Morgunblaðið - 17.12.2014, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014
www.smyrilline.is
Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík
Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is
Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður
Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is
Færeyjar
2 fullorðnir með fólksbíl
Netverð
á mann frá 34.500
Danmörk
2 fullorðnir með fólksbíl
Netverð
á mann frá 74.500
10%
afsláttur
Fullgreitt fyrir 1. marsÁ ferðum fram og til baka,gildir ekki með öðrum
tilboðum.
Bókaðu
núna!
Taktu
bílinn með
til Færeyja og
Danmerkur 2015
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Sex talibanar urðu að minnsta kosti
141 manni að bana, þar af 132 börn-
um, þegar þeir réðust inn í barna-
skóla í borginni Peshawar í Pakistan
í gær. Yfirvöld sögðu þetta mann-
skæðasta hryðjuverk í sögu landsins.
Mörg barnanna létu lífið í mikilli
sprengingu þegar einn árásarmann-
anna sprengdi sjálfan sig í loft upp.
Hinir árásarmennirnir fimm gengu á
milli kennslustofa og skutu börn og
kennara til bana.
Skólinn er á meðal 146 barna- og
framhaldsskóla sem her Pakistans
rekur fyrir börn hermanna. Flestir
þeirra sem létu lífið í árásinni í gær
voru tólf til sextán ára.
Foreldrar nemenda skólans söfn-
uðust saman við sjúkrahús í Peshaw-
ar og hágrétu þegar lík barnanna
voru flutt þangað. Ein mæðranna,
sem missti tólf ára son, sló sjálfa sig í
andlitið í örvæntingu og lagðist á
götuna fyrir framan sjúkrabíl. „Ó
Guð, hversu vegna tókstu son minn
frá mér? Hvaða synd hafa öll þessi
börn drýgt?“ hrópaði hún.
Heimskuleg dráp
Talsmaður hreyfingar talibana
sagði að hún hefði staðið fyrir árás-
inni til að hefna drápa á talibönum og
fjölskyldum þeirra í sókn hersins í
Norður-Waziristan, sunnan og suð-
vestan við Peshawar. „Við gerðum
þetta vegna þess að við viljum að
þeir finni það sjálfir hversu sárt það
er að missa fjölskyldu sína. Við gríp-
um til þessara aðgerða til að fjöl-
skyldur þeirra þurfi að syrgja eins
og fjölskyldur okkar.“
Þúsundir manna hafa beðið bana í
uppreisn sem talibanar hófu árið
2007. Herinn hóf stórsókn gegn ísl-
ömsku hreyfingunni í júní og yfir
1.600 talibanar hafa beðið bana í
árásunum.
Talat Masood, ráðgjafi í öryggis-
málum og fyrrverandi hershöfðingi,
segir að markmiðið með árásinni sé
að draga úr baráttuvilja hersveit-
anna. Talibanarnir viti að þeir geti
ekki ráðist á herstöðvar og velji þess
vegna „auðveld skotmörk“. „Slíkar
árásir hafa mikil sálræn áhrif,“ hefur
fréttaveitan AFP eftir honum.
Fréttaskýrandi breska ríkisút-
varpsins segir að stjórnmálamenn í
Pakistan hafi hingað til verið tregir
til að styðja sókn hersins gegn talib-
önum. Hann telur að með því að
myrða svo mörg börn hafi talibanar
líklega „sameinað stjórnmálamenn-
ina og herinn“ í baráttunni gegn
öfgasamtökunum.
Allir helstu stjórnmálaleiðtogar
Pakistans fordæmdu drápin á skóla-
börnunum. Nawaz Sharif forsætis-
ráðherra sagði að árásin væri
„þjóðarharmleikur af völdum villi-
manna“. Stjórnarandstöðuleiðtoginn
Imran Khan, fyrrverandi fyrirliði
landsliðs Pakistans í krikket, for-
dæmdi einnig árásina, lýsti henni
sem „villimennsku“.
