Morgunblaðið - 31.12.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.12.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Margir sjúklingar kvarta undan slæmum húsakosti sjúkrahúsa Landspítalans í Reykjavík, einn þeirra er Halldór Björnsson, fyrr- verandi formaður Starfsgreinasam- bandsins, Eflingar stéttarfélags og þar áður Dagsbrúnar. Hann var þjáður af þrengslum í neðri hluta mænuganganna en var loks skorinn upp í haust og segist vera mun betri núna, að mestu laus við verkina. Halldór er 86 ára gam- all en sjúkrahúsvist hans endaði með því að hann útskrifaði sig sjálfur. „Ég var meira eða minna í tvo mánuði á spítalanum í Fossvogi og var alltaf að flækjast á milli her- bergja, var meira að segja inni á bókaherbergi,“ segir Halldór. „Ástandið er alveg skelfilegt á þessum spítölum, það trúir því eng- inn fyrr en hann tekur á því. Sjálf- ur hafði ég nær aldrei fyrr lent á spítala, aðeins einu sinni vegna gallblöðru. Þetta var mín fyrsta og vonandi síðasta raunverulega spít- alalega.“ Gat ekki sofið á nóttunni „Ég var búinn að kvarta vegna þess að ég gat ekki sofið á nóttunni vegna herbergisfélaga minna, þetta voru mikið veikir menn og oft var mikill hávaði, óp og fleira. Ég sagði að lokum við stúlkurnar: Ég get þetta ekki lengur, þetta er alveg útilokað. Nú er mál að linni. Þá var búið um mig inni á bað- herbergi! Ég hugsaði með mér að mælirinn væri fullur og útskrifaði mig bara sjálfur.“ Hann segir þrengslin skelfileg og aðstæður allar fyrir neðan allar hellur. Starfsfólkið sé hins vegar allt af vilja gert til að hjálpa en því séu takmörk sett. „Fyrir mig var ekkert annað að gera en annaðhvort að verða vit- laus eða útskrifa mig,“ segir Hall- dór hlæjandi. „Ég valdi seinni kost- inn.“ Hann er ekki hrifinn af viðbrögð- um ráðamanna í læknadeilunni. Sjálfur hafi hann mikla reynslu af samningum um kaup og kjör. „En svo heyri ég Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra lýsa því yfir að hann hafi ekkert meira við læknana að tala, þeir séu bara uppi í skýj- unum með kröfur sínar. Þetta er yfirgengilegur hroki og merkileg- heit. Drottinn minn dýri, maður byrjar ekki á því að berja viðsemj- endur sína og tala svo við þá,“ segir Halldór Björnsson. kjon@mbl.is  Halldór Björnsson, fyrrv. formaður Dagsbrúnar, segir ástandið á spítölunum skelfilegt  Var stöðugt fluttur á milli stofa og loks var búið um hann á baðherbergi! „Útskrifaði mig bara sjálfur“ Morgunblaðið/Kristinn Fór Halldór Björnsson, fyrrv. for- maður Starfsgreinasambandsins. Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Um áramótin taka gildi ný lög sem stytta hámarksgreiðslutímabil at- vinnuleysisbóta úr 36 mánuðum í 30 mánuði. Þá munu 484 ein- staklingar missa rétt til atvinnu- leysisbóta samkvæmt nýjustu töl- um frá Vinnumálastofnun. „Þetta [tillagan um styttingu bótatímabils] kom fram með fjár- lagafrumvarpinu í haust og þá var þessi hópur settur í forgang hjá okkur. Þá voru þetta rúmlega 600 manns. Öllum var sent boð og boð- ið að koma hingað og við erum bú- in að tala við flesta, ef ekki alla, þar sem fólki var gerð grein fyrir þessari tillögu sem lá fyrir í tillög- unum. Við aðstoðuðum við að setja kraft í atvinnuleitina og það var farið í vinnumarkaðsúrræði. Þann- ig að þetta er það átak sem fór í gang í haust, sem var til þess að mæta þessum breytingum. Þannig að það er vitlaust að tala um þetta eins og þetta hafi dottið af himnum ofan,“ segir Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofn- unar, og bætir við að tilkynningar voru sendar út í nóvember og des- ember. Ekki allir fá fjárhagsaðstoð Stytting bótatímabilsins mun spara ríkinu einn milljarð en áætl- að er að 500 milljónir króna muni falla á sveitarfélögin, því þeir sem ekki eiga lengur rétt á atvinnuleys- isbótum geta sótt um fjárhags- aðstoð. Ljóst er þó að ekki munu allir eiga rétt á fjárhagsaðstoð, þar sem þrengri skilyrði eru fyrir henni en atvinnuleysisbótum. Þá geta t.d. tekjur maka komið í veg fyrir að viðkomandi eigi rétt á fjár- hagsaðstoð. Unnur telur hafa tekist vel til við að hjálpa þeim 600 sem áttu að missa bótarétt um áramótin þegar breytingin var fyrst tilkynnt. „Mér sýnist þetta hafa tekist vel. Um 150 af þessum hópi eru farnir af atvinnuleysisskrá, þá annaðhvort í vinnumarkaðsúrræði eða vinnu og síðan er búið að gera þessu fólki alveg ljóst að því stendur til boða áframhaldandi samsvarandi þjón- usta hér,“ segir Unnur Sverris- dóttir um stöðu mála. Útlendingar um fimmtungur Tæpur fjórðungur þeirra 484 sem gert er ráð fyrir að missi bótarétt um áramótin býr á höf- uðborgarsvæðinu, samtals 355 af 484, sem eru 73% af heildarfjölda þeirra sem missa rétt til atvinnu- leysisbóta. Þá eru útlendingar tæp- ur fimmtungur heildarfjöldans. Kynjahlutföll eru afar jöfn, en karlar eru 48% hópsins sem dettur út um áramótin, en karlar eru 45% af heildarfjölda á atvinnuleysis- skrá. Konur fleiri en karlar á atvinnuleysisskrá „Fyrst eftir hrun voru það karlar sem misstu í mun meira mæli vinnuna en á móti kemur að fækkunin á atvinnuleysisskrá hefur verið að mestu karlar. Konur eru fleiri á atvinnuleysisskrá í dag en karlar þótt vinnuafl meðal kvenna sé minna en meðal karla. Þá er at- vinnuleysi mest á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Norðurlandi eystra,“ segir Vignir Örn Hafþórsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun. Þá segir hann einnig að fækka muni í hópnum sem hefur verið á bótum í 30-36 mánuði fyrir áramótin þar sem það hefur verið svolítið um að fólk hafi verið að fara af atvinnuleysisskrá úr þessum hópi á síðustu dögum og vikum, en tölurnar eru þriggja vikna gamlar. Tæplega 500 missa rétt til bóta á nýju ári  Stærstur hluti hópsins býr á höfuðborgarsvæðinu  Hópurinn var settur í forgang hjá Vinnumálastofnun Hópurinn semmissir rétt til bóta um áramótin Aldursbil Aldursbil Karlar Karlar Konur Konur Samtals Samtals 30 ára og yngri 30-50 ára 50 ára og eldri Samtals Hofuðborgsvæði Suðurnes Vesturland Vestfirðir NV NA Austurland Suðurland Samtals 60 95 76 231 163 23 5 2 1 20 5 12 231 192 19 3 1 2 18 5 13 253 57 125 71 253 117 220 147 484 355 42 8 3 3 38 10 25 484 Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun Atvinnuleysisskrá » Skráð atvinnuleysi í nóv- ember er 3,3% og eru um 5.800 manns atvinnulausir. Í desember árið 2012 var 5,7% atvinnuleysi. » Í lok nóvember voru 1.183 erlendir ríkisborgarar án at- vinnu eða um 20% atvinnu- lausra. Þar af 791 pólskur ríkis- borgari. » Þá voru 399 atvinnulausir í Reykjanesbæ en enginn í Ár- neshreppi, Skagabyggð og Fljótsdalshreppi. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ég vona að hækkun virðis- aukaskatts á bækur úr 7 í 11% hafi ekki þau áhrif að verulega dragi úr sölu og lestri bóka. Margir telja að svo verði, en að mínu mati er bók- hefðin á Íslandi svo sterk að nokkur hækkun álaga breytir því varla svona í meginatriðum. Að minnsta kosti er stefna okkar sú að fara í stífan sóknarleik strax nú í janúar með útgáfu nokkurra titla,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Forlagsins. Barnabækur seldust vel Bókaútgefendur eru þokkalega sáttir með sinn hlut eftir jólavertíð- ina. Venju samkvæmt seldust bæk- ur íslensku glæpasagnahöfundanna hvað best. Kamp Knox eftir Arnald Indriðason í yfir 20.000 eintökum. Ber þá að nefna að bókin kom út 1. nóvember og því nær sala hennar yfir langan tíma, eða tæpa tvo mán- uði. Af skáldsögu Yrsu Sigurðar- dóttur, DNA, fóru um 18.000 bæk- ur. Stóru tíðindin voru annars þær góðu viðtökur sem skáldsaga Ófeigs Sigurðssonar fékk. Gagn- rýnendur rómuðu bókina sem seld- ist í yfir 10 þúsund eintökum, sem telst afar gott á allan mælikvarða. „Við létum prenta Öræfi fimm sinnum. Síðasta upplagið kom um hádegi á Þorláksmessu og þá um kvöldið var bókin orðin uppseld í flestum ef ekki öllum bókaversl- unum,“ segir Egill. Bætir við að nokkrar barna- og unglingabækur hafi sömuleiðis selst vel til að mynd Vísindabók Villa og Gula spjalið í Gautaborg; fótboltabók Gunnars Helgasonar og Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson. Forlagið með tíund á markaði Á milli 600 og 700 titlar komu út fyrir þessi jól og um tíund þess voru bækur frá Forlaginu. Umsvif fyrirtækisins eru þó margfalt meiri og sala fyrir jólin vegur aðeins um 1/3 í ársveltu félagsins. „Sala á ferða- og landkynningarbókum, kiljum og léttum sumarbókum skil- ar sífellt meiru. Hér hjá Forlaginu höfum við markvisst unnið að því að útgáfan nái yfir breiðari tíma á árinu, svo eggin séu fleiri í körf- unni. Jólasalan er um margt ofmet- in, enda koma þá til dæmis á vegum áhugamannafélaga og einstaklinga ágætar bækur sem hins vegar seld- ust betur væru þær gefnar út á öðr- um tíma árs. Þá er útgáfa rafbóka í mikilli sókn og markaðurinn allur að breytast heildstætt og í því liggja tækifæri okkar útgefenda,“ segir Egill Örn Jóhannsson. Morgunblaðið/Þórður Bækur Lestrarhestar kynntu sér úrvalið á bókamessu útgefenda í nóv- ember sl. Viðtökurnar voru góðar, sem gaf tóninn fyrir sölu á vertíðinni. Útgefendur ætla í sóknarleik Egill Örn Jóhannsson  Eru sáttir við jólavertíðina  Öræfin komu á óvart  Óttast ekki hærri vsk Alls 10.370 nýir bílar höfðu selst að kvöldi síðasta sunnudags, þeg- ar þrír dagar voru eftir af árinu. Að sögn Egils Jóhannssonar, forstjóra Brimborgar, má ætla að um 70 nýir bílar verði skráðir síð- ustu þrjá daga ársins en bíla- söluárinu lýkur á hádegi í dag. Byggist sú áætlun á sölu nýrra bíla 22. til 24. desember sl., þegar alls voru skráðir 68 nýir bílar. Egill segir alls 7.913 nýja bíla hafa selst í fyrra og miðað við að 10.400 nýir bílar seljist í ár er aukningin milli ára um 31,4%. Eg- ill segir það hlutfall hafa lítið breyst eftir að leiðréttingin var kynnt í nóvember. Morgunblaðið/Ómar Opel Zafira Sala nýrra bíla er á uppleið. Um 10.400 nýir bílar seldust í ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.