Morgunblaðið - 31.12.2014, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 31.12.2014, Blaðsíða 45
Morgunblaðið/Kristinn UMRÆÐAN 45 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 1.7.2014 Jón L. Árnason Hugleiðið að nýta 4% heimildina frá 1. júlí Nú er kjörið tækifæri til þess að gera eitthvað í málunum, nýta sér 4% heimildina frá 1. júlí og leiðréttinguna næstu þrjú árin. 2.7.2014 Víglundur Þorsteinsson Bréf til Ögmundar og Brynjars Fyrst af öllu vil ég hvetja ykk- ur til þess að kalla eftir þess- um gögnum svo þau liggi fyr- ir með lögformlegum hætti svo Alþingi geti fjallað um þau. 3.7.2014 Helgi Sigurðsson Allir skulu vera jafnir fyrir lögum Með framgöngu sinni við hleranir braut sérstakur sak- sóknari gegn grundvall- arreglum réttarríkisins um réttarvernd sakborninga. 4.7.2014 Ásmundur Einar Daðason Hvar eiga opinberar stofnanir að vera? Flutningur höfuðstöðva Fiski- stofu er jákvætt og eðlilegt skref í þá átt að því að jafna dreifingu opinberra starfa. 7.7.2014 Sigrún Magnúsdóttir COSTCO - Kostir og gallar að er gott ef umræðan um komu verslunarrisans COSTCO til landsins verður til þess að við kryfjum til mergjar matvöru- og olíu- markaðinn, sem og áfengissölu í almenn- um matvöruverslunum. 8.7.2014 Þórunn Egilsdóttir Styrking landsbyggðar - sterk- ari höfuðborg? En við hljótum að geta verið sammála um það að til að byggja hér upp sterkt sam- félag þurfa innviðirnir að vera sterkir um allt land. 9.7.2014 Óskar Axel Óskarsson Ein stærsta viðskiptastund Íslendinga er runnin upp Íslendingar eru mjög fram- arlega í tækni, nýsköpun og í tísku en á sama tíma skortir Kínverja þessa þekkingu en eru aftur á móti með mjög áreiðanlegt og gott vinnuafl og ekki vantar nú fjöldann. 11.7.2014 Haukur Arnþórsson Ný innri gerð í samgöngum á Íslandi Lestarsamgöngur myndu dreifa álagi af ferðamönnum um landið og opna nýja möguleika í ferðaþjónust- unni. Þá má nefna minna slit á vegum vegna minni vöruflutninga milli viðkomustöðva lestarinnar. 12.7.2014 Þórður Tómasson Horft til baka um farinn veg Aldrei get ég þakkað að full- um verðleikum hinni gömlu kynslóð sem leiddi mig fyrstu fetin og gaf mér ást sína og menningu sem ég bý að til dagsins í dag. 14.7.2014 Jón Bjarnason Heilbrigðisstofnunum á lands- byggðinni látið blæða út Mér þykir sárt að sjá heil- brigðisstofnanirnar og þjón- ustu þeirra á landsbyggðinni molna niður og blæða út í ákvörðunum stjórnvalda. 15.7.2014 Friðrik Friðriksson Costco - aðdáunarvert fyrirtæki Þrátt fyrir þá staðreynd að Costco greiði hærri laun en margir samkeppnisaðilar er sala og hagnaður á starfs- mann hærri en í viðmið- unarfyrirtækjum. 16.7.2014 Björn Jónsson Flutningur Fiskistofu - nokkur lagaleg sjónarmið Hefur verið staðið rétt að málum og samkvæmt lögum varðandi flutning Fiskistofu til Akureyrar? Svarið er ein- falt. Nei. 18.7.2014 Sindri Sigurgeirsson Hvað fá neytendur fyrir tollvernd? Ef opnað er fyrir ótakmark- aðan tollfrjálsan innflutning á vörum sem við getum sinnt framleiðslu á hérlendis er ólíklegt að staðan breytist og við yrðum því líklega að treysta á innflutn- ing á þessum vörum til frambúðar. 19.7.2014 Ögmundur Jónasson ÁTVR þjónar skattgreiðendum og neytendum Ef grundvallarbreyting á þessu fyrirkomulagi verður gerð á kostnað heilbrigð- issjónarmiða, með tapi fyrir ríkissjóð, minna úrvali, hærra verði og lakari þjónustu fyrir neytendur, þá spyr ég til hvers er unnið? 