9 4 1 6 3 F -C 3 5 8 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 5 6 s _ 1 4 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.