Malala Yousafzai, handhafi friðar-
verðlauna Nóbels, kvaðst vera harmi
lostin vegna þessara „heimskulegu
og grimmilegu drápa á saklausum
börnum“. Malala er sautján ára og
lifði af banatilræði talibana í október
2012 þegar þeir reyndu að ráða hana
af dögum vegna baráttu hennar fyrir
rétti stúlkna til að ganga í skóla.
Þóttist vera dáinn
Um 500 börn voru í barnaskólan-
um þegar talibanarnir réðust inn í
hann, klæddir herbúningum, klukk-
an 10.30 að staðartíma í gærmorgun,
kl. 5.30 að íslenskum tíma. Um átta
klukkustundum eftir að árásin hófst
sagði talsmaður hersins að allir
árásarmennirnir væru fallnir.
Sextán ára nemandi í skólanum
bjargaði lífi sínu með því að fela sig
undir borði og þykjast vera dáinn
þegar árásarmennirnir réðust inn í
stofu hans. „Líkaminn skalf,“ sagði
hann. „Ég sá dauðann svo nálægt
mér og á aldrei eftir að gleyma
svörtu stígvélunum koma nær mér –
mér fannst að dauðinn væri að nálg-
ast mig.“
Drápu 132 börn í árás á skóla
Mannskæðasta hryðjuverk í sögu Pakistans 132 nemendur og níu starfsmenn biðu bana í árás
talibana á skóla fyrir börn hermanna Blóðbaðinu lýst sem „þjóðarharmleik af völdum villimanna“
Svæði á
valdi
ættbálka
AFGANISTAN
INDLAND
Arabíuhaf
200 km
ÍSLAMABAD
Tugir barna létu lífið
Karachi
Peshawar
Árás á skóla Talibanar réðust á
skóla sem her
Pakistans rekur
AFP
Blóðbað Særður nemandi borinn úr barnaskólanum eftir árás talibana. 141 beið bana í árásinni og meira en 110
særðust. Alls voru um 500 börn í skólanum þegar sex talibanar réðust inn í hann, vopnaðir sprengjum og byssum.
Svívirðileg árás
huglausra manna
» „Þetta er hryllingur og
það er til marks um algert
hugleysi að ráðast á varnar-
laus börn þegar þau eru að
læra,“ sagði Ban Ki-moon,
framkvæmdastjóri Samein-
uðu þjóðanna, um dráp talib-
ana á skólabörnunum.
» „Með því að ráðast á
nemendur og kennara í þess-
ari svívirðilegu árás hafa
hryðjuverkamennirnir enn
einu sinni sýnt óeðli sitt,“
sagði Barack Obama, forseti
Bandaríkjanna.
Pönduþríburarnir, sem fæddust í dýragarði í kínversku borginni Gu-
angzhou 29. júlí, hafa nú loksins fengið nöfn við hæfi. Elsta pandan fékk
nafnið Mengmeng (Sæt) og bræður hennar heita Kuku (Flottur) og Shuai-
shuai (Föngulegur).
Þríburarnir fengu nöfnin við athöfn í dýragarðinum í fyrradag og kín-
verski píanóleikarinn Li Yundi fékk þann heiður að leika fyrir þá nokkur
lög. Hann hefur einnig verið sæmdur nafnbótinni „pöndusendiherra“.
Fæðingu þríburanna var lýst sem kraftaverki vegna þess hversu fá af-
kvæmi risapöndur eignast og þeir eru einu pönduþríburarnir sem vitað er
um í heiminum. Pöndur hafa verið í útrýmingarhættu en nýjustu rann-
sóknir benda til þess að þeim hafi fjölgað umtalsvert á síðustu árum. Talið
er að um 1.600 villtar pöndur séu nú í Kína, að sögn fréttaveitunnar AFP.
Pönduþríburarnir hafa fengið nöfn
AFP
Sæt og bræður hennar
Flottur og Föngulegur