21.7.2014 Jón Steinar Gunnlaugsson Sjálfsafgreiðsla? Heimildin til hlerunar er ekki hugsuð til að rannsakendur megi löngu eftir að ætlað brot er framið njósna um sakborninga í von um að eitt- hvað falli til sem stutt geti sakargiftir. 22.7.2014 Yngvi Örn Kristinsson Danska húsnæðislánakerfið - framför eða skref til baka? Þessar breytingar þýða að í raun búa dönsku fasteigna- veðlánastofnanirnar við veru- lega lausafjár- eða endur- fjármögnunaráhættu þrátt fyrir jafnvægisregluna. 23.7.2014 Sveinn Rúnar Hauksson Ekki láta eins og ekkert sé Getum við verið í stjórnmála- sambandi við ríki sem hagar sér einsog Ísrael, virðir al- þjóðalög, mannslíf og mann- réttindi nágranna að engu? 24.7.2014 Ari Trausti Guðmundsson Gagnlegt bókvit um nýsköpun Lykilgreinar um fjármögnun nýsköpunar er að finna í bók- inni, ásamt greinum um klasastarfsemi nýmæli sem hefur sýnt mátt sinn í jarð- hita- og sjávarútvegsklösum. 25.7.2014 Ágústa Hildur Gizurardóttir Hæstiréttur og orðheng- ilsháttur Gæti slík afgreiðsla Hæsta- réttar staðist... er hann ekki bundinn af ákveðinni jafn- ræðisreglu í dómum sínum, eða telur hann að tilgreining lánsfjárhæðarinnar ein geti réttlætt þessa mismunun? 26.7.2014 Ámundi Ólafsson Því ver reynast ... Það er mjög brýnt að skyldu- aðild að lífeyrissjóðum verði afnumin og launþegar fái frelsi til að ráðstafa sínum líf- eyri eftir breyttum reglum en halda áður áunnum réttindum. 29.7.2014 Gústaf Níelsson Steinn úr húsi Egils Svo rammt kveður að hatri Egils á Morgunblaðinu að skopmyndateikningar blaðs- ins lýsa að hans mati beiskju en ekki húmor. 30.7.2014 Guðrún Kvaran Íslensk málnefnd 50 ára Fjölmargar tillögur um bætta stöðu íslenskrar tungu er að finna í bæklingnum Íslenska til alls þar sem málstefnan er kynnt. 31.7.2014 Leifur Þorsteinsson Betur má ef duga skal Það er sem sé deginum ljós- ara að við verðum að taka til hendinni til að geta tekið á móti öllu þessu fólki, annars fer illa fyrir okkur. 1.8.2014 Ólafur Örn Haraldsson Íslenski fáninn á Þingvöllum Við sinnum því níu fána- stöngum á hverjum degi þar af fimm þjóðfánum og fjórum heimsminja- og Unesco- fánum og er það drjúgur tími af föstum morgunstörfum landvarða og starfs- manna að sinna því á háannatíma. 2.8.2014 Guðmundur Ingi Þóroddsson Refsistefna eða betrunarvist? Taka verður fram að með því að skipta um kerfi eins og aðrar þjóðir hafa gert þýðir það ekki að fangar sleppi fyrr út eða taki út minni refsingu. 6.8.2014 Guðmundur G. Þórarinsson Bandaríkin gera bara það sem Ísrael leyfir þeim Hér kemur ljóslega í ljós galli kapítalíska kerfisins, þegar auðugir aðilar fjármagna kosningabaráttu valinna að- ila. Gamla máltækið: Hvers greiða þú nýtur, þess þræll ertu. Ábyrgð Bandaríkjanna er mikil í þessum átökum. 9.8.2014 Pétur Magnússon Gera þarf betur en að halda bara í horfinu Fjölgun í hópi veikra aldraðra sem bíða eftir hjúkr- unarrýmum bitnar á þjón- ustu sjúkrahúsanna, einkum Landspítala sem hýsir fjölda veikra aldraðra einstaklinga sem hjúkr- unarheimilin í landinu ættu að vera búin að taka við. 11.8.2014 Marinó G. Njálsson Lífeyriskerfi á krossgötum Hið mikla tap lífeyrissjóð- anna þýðir að ekki eiga allir fyrir áunnum réttindum sjóð- félaga. Lausnin er ekki að senda komandi kynslóðum reikninginn. 