Morgunblaðið - 17.12.2014, Blaðsíða 21
BAKSVIÐ
Brynja Björg Halldórsdóttir
brynja@mbl.is
Sameinuðu félagi fjölmiðla- og fjar-
skiptafyrirtækisins 365 miðla og
farsímafyrirtækisins Tals verður
óheimilt að gera það að skilyrði fyr-
ir kaupum á þjónustu á fjölmiðla-
markaði að fjarskiptaþjónusta fylgi
með í kaupunum. Þetta er eitt fjög-
urra skilyrða sem lýst er í tilkynn-
ingu Samkeppniseftirlitsins um
samruna félaganna, sem birt var í
gær.
Að sögn Sævars Freys Þráins-
sonar, forstjóra 365 miðla, hafa skil-
yrðin engin áhrif á hagkvæmni sam-
runans. Hann segir sameininguna
hafa formlega tekið gildi frá 1. júlí
síðastliðnum. „Við fengum samein-
inguna samþykkta síðastliðinn
föstudag, starfsmenn Tals fluttu sig
yfir til okkar í Skaftahlíðina á mánu-
dag og nú stendur yfir undirbún-
ingur við að kynna þjónustu hins
sameinaða félags fyrir viðskiptavin-
um. Næstu vikur munu fara í að
klára að samþætta starfsemina.“
Þá segir hann ýmsar nýjungar
kynntar fyrir viðskiptavinum eftir
áramót, en hið sameinaða félag fékk
heimild til að bjóða fram þjónustu
sína á farsímamarkaði. Aðspurður
kveðst hann ekki geta tjáð sig um
þær nýjungar að svo stöddu.
Gegn samkeppnishömlum
Skilyrðin sem Samkeppniseftirlit-
ið setti fyrir samrunanum eru sögð
byggð á mati á samkeppnisaðstæð-
um á viðkomandi mörkuðum og sett
í því skyni að draga úr hættunni á
mögulegum samkeppnishamlandi
áhrifum samrunans. Ákvörðun um
samrunann verður birt í heild sinni
á næstu dögum.
Sem fyrr segir er eitt skilyrðanna
bann við því að gera það að skilyrði
fyrir kaupum á þjónustu sem fyr-
irtækið veitir á fjölmiðlamarkaði að
fjarskiptaþjónusta fylgi með í kaup-
unum. Annað skilyrði er bann við
því að tvinna saman í sölu fjölmiðla-
þjónustu fyrirtækisins og fjar-
skiptaþjónustu þess gegn verði eða
viðskiptakjörum sem jafna megi til
slíks skilyrðis. Þá er hinu sameinaða
félagi óheimilt að gefa einstaka
þjónustuþætti í heild sinni. Einnig
er það gert að skilyrði að innleið-
ingu og uppbyggingu þjónustu á
farsíma- og sjónvarpsdreifingar-
markaði skuli lokið eigi síðar en 1.
apríl 2016. Loks er gerð krafa um
að gagnsæis sé gætt í verðlagningu
mismunandi þjónustuþátta fyrir-
tækisins.
Tal fær 20% hlut í 365
Við samrunann fær Tal 19,78%
hlut í 365 miðlum í gegnum félagið
IP fjarskipti. Við það fer eignarhlut-
ur félaga á vegum Ingibjargar
Pálmadóttur, aðaleiganda 365, niður
í 77,97%. Þannig á Moon Capital
S.á.r.l. 55,05% hlut, ML 102 ehf. á
12,8% hlut og
IP Studium ehf. á 10,12% hlut.
Eignarhlutur Ara Edwald, fyrrver-
andi forstjóra 365 miðla, þynnist
einnig úr 6,2% í 2,25%.
Eigendur IP fjarskipta eru fjár-
festasjóðurinn Auður 1, sem á 94%
hlut, og Kjartan Örn Ólafsson, sem
á 6% hlut. Auður 1 er framtaks-
sjóður í rekstri verðbréfafyrirtæk-
isins Virðingar.
Ákveðið var í maí síðastliðnum að
auka hlutafé 365 miðla um einn
milljarð króna, sem jafngilti þá
fjórðungi af hlutafé félagins. Hluta-
fjáraukningin kláraðist svo í sept-
ember. Á hlutafjárfundi í júní var
ákveðið að ef samruninn við Tal
gengi eftir, myndi Tal færast inn í
A-hluta en hlutafjáraukningin
myndi hins vegar falla í B-flokk.
Samruni Tals og
365 skilyrðum háð
Engin áhrif á hagkvæmni samruna, segir forstjóri 365
Morgunblaðið/Ómar
Skaftahlíð Hið sameinaða félag starfar nú undir sama þaki, í húsnæði 365.
Samruni
» Samkeppniseftirlitið heim-
ilaði samruna 365 miðla og
Tals, með fjórum skilyrðum.
