Morgunblaðið - 31.12.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.12.2014, Blaðsíða 36
36 STJÓRNMÁL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 U ndir lok ársins 2014 er rík sú tilfinning að margt hafi þróast með talsvert öðrum hætti en gert var ráð fyrir. Sérstakt ánægjuefni er að í svo mörgu höfum við áorkað umfram væntingar og ýmis ytri skilyrði verið okkur hagfelld, en við höfum einnig mætt ýmiss konar áskorunum og þurft að sýna þolgæði, hugrekki og æðruleysi til að fást við ógnir sem að okkur steðja. Órói á viðskiptamörkuðum hefur valdið óvissu, en einnig hafa eldgos og aðrar viðlíka vár minnt okkur á hve mjög heill þjóðarinnar er háð duttlungum náttúrunnar. Segja má að árið 2014 marki þáttaskil í efnahagslegu tilliti. Þau tímamót urðu á árinu að landsframleiðslan fór í fyrsta skipti fram úr því sem hún var mest fyrir árið 2009. Atvinnuleysi, eins og það mælist undir lok árs, hefur ekki verið minna síðan í október 2008 og kaupmáttur launþega hefur aukist verulega. Verðbólgan er um þessar mundir tals- vert lægri en spár gerðu ráð fyrir og með því lægsta sem við höfum séð í áratugi. Á árinu var sköttum létt af heimilunum og aðgerðum gegn skuldavandanum hrundið í framkvæmd. Allt eru þetta skýr merki um að við höfum snúið vörn í sókn. Árið er fyrsta hallalausa fjárlagaárið eftir sex ára sam- felldan hallarekstur á ríkissjóði. Á þeim árum safnaði ríkis- sjóður skuldum sem samanlagt voru meiri en allar eldri skuldir ríkisins. Nú í desembermánuði voru fjárlög næsta árs samþykkt með afgangi á rekstri ríkissjóðs. Ljóst er að for- senda raunverulegrar viðspyrnu í fjármálum ríksins er að stöðva skuldasöfnunina.    Það er umhugsunarvert að nú, þegar kaupmáttur eykst og öll skilyrði eru til að vaxa jafnt og stöðugt næstu árin, eru talsverðar væringar á vinnumarkaði. Varnaðarorðin koma víða að. Í heimsókn Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins hingað til lands í desembermánuði kom fram að óró- leiki á vinnumarkaði og óvissa um kjarasamninga væru meðal helstu veikleika í efnahagsspám næsta árs. En við þurfum ekki að leita langt yfir skammt í leit að góð- um ráðum eða fordæmum til að fylgja. Nærtækt er að horfa til sögunnar hér heima fyrir og ekki þarf að leita lengi til að sjá að sagan geymir of mörg dæmi þess að skammtímasjón- armið hafi ráðið för. Þannig var á vinnumarkaði allalgengt undanfarna áratugi að samið væri um launahækkanir umfram það sem framleiðslan stóð undir, sem síðan brunnu upp í verðbólgu. Standi raunverulegur vilji til þess að feta slóð framfara verðum við að læra af mistökum fyrri tíma. Það felur í sér að leita svara við þeirri spurningu hvernig við getum unnið þjóð- inni best. Hvað muni leiða til mestrar hagsældar til langs tíma, fyrir alla, fyrir efnahagslífið allt, en ekki hvernig megi færa einstökum stéttum sem mestan skammtímaávinning. Því skiptir okkur öll miklu að samstaða takist um raunhæfar kjarabætur. Ef vel er að verki staðið má heita að þær verði ávísun á frekari kaupmáttarvöxt og aukinn stöðugleika.    Stærsta áskorun okkar í efnahagslegu tilliti á nýju ári verður tvímælalaust afnám gjaldeyrishafta. Það er yfirlýst markmið stjórnvalda að leggja þjóðarhagsmuni til grundvall- ar við afnám gjaldeyrishafta, en jafnframt skal tryggt að al- þjóðlegar skuldbindingar og lög verði virt. Innan þess ramma eru fleiri en ein leið fær til afnáms en það er ljóst að engin þeirra getur leitt til þess að íslenskt samfélag taki á sig ann- að högg. Íslenskur almenningur og fyrirtæki hafa þegar axlað gríðarlegan kostnað vegna falls fjármálafyrirtækjanna með ýmsum hætti. Stór hluti þess vaxtakostnaðar sem ríkissjóður þarf að greiða árlega er tilkominn vegna endurreisnar banka- kerfisins, sem hefur kostað hundruð milljarða króna. Þá er ótalinn sá beini og óbeini kostnaður sem hlotist hefur af gjaldeyrishöftunum, atvinnuleysinu, verðbólgu, lántökum vegna gjaldeyrisvaraforða, afskriftum eigna, rannsóknum og saksókn svo fátt eitt sé nefnt. Allt hefur þetta gengið yfir á sama tíma og það skýrist betur með hverju árinu hvernig fall bankanna mátti rekja til óviðunandi viðskiptahátta þeirra. Það á jafnt við hér á landi og annars staðar. Meðal annars í því ljósi var orðið meira en tímabært að afnema undanþágur fyrir slitabú fallinna banka frá greiðslu bankaskatts, eins og gert var á árinu. Þungi haftanna hvílir ekki einungis á títtræddum slitabúum föllnu bankanna heldur á efnahagslífinu öllu. Þrátt fyrir að jafnræðissjónarmið verði í hávegum höfð við afnám haftanna koma þau ekki í veg fyrir að unnt verði að meðhöndla stærstu tilvikin með öðrum hætti en þau smærri, þannig að eðlilegir fjármagnsflutningar geti átt sér stað án hindrana í þorra daglegra viðskipta landsmanna. Öllu skiptir að vel takist til og að sú leið sem farin verður viðhaldi efnahagslegum stöðugleika og uppfylli sanngjarnar samfélagslegar væntingar. Þetta er langt frá því að vera einfalt verkefni en um þessar mundir eru að skapast hagfelldar aðstæður í hagkerfinu sem getur létt róðurinn.    Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa á undanförnum misserum stutt mjög við kaupmáttaraukningu heimilanna í landinu. Það skiptir máli nú þegar fundað verður um kaup fólks og kjör snemma á nýju ári. Skattar hafa lækkað, skuldir heimilanna sömuleiðis og bætur almannatrygginga og barnabætur verið hækkaðar. Svigrúm hefur einnig skapast til að auka framlög til mennta- og heilbrigðismála og eru framlög til Landspítal- ans árið 2015 hærri en nokkru sinni fyrr. Afnám vörugjalda um þessi áramót verður til mikilla hags- bóta fyrir bæði heimili og fyrirtæki og breyting á virðis- aukaskattskerfinu mun ryðja brautina fyrir umbætur og ein- földun á tekjuskattskerfi einstaklinga með frekari skattalækkun að markmiði. Þetta, ásamt jafnvægi í ríkisbúskapnum með hallalausum fjárlögum, er sterk undirstaða fyrir efnahagslífið. Tilgangur- inn er að safna getu til að gera betur í öllum þeim málaflokk- um er snerta daglegt líf okkar allra, – til að stuðla að bættum lífskjörum og tryggja að við getum sótt fram. Skapað meira og notið alls þess besta sem Ísland hefur að bjóða. Sjónir