12.8.2014 Bjarni Th. Bjarnason Í tilefni Fiskidagsins mikla árið 2014 Fiskurinn er okkar að- alsmerki og með þessum degi viljum við sýna þann styrk sem lítið samfélag sem byggir að stórum hluta af- komu sína á gæðum hafsins býr að. 13.8.2014 Vigdís Hauksdóttir Kyrrstaðan rofin Sú kyrrstaða sem ríkt hefur hér undanfarin ár hefur verið rofin á einungis fjórtán mán- uðum í valdatíð þessarar rík- isstjórnar. 14.8.2014 Lárus H. Bjarnason Menntun, póltík og menntapólitík Við þurfum sárlega á því að halda að hefja íslensk stjórn- mál yfir það að einn flokkur eða ein ríkisstjórn tefli fram aðgerðaáætlun sem þurfi að framkvæmast á einu kjörtímabili en verða ella ómerk með öllu. 15.8.2014 Unnur Brá Konráðsdóttir Framkvæmdaáætlun um upp- byggingu heilbrigðiskerfisins Uppbygging og framtíð- arskipulag heilbrigðiskerf- isins er ekki síður mikilvægt en uppbygging samgangna og því tel ég rétt og tímabært að stíga þetta skref. 16.8.2014 Margrét Jónsdóttir Valdníðsla Icelandair í skjóli einokunar Ánægja viðskiptavina er í fyr- irrúmi hjá fyrirtækjum sem eiga í samkeppni. Einok- unarfyrirtækið Icelandair veit hins vegar að ég verð að fljúga með því áfram, hvort sem mér líkar betur eða verr. 18.8.2014 Páll Torfi Önundarson „Skítamix“ á Landspítalalóð Tillaga okkar Magnúsar er fullnægjandi lausn fyrir bráð- astarfsemina og rannsókn- arstofurnar til nokkurra ára- tuga og ásýnd Þingholtanna breytist ekki mikið. 19.8.2014 Ásmundur Friðriksson Þjóðmenning og bænir Þessi ákvörðun er hins vegar algjörlega úr takti við góða hefð, siði og hlutverk Rík- isútvarpsins frá upphafi. Þetta getur ekki gerst á okk- ar vakt. 20.8.2014 Helga Dögg Sverrisdóttir Kjarasamningur, hvað er það? Ekki er ýkja langt síðan að þrír þingmenn lögðu fram frumvarp um lágmarkslaun í landinu og að um lögbrot væri að ræða ef lægri laun væru greidd. 21.8.2014 Haukur Hjaltason Minningu Einars Ben verði sýndur sómi Það er sannarlega við hæfi að sýna þjóðskáldinu tilhlýði- legan sóma af þessu tilefni og þarft að kynna verk hans og frumkvæði fyrir þjóðinni. 22.8.2014 Sölvi Sveinsson Skólinn: Mikilvægasta stofnun samfélagsins? En til hvers eru þá skólar? Kannski blasir það við, en það er ei að síður gagnlegt að spyrja þessarar spurn- ingar því að svarið er ekki einhlítt. 23.8.2014 Haraldur Einarsson Fíkniefnið sykur Umræða um hækkun virð- isaukaskatts á matvæli teng- ist einnig inn í lýðheilsu- umræðuna, þar sem varast verður að matarkarfan hækki almennt í verði á meðan sykur og syk- urvörur lækka hlutfallslega á móti. 26.8.2014 Hörður Harðarson Gjaldeyrissparnaður og innlend matvælaframleiðsla Núverandi aðstæður í þjóð- arbúskapnum sýna að rétt væri að skoða með hvaða hætti væri hægt að auka framleiðslu á matvælum. 27.8.2014 Jón Ragnar Ríkharðsson „Við eigum að skrifa söguna sjálfir“ Ekki má gleyma lofgreinum viðskiptaráðherrans, úr vinstri armi flokksins, þar sem hann dásamaði stjórn- endur bankanna og sagði þá vaxtarsprota Íslands. 28.8.2014 Ragnar Aðalsteinsson Embættismaður fer að lögum Þessi orðræða lögmannsins er afar huglæg og einhliða og hún einkennist ekki af þeirri hlutlægni og jafnaðargeði, sem ætla má að menn til- einki sér með aldrinum. 29.8.2014 Geir Ágústsson Barbararíkið Danmörk og áfengið Að heimila sölu á bjór og létt- víni í matvöruverslunum er jákvætt skref í þá áttina, og ég vona að það verði tekið, og að hið næsta, sem er tek- ið alla leið, fylgi skammt á eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.