Morgunblaðið - 17.12.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.12.2014, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Þýskar hágæða pönnur frá Allt fyrir eldhúsið Verð fr á: 13.500 kr. Allir velkomnir Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 540 3550 | progastro.is Opið alla virka daga frá 09:00 – 17:00. Við óskum íslenska kokkalandsliðinu til hamingju með frábæran árangur á heimsmeistaramótinu í Lúxemborg, og erum stolt af því að vera samstarfsaðilar þeirra með AMT pönnurnar okkar. • AMT eru hágæða pönnur úr 9mm þykku áli. • Allar pönnur mega fara inn í ofn við allt að 240° hita. • 25 ára ábyrgð á verpingu. • Ný byltingakennd viðloðunarfrí húð sem er sterkari en Teflon og án eiturefna. • Nothæf fyrir allar eldavélar. • Má setja í uppþvottavél. KOKKALANDSLIÐIÐ NÁÐI 5. SÆTINU Á HEIMSMEISTARAMÓTINU Í LÚXEMBORG MEÐ GULL Í BÁÐUM KEPPNISGREINUM BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Annaðhvort þarf að hækka lægstu laun á Ís- landi verulega til að þau dugi fyrir almennri framfærslu eða að ríkisstjórnin verður að nið- urgreiða vexti til uppbyggingar á félagslegu húsnæði til að tryggja þessum sama hópi öruggt húsnæði. Að öðrum kosti mun verka- lýðshreyfingin láta sverfa til stáls með vorinu og verður verkfallsvopnið þá rifjað upp. Þetta segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, í tilefni af nýsamþykktum fjárlögum sem hann telur sýna að stjórnvöld vilji lítið sem ekkert aðhafast í húsnæðismálum lágtekjufólks. Tilefnið er einnig umfjöllun í Morgun- blaðinu í gær um þá staðreynd að meirihluti umsækjenda um greiðsluaðlögun hjá umboðs- manni skuldara er nú fólk sem er ekki með fasteignalán en er í skuldavanda vegna ann- arra lána. Tekjur þessa fólks duga ekki fyrir almennri framfærslu. Miðstjórn ASÍ mun funda um stöðu leigj- enda og félagslega húsnæðiskerfið í dag. Hlutur félagslegs húsnæðis mjög lítill Gylfi segir mikinn skort á félagslegu hús- næði alvarlegt vandamál í íslensku samfélagi sem verði að takast á við. „Framboð félagslegs húsnæðis er mjög lítið á Íslandi, aðeins tæplega 5% af íbúðamagninu. Það veldur því að æði margir af þeim sem þyrftu að fá aðstoð hins opinbera eru ýmist að kaupa húsnæði eða leigja við aðstæður sem þeir ráða ekkert við. Sumir þeirra eru búnir að fara í gegnum greiðsluaðlögun hjá umboðs- manni skuldara vegna fasteignalána eða ann- arra skulda. En þessi hópur sem er á leigu- markaði var skilinn eftir. Við sjáum til dæmis afleiðingar þess í því að þeim fjölgar verulega sem eru að sækja um formlega aðstoð vegna lausaskulda, endar ná ekki saman,“ segir Gylfi og rifjar upp neysluviðmið síðustu ríkis- stjórnar. Það sé ljóst að þegar búið er að greiða reikninga og fyrir almenn útgjöld sé lít- ið sem ekkert eftir hjá þeim tekjulægstu til að standa straum af kostnaði við húsnæði. „Þetta er fólk á vinnumarkaði sem er í neðsta tekjufjórðungi. Það getur ekki fram- fleytt sér á þeim tekjum. Það kom fram í könn- un Eflingar að ríflega helmingur félagsmanna er á leigumarkaði og er í verulegum vandræð- um við að ná endum saman. Ríkisstjórnin vill ekki tryggja öruggt húsnæði fyrir þetta fólk. Það vantar tekjur. Ein leið er því að hækka launin.