Morgunblaðið - 31.12.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.12.2014, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 Gylfaflöt 7, Grafarvogi | Sími 587 8700 | www.krumma.is Starfsfólk Krumma óskar landsmönnum öllum farsældar á nýju ári og þakkar fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða Cuxhavengata 1 • Hafnarfirði • Sími 560 0000 • www.safir.is • safir@safir.is SKIPASALA • KVÓTASALA Við óskum landsmönnum og viðskiptavinum okkar gleðilegs árs og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á liðnu ári. ● Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 19.-25. desem- ber 2014 var 79. Heildarveltan var 3.676 milljónir króna og meðalupphæð á samning 46,5 milljónir króna. Þá var níu kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum og átta á Akureyri. Blómleg fasteigna- viðskipti fyrir jól Hörður Ægisson hordur@mbl.is Eignarhlutur Jakobs Ásmundssonar, forstjóra Straums fjárfestingabanka, þynntist út við 500 milljóna króna hlutafjáraukningu bankans sem lauk fyrir skemmstu. Hlutur Jakobs, í gegnum félagið Jakás, er í dag 8,4% en var áður 9,5%. Fram kom í tilkynningu frá Straumi að 65% af nýju útgefnu hlutafé hefðu selst til fjögurra stærsta hluthafa bankans og 35% til starfsmanna. Engar breytingar hafa orðið á eignarhlut stærstu hluthaf- anna en félögin Sigla ehf., Ingimund- ur hf., Varða Capital ehf. og Eign- arhaldsfélagið Mata hf. fara enn öll með 16,175% hlut hvert. Nýir meiri- hlutaeigendur komu að Straumi í lok júlí þegar hópur fjárfesta keypti 65% af eignaumsýslufélaginu ALMC. Þeirra á meðal voru Finnur Reyr Stefánsson og Tómas Krist- jánsson, eigendur Siglu, en Finnur er í dag stjórnarformaður Straums. Samkvæmt nýjum hluthafalista Straums hefur eignarhlutur Harald- ar Inga Þórðarsonar, í gegnum fé- lagið H3 ehf., minnkað lítillega við hlutafjáraukninguna og nemur í dag 4,5%. Haraldur er framkvæmda- stjóri markaðsviðskipta Straums. Sigþór Jónsson, framkvæmda- stjóri eignastýringarsviðs Straums, er nú orðinn þriðji stærsti einstaki hluthafi bankans á meðal starfs- manna en hann á 3,9% hlut í Straumi í gegnum eignarhaldsfélagið Salvus. Sigþór tók til starfa hjá Straumi 1. ágúst sl. og fer fyrir Straumi sjóð- um, dótturfélagi bankans, sem er rekstrarfélag verðbréfasjóða. Félag- ið XAX fjárfestingar ehf., í eigu Leós Haukssonar, eignaðist 2,3% hlut í Straumi við hlutafjárauk- inguna. Leó tók við stöðu fram- kvæmdastjóra viðskiptaþróunar í september 2013. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær hefur Íslensk eigna- stýring ehf., sem er í meirihlutaeigu Straums, nýtt sér forkaupsrétt á 27,51% hlut í Íslenskum verðbréf- um. Með kaupunum hefur Íslensk eignastýring því eignast 58,14% hlut í ÍV. Morgunblaðið/Þórður Hlutafé Hlutur Jakobs þynntist lítillega út við hlutafjáraukningu Straums. Hlutur Jakobs minnkar í 8,4%  Var 9,5% fyrir hlutafjáraukningu Í dag eiga 147 Svíar eignir að verð- mæti milljarð sænskra króna eða meira og hafa þeir aldrei verið fleiri en nú. Samanlagt á þessi hópur eign- ir að verðmæti 1.120 milljarða sænskra króna, eða liðlega 18.300 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram á árlegum lista Veckans Affärer. Sænskum milljarðamær- ingum hefur fjölgað um 50% prósent á síðustu tíu árum. Efstur á listanum trónir Ingvar Kamprad, stofnandi IKEA, með eignir upp á 550 millj- arða sænskra króna, eða um 9.000 milljarða íslenska króna. Í öðru sæti er Stefan Persson, aðaleigandi H&M fatarisans, en hann á eignir fyrir 251 milljarð sænskra króna, eða 4.100 milljarða íslenskra króna. brynja@mbl.is Fleiri Svíar moldríkir  147 eiga yfir milljarð Sjávarútvegsfyrirtækið Rammi hagnaðist um 1 milljón evra, jafn- virði um 155 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári, borið saman við hagnað upp á tæplega 8,6 milljónir evra árið áður. Rekstrarhagnaður félagsins var ríflega 8,7 milljónir evra og dróst saman um 3,5 milljónir evra á milli ára, að því er fram kemur í samstæðureikningi Ramma. Samdráttur í hagnaði skýrist að mestu vegna aukinna skattgreiðslna fyrirtækisins. Samtals greiddi Rammi 6,5 milljónir evra í tekjuskatt á liðnu ári miðað við 1,8 milljónir evra á árinu 2012. Í ársreikningi fé- lagsins segir að þann 30. desember á síðasta ári hafi yfirskattanefnd hafn- að kæru Ramma vegna álagningar opinberra gjalda á árunum 2005 til 2009. Kæran snerist um lögmæti gjaldfærslu vaxtagjalda af lánum sem yfirtekin voru við öfugan sam- runa á árinu 2005. Rekstrartekjur Ramma námu samtals 45,7 milljónum evra á síð- asta ári og drógust saman um 2,5 milljónir evra frá fyrra ári. Heildar- eignir félagsins voru 93 milljónir evra í árslok 2013 og eigið fé var tæplega 34 milljónir evra. Samkvæmt tölum frá Fiskistofu er Rammi með níundu mestu afla- hlutdeild útgerðarfélaga, með sam- tals 3,63% af öllum úthlutuðum afla. Rammi gerir út fimm fiskiskip frá Ólafsfirði, Siglufirði og Þorlákshöfn auk þess að starfrækja fisk- og hum- arvinnslu í Þorlákshöfn og rækju- vinnslu á Siglufirði. Stærstu hluthaf- ar félagsins eru Marteinn Haraldsson ehf. (38%), Gunnar Sig- valdason (16,4%) og Svavar Berg Magnússon (14%). Stjórn félagsins lagði til að greiddur yrði út arður að fjárhæð 750 þúsund evrur. Rammi hagnast um 155 milljónir  Samdráttur í hagnaði 7,6 milljónir evra Morgunblaðið/Sigurður Bogi Rammi Fiskvinnsla í Þorlákshöfn.                                    !" #!  #"$    $% "" #  "  %!" &'()* (+(    ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5  " ! ! #!#$ ## #   % " #%"% "$% %  !$" #!$% #    $#$ "" #  "# %%% #  $$" Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.