» Eitt þeirra varðar bann við
að gera það að skilyrði fyrir
kaupum á þjónustu á fjöl-
miðlamarkaði að fjar-
skiptaþjónusta fylgi með í
kaupunum.
» Forstjóri 365 miðla segir
skilyrðin ekki hafa nein áhrif
á hagkvæmni samrunans.
Neytendastofa hefur lagt 700 þús-
und króna stjórnvaldssekt á Húsa-
smiðjuna vegna skorts á verðmerk-
ingum í verslunum fyrirtækisins í
Reykjanesbæ og á Akranesi.
Neytendastofa gerði athuga-
semdir við verðmerkingar Húsa-
smiðjunnar eftir að hafa skoðað
hvort samræmi væri á milli verðs á
hillu og á kassa á 25 vörum sem
voru valdar af handahófi. Nið-
urstaðan var sú að verðmerking-
arnar voru ófullnægjandi í versl-
ununum. Húsasmiðjan fékk frest til
að lagfæra merkingarnar áður en
þær yrðu kannaðar aftur. Þegar
skoðuninni var fylgt eftir kom í ljós
að ekki höfðu verið gerðar full-
nægjandi lagfæringar.
Húsasmiðjan 700 þúsund kr. sekt.
Húsasmiðj-
an sektuð
FRÉTTIR 21Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014
Skútuvogi 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is
NÝTT Á ÍSLANDI
Ford rafmagns-
handverkfæri
Þessi ágætu rafmagnshandverkfæri eru
óskaverkfæri fyrir alla handlagna að
eiga á heimilinu. Kærkomin gjöf.
Slípirokkur
• 125 mm
• 1200 w
Verð: 9.475 kr.
Stingsög
• 650 w
Verð: 5.961 kr.
Skrúfborvél
Hleðsluvél 18V 1,5Ah
• 1 rafhlaða Li-Ion
Verð: 17.043 kr.
ÖFLUG OG ÓDÝR
PIPA
R
\TBW
A
•SÍA
•143541
HS Orka hefur keypt hlut í orkufyr-
irtækinu Vesturverki, sem vinnur að
virkjun Hvalár í Ófeigsfirði á
Ströndum. Með kaupsamningnum
verður HS Orka meirihlutaeigandi í
félaginu og Vesturverki verður kleift
að vinna áfram að rannsóknum og
þróun virkjunarinnar í Hvalá.
„Samningurinn við HS Orku gerir
okkur kleift að halda áfram rann-
sóknum og þróun Hvalárvirkjunar.
Virkjunin mun hafa víðtæk og veru-
lega jákvæð áhrif á atvinnulíf á Vest-
fjörðum,“ segir Gunnar Gaukur
Magnússon, framkvæmdastjóri
Vesturverks, í tilefni samningsins.
Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS
Orku, tekur í sama streng. „Orku-
öryggi á Vestfjörðum hefur verið eitt
helsta baráttumál íbúa þar um langt
skeið enda hafa orkumál staðið at-
vinnulífinu fyrir þrifum.“
Hvalárvirkjun verður líklega um
50 megavött og með orkugetu upp á
320 gígavött á ári. Virkjunin er á að-
alskipulagi Árneshrepps og í nýting-
arflokki rammaáætlunar ríkisstjórn-
arinnar um nýtingu orkuauðlinda
Íslands.
Með tengingu til Ísafjarðar er
virkjunin talin sá virkjunarkostur á
Vestfjörðum sem tryggir orkuöryggi
Vestfirðinga hvað best.
brynja@mbl.is
HS Orka kaupir
hlut í Vesturverki
Orkufyrirtæki Hér má sjá aðstand-
endur félaganna tveggja.
Kínverjar hyggjast opna nýja
markaði í Austur- og Suðaustur-
Evrópu. Þetta sagði Li Keqiang,
forsætisráðherra Kína, á leið-
togafundi í Belgrað í Serbíu þar
sem voru samankomnir leiðtogar
16 landa á þeim slóðum.
Li tilkynnti að því er fram kom
hjá fréttastofunni Reuters að
Kínverjar ætluðu samtals að
leggja þrjá milljarða dollara í
nýjan fjárfestingarsjóð. Einkum
væri stefnt að því að fjárfesta í
byggingu innviða, hvort sem það
væri fyrir lestir,
bíla eða skip.
Hann vísaði til
þess að Kínverjar
ættu digra gjald-
eyrissjóði og væru
því viðskipta-
félagar til fram-
búðar. Hann lýsti
einnig yfir ánægju með mikinn
vöxt í viðskiptum Kína við löndin
sextán. Þau myndu á þessu ári
verða meiri en 60 milljarðar doll-
ara.
Kínverjar hyggjast auka
umsvif sín í Austur-Evrópu
Li Keqiang