“ Skoði stofnun húsnæðistofnunar ASÍ – Það verða sem sagt gerðar meiri launa- kröfur fyrir þennan hóp en nokkurra prósenta raunhækkanir? „Það eru tvær leiðir. Annaðhvort leggur rík- ið fram fjármuni til að niðurgreiða húsnæði fyrir tekjulágt fólk þannig að það geti búið við öryggi í húsnæðismálum. Það er okkar tillaga. Það er ekki hljómgrunnur fyrir þeirri tillögu af hálfu þessarar ríkisstjórnar. Hún vildi ekki að skuldaleiðréttingin næði til félagslega kerf- isins. Þá hefur verkalýðshreyfingin ekki annan kost en að bæta við sig kaupið. Það þarf sem sagt annaðhvort að hækka grunnkaupið mjög mikið hjá þeim sem lægst hafa launin eða að fara fram með sameiginlega kröfu um að aðild- arfélög ASÍ stofni húsnæðisstofnun.“ – Verða verkföll í vor ef stjórnvöld koma ekki til móts við kröfur ykkar? „Ég hef sagt að í það minnsta hafi líkurnar á að átök á vinnumarkaði aukist verulega vegna framgöngu ríkisstjórnarinnar. Það mat mitt hefur ekki breyst eftir að fjárlögin voru sett fram, hvað þá þegar þau hafa verið afgreidd nánast óbreytt.“ – Hvað telur ASÍ að beri að gera? „Okkar tillaga var sú að það yrði tekið upp félagslegt leigukerfi í ætt við dansk/sænska húsnæðiskerfið. Það felst í því að ríkið aðstoði við að niðurgreiða fjármagnskostnað vegna kaupa eða byggingar á félagslegum íbúðum, meira heldur en gert er.“ – Hvernig munið þið tengja þessa kröfu við kjarasamningana? „Það er verið að afgreiða fjárlög í dag [í gær] og þar er ekki gert ráð fyrir því af hálfu stjórnvalda að leggja neitt aukið fé til þess að aðstoða þennan hóp. Um 400 milljónir eiga að fara aukalega í húsaleigubætur til mótvægis við hækkun á matarskatti. Það eru svo sem ekki stórar fjárhæðir. Varðandi félagslega húsnæðiskerfið er Reykjavíkurborg með til- lögu um að byggja fleiri félagslegar íbúðir og hyggst þá vinna út frá stofnkostnaðar- styrkjum sem nefnd á vegum Eyglóar Harð- ardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, komst að niðurstöðu um. Það eru engir fjár- munir á fjárlögum til þess að veita slíka styrki. Þannig að það er niðurstaða ríkisstjórnarinnar að það eigi ekkert að gera fyrir þennan hóp. Hvernig það birtist í kröfugerð stéttarfélag- anna veit ég ekki. Það er verið að móta þá kröfugerð hjá aðildarfélögunum. Það er hins vegar ljóst að lítið er hægt að treysta á stjórn- völd.“ Húsnæðismálaráðherra einangraður – Eygló Harðardóttir hefur vísað til þeirrar samstöðu sem skapaðist um að byggja hús- næði fyrir verkafólk í Breiðholtinu á 7. ára- tugnum. Er ekkert sem bendir til þess að slík samstaða sé nú að skapast um þetta verkefni? „Ráðherra hefur ekki fengið neinn hljóm- grunn hjá ríkisstjórninni eða meirihlutanum á Alþingi fyrir þessum hugmyndum sínum og þar af leiðandi ekki neitt fé til þessa verkefnis. Ráðherra getur því ekki komið inn á vinnu- markaðinn og sagst hafa fengið heimild ríkis- stjórnarinnar til að leggja verulega fjármuni í niðurgreiðslu vaxta eins og var gert 1964. Það er einfaldlega ekki þannig. Það var ekki þann- ig að stéttarfélögin legðu fram þessa peninga heldur lagði ríkisstjórn Bjarna Benedikts- sonar árið 1964 til verulega fjármuni til niður- greiðslu á kostnaði við að byggja verka- mannabústaði. Bjarni Benediktsson dagsins í dag hefur engan áhuga á því. Ég á því ekki von á því að þetta verði gert,“ segir Gylfi. ASÍ tilbúið að láta sverfa til stáls  ASÍ mun draga fram verkfallsvopnið í vor ef hinir lægst launuðu fá ekki verulega kjarabót  Annaðhvort þurfi lægstu laun að hækka mikið eða stjórnvöld að tryggja láglaunafólki húsnæði Morgunblaðið/Eggert Gylfi í ræðustól Forseti ASÍ segir brýnt að leysa húsnæðisvanda hinna tekjulægstu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.