Morgunblaðið - 31.12.2014, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 31.12.2014, Blaðsíða 41
STJÓRNMÁL 41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 Þ að má kannski líta á Pírata sem upplýsingatækni- deildina. Hún þjónustar allar aðrar deildir stofn- unarinnar og gerir þær samkeppnishæfari. Píratar starfa með öllum sem vilja nýta tækifærin sem upplýsingatæknin býður upp á til hagnýtingar fyr- ir öll svið samfélagsins. Samstarfið með meirihlutanum hefur verið gott á árinu. Ráðandi hlutinn í Reykjavík og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa séð tækifærin í samstarfi og oft haft frumkvæði að því. Samvinna sem bætir hag almennings er mikilvæg samhliða aðhaldi með þeim sem fara með almanna- valdið. Opið bókhald í borginni Píratar voru á árinu kosnir í Reykjavík, boðið í borgarstjórn og hafa tvöfaldað fylgið frá kosningum eins og flokkurinn á landsvísu. Borgarfulltrúi Pírata, Halldór Auðar Svansson, leið- ir stjórnkerfis- og lýðræðisráð borgarinnar sem hefur það hlut- verk að finna og þróa leiðir til að opna stjórnkerfi og bókhald borgarinnar, bæta skilvirkni og viðmót þjónustunnar og auka þátttöku íbúa í ákvarðanatöku. Halldór er bjartsýnn á að á komandi ári verði bókhald borgarinnar opnað, og hefur sú vinna verið sett í forgang ásamt endurskoðun upplýsingastefnu Reykjavíkur. Fíkniefnamisnotkun er heilbrigðisvandamál Á Alþingi hafa Píratar líka átt gott samstarf við meirihlut- ann jafnt sem minnihlutann. Tvær þingsályktanir sem Píratar lögðu fram með þingmönnum úr öllum flokkum voru sam- þykktar á árinu. Sú fyrri, frá því í vor, snýst um mótun nýrrar stefnu til að draga úr skaðanum sem misnotkun fíkniefna felur í sér. Í kjarnann miðar starfið að því að viðurkenna að misnotk- un fíkniefna sé heilbrigðisvandamál sem þarf að nálgast sem slíkt. Starfshópurinn sem ályktunin kallaði eftir starfar nú í umboði heilbrigðisráðherra sem vill halda Pírötum inni í starf- inu og skipaði því m.a. Helga Hrafn Gunnarsson, þingmann Pírata, til að starfa í hópnum. Umræðan um nýjar leiðir til að minnka skaðann af eiturlyfjamisnotkun hefur verið að opnast í heiminum. Á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni (WEF) í janúar sagði fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Kofi Annan: „Það er trú mín að eiturlyf hafi eyðilagt líf margra, en röng stefna stjórnvalda hefur eyðilagt líf miklu fleiri. Við þurfum að horfa á stefnuna og spyrja okkur einlæglega og heiðarlega; virkar hún? Ef hún virkar ekki, höfum við hugrekki til að breyta henni?“ Hagnýting internetsins og réttindavernd netnotenda Síðari þingsályktun Pírata ásamt þingmönnum úr öllum flokkum sem samþykkt var samhljóða núna í haust snýr að hagnýtingu internetsins og réttindavernd netnotenda. Breiður starfshópur sem ályktunin kallar eftir mun taka til starfa snemma á nýja árinu. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem hafði frumkvæði að þessari vinnu hefur skipað undirritaðan þing- mann Pírata til að leiða starfshópinn. Hópurinn hefur það hlut- verk að innleiða heildstæða stefnu til að skapa kjöraðstæður fyrir hagnýtingu internetsins og annarrar upplýsingatækni, ásamt vernd á réttindum notenda, og undirbúa svo lagabreyt- ingar eða nýja löggjöf sem stjórnvöld leggja fram. Tækifærin eru mikil og á þessu kjörtímabili mun hagkerfi internetsins nær tvöfaldast og verða fimmta stærsta hagkerfi heims, væri það þjóðríki. McKinsey Global Institute bendir á að internetið er í dag orðið grunnþáttur hagvaxtar, áhrif þess séu mikil og aukast hratt. Í „Internet Matters“-skýrslunni frá þeim kemur fram að internetið skapi 20% af hagvexti þróaðra hagkerfa og 75% af efnahagslegum áhrifum internetsins eigi sér stað í hefð- bundnum iðnaði. Jafnframt leiddi rannsókn þeirra í ljós að lítil og meðalstór fyrirtæki sem nýta internetið í miklum mæli vaxi tvöfalt hraðar, ráði tvöfalt fleira starfsfólk og tvöfaldi útflutn- ingstekjur sínar í samanburði við þau sem vanrækja það. The Boston Consulting Group bendir á stærð tækifæranna með orðunum: „Hvorki einstaklingar, fyrirtæki né ríkisstjórnir geta litið fram hjá getu internetsins til að bjóða upp á meiri hagsæld og verðmæti og það á breiðari grunni en nokkur efnahags- þróun frá iðnbyltingunni.“ Rétt eins og í iðnbyltingunni, þá mun velmegun vaxa hraðast í þeim löndum sem fyrst skapa kjörlendi til að hagnýta nýju tæknina til fulls. Fyrsta flokks heilbrigðisþjónusta Nýsamþykkt fjárlög endurreisa ekki heilbrigðiskerfið og læknar eru í verkfalli í fyrsta skipti í sögu landsins. Framlög til heilbrigðismála aukast um 6 milljarða en samkvæmt forsvars- mönnum allra heilbrigðisstofnana á Íslandi vantar enn þá 3 milljarða til að geta veitt nauðsynlega þjónustu. Fjárlögin eru hallalaus upp á 3,5 milljarða. Við höfum enn þá fyrsta flokks heilbrigðiskerfi á alþjóðlegan mælikvarða sem við byggðum upp sem miklu fátækari þjóð. Kaupmáttur á mann er tvöfalt meiri en hann var fyrir tuttugu árum. Við höfum efni á fyrsta flokks heilbrigðiskerfi ef skattfé landsmanna er forgangsraðað í það. Það eru fyrst og fremst sérfræðingarnir okkar sem gera heilbrigðiskerfið fyrsta flokks en þeim fækkar ört. Þrisvar sinnum fleiri hætta en hefja störf og vinnuálagið, eins og með- allaun lækna sýna, er að meðaltali rúmir 13 tímar á dag ef helgar eru undanskildar. Vinnuálag ekki síður en lág grunn- laun er ástæðan til landflótta lækna. Þeir eru að brenna út. Án töluvert hærri grunnlauna mun ástandið aðeins versna og fyrsta flokks heilbrigðiskerfið okkar verður annars flokks. Það er afar brýnt og áríðandi að ríkisstjórnin veiti samningsaðilum ríkisins víðtækari heimildir til að ná samningum við lækna. Fiskveiðistjórnun sem sátt ríkir um Stóra málið á vorþinginu verður heildarendurskoðun fisk- veiðistjórnunar. Frumvarpið er tilbúið að mestu og hefur verið kynnt þingmönnum. Þó er mögulegt að ríkisstjórnin fresti að leggja málið fram fyrr en í haust. Það væri mikill sigur fyrir okkur öll ef landsmenn samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu fiskveiðistjórnunarkerfi sem sátt getur þá ríkt um. Kerfi sem landsmönnum finnst sanngjarnt og skapar skilvirkni, sjálf- bærni og stöðuleika. Píratar munu leggja sitt á vogarskálarnar til að tryggja að landsmenn allir fái tillögur ríkisstjórnarinnar til sín til samþykkis eða synjunar. Það eru tvær leiðir færar. Ríkisstjórnin setur málið sjálf í þjóðaratkvæðagreiðslu eða Forseti Íslands vísar málinu til þjóðarinnar. Þegar Ólafur Ragnar Grímsson skrifaði undir frumvarp um lækkun sér- stakra veiðigjalda á sumarþinginu í fyrra þá benti hann á að mótstaðan á þingi hefði ekki verið næg og að ekki væri um heildarendurskoðun að ræða. Þar sem núna verður um að ræða heildarendurskoðun þá liggur það í loftinu að forsetinn verði öryggisventill þjóðarinnar ef málið þæfist í þinginu og þjóðin kallar það til sín. Kærar þakkir fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Erum til þjónustu reiðubúin á nýja árinu. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata Morgunblaðið/Eggert Þökkum samstarfið Við höfum enn þá fyrsta flokks heilbrigðiskerfi á alþjóðlegan mælikvarða sem við byggðum upp sem miklu fátækari þjóð. Kaupmáttur á mann er tvöfalt meiri en hann var fyrir tuttugu árum. Við höfum efni á fyrsta flokks heilbrigðiskerfi ef skattfé landsmanna er forgangsraðað í það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.