Morgunblaðið - 31.12.2014, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 31.12.2014, Blaðsíða 60
60 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2 Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu, bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti, kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar, hjólastillingar og margt fleira. LAGFÆRUM BÍLINN VIÐ www.solning.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er of auðvelt að væla bara þegar maður er óánægður. Þú ákveður að láta ekk- ert buga þig. Taktu þér frí ef þú getur. 20. apríl - 20. maí  Naut Í dag gætir þú dregið að þér fólk sem býr ekki yfir andlegum stöðugleika. Reyndu að fá sem mest út úr samskiptum við börnin þín. Gefðu þér tíma fyrir áhugamál þín. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Í dag breytist allt í gull sem þú snertir. Ekki vera hissa þótt vinsældir þínar eigi eftir að stigmagnast. Sýndu þolinmæði og þá lagast allt af sjálfu sér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þegar lífið flýtur áfram er enginn tími til að bera fram spurningar. Reyndu að láta gott af þér leiða og leggja þannig lífinu lið, ekki veitir af. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er stutt í einhvern stóratburð sem þú þarft að vera reiðubúin/n fyrir – hvað sem það kostar. Hugsaðu fyrst og fremst um það að hætta einhverju sem er skaðlegt heilsunni. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú átt ekki annars úrkosta en taka því sem að þér er rétt þessa dagana. Finnist þér þú vera að bogna skaltu fá aðra til liðs við þig. 23. sept. - 22. okt.  Vog Nú ert lag til að betrumbæta umhverfið. Gakktu glaður til verka, því þú átt í vændum skemmtileg verkefni, sem gera kröfur til hæfileika þinna. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú vonaðist til að geta gleymt vandamáli sem þú hefur löngu leyst úr. Fullur ísskápur veitir þér gleði. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Veltu fyrir þér nýju sambandi, helst með einhverjum sem er erfitt að reikna út. Þolinmæði er ekki þín sterkasta hlið. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur djarfar og ákveðnar hug- myndir um að græða pening í dag, og ert mjög kraftmikil/l í vinnu. Gættu þess að gefa ekki svo mikið frá þér að þú eigir ekkert af- lögu handa þér. Þú hefur heppnina með þér fyrstu daga ársins. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Hafðu ekki áhyggjur ef þú nennir ekki vera framsækinn og uppfinningasamur í vinnunni. Láttu andstöðu samstarfsfélaga ekki verða þér fjötur um fót. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er hætt við einhverjum ruglingi í vinnunni og einnig varðandi fyrirhugað ferða- lag í dag. Gakktu úr skugga um hvern mann kunningjar hafa að geyma áður en þú ákveður að bæta þeim í vinahópinn. Þessa japönsku tönku íslenskaðiHelgi Hálfdanarson: Hvern dag hugsa ég: víst getur þessi dagur orðið síðastur. Og sjá, einnig þetta ár hef ég lifað til enda! Ólafur Stefánsson skrifaði skemmtilegan pistil á Leirinn, svo- hljóðandi: „Sumir strengja heit um áramót og flest eiga þau það sameiginlegt að vera brotin fyrr en varir. Það er ekki að furða, því að þau ganga flest út á að neita sér um eitthvað gott og gómsætt eða leggja niður gróinn vana og svokallaða ósiði, sem eru orðnir hluti af sjálfinu, – lífið sjálft. Það getur því verið hrein lífsbjörg að brjóta slík heit sem fyrst og snúa til sinna gömlu lífshátta og verða normal á ný. Aftur á móti er saklaust að bera fram frómar óskir, – í hljóði, – til almættisins, hvað maður vildi að nýja árið bæri í skauti. Ekki biðja um of mikið, ég sagði það ekki, heldur gæta hófs. Þá er meiri von um að óskirnar rætist. Eyða vil ég árinu, uppfullur af vonum. Halda líka hárinu og hafa sinnu á konum. En áramót eru líka tími umhugs- unar og uppgjörs. Það er ekki bara Skatturinn sem vill hafa hreint borð á þeim tímapunkti, heldur hneigist einstaklingurinn líka til þess að taka til í hugarranni og horfa ýmist fram eða aftur eins og guðinn Janus með andlitin tvö. Þá skiptir máli á hvaða lífsskeiði mað- urinn er staddur. Ungur maður lif- ir fyrir framtíðina. Allt er í vonum og lífið snýst um að byggja upp. Starf, fjölskyldu, frama og bankainnistæðu. Fortíðin er ekki til, dagurinn í dag er of stuttur, en allt það eftirsóknarverða er í fram- tíðinni. En þegar árum fjölgar og um hægist þá snýst dæmið við. Fram- tíðin er ekki til, fortíðin seiðir, en það er varasamt að festast í henni. Hún gerir menn leiðinlega, eig- inlega alveg óþolandi. En þá er það núið, hin líðandi stund, sem öllu gildir. Njóta þess sem dagurinn leyfir okkur að grípa og una við það sem við höfum. Eftir því sem árin streyma örar burt frá mér er auðveldara öðru að gleyma og una sæll hjá þér.“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Gamlárs-skeggið hoggið en nýtt tekur að vaxa Í klípu „MEÐ FULLRI VIRÐINGU, DÓMARI, ÞÁ MYNDI ÞETTA EKKI GERAST SVONA OFT EF ÞÚ LÉTIR RÉTTARHÖLDIN ÞÍN EKKI DRAGAST SVONA LENGI.“ LEIÐINLEGT! eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞEGAR VIÐ KOMUM AFTUR Í LAND ÆTLA ÉG AÐ KÆRA ÞIG FYRIR UPPREISN.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að sættast alltaf eftir netrifrildi áður en þið farið af netinu. AF HVERJU GRAFA HUNDAR BEIN?... ENGINN VEIT BÍDDU NÚ VIÐ... GRAF GRAF GRAF SVAFSTU VEL? EKKI SVO... LÆRÐIRÐU EITTHVAÐ? ÉG BÝST VIÐ ÞVÍ... ÞÚ HEFUR BÆTT „HÁUM HROTUM“ VIÐ BANNLISTANN MINN... Reglugerðir virðast stundumstækka og fjölga sér líkt og væru þær lífrænar. Þar gildir ná- kvæmnin, skilgreina þarf hvernig gúrkur og bananar eigi að vera í lag- inu þannig að neytendum sé boðlegt. Víkverji hefur stundum velt því fyrir sér hvort það sé sérstök keppnis- grein hjá embættismönnum að gera reglugerðir þannig úr garði að þær skapi sem mest umstang og ama og geri hið einfalda flókið. Maðurinn hafi fundið upp reglugerðina, en hún síðan tekið völdin og stjórni nú manninum. x x x Winston Churchill sagði að meðþví að setja tíu þúsund reglu- gerðir yrði virðingin fyrir lögunum að engu gerð. x x x George Bernard Shaw sagði aðþað væri aðeins ein gullin regla og hún væri sú að það væru engar gullnar reglur. x x x Víkverji fékk fróðlegan póst ný-verið um þróun reglugerðar- innar og stenst ekki mátið að rekja efni hans. x x x Kenning Pýþagórasar er 24 orð. x x x Faðirvorið er 64 orð. x x x Lögmál Arkimedesar er 67 orð. x x x Boðorðin tíu eru 281 orð. x x x Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkj-anna er 1.300 orð. x x x Stjórnarskrá Íslands er 3.904 orð. x x x Stjórnarskrá Bandaríkjanna er7.818 orð með viðbótum. x x x Reglugerð Evrópusambandsinsum sölu káls er 26.911 orð. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Breyttu ekki eftir því, sem illt er, minn elskaði, heldur eftir því, sem gott er. (3. Jh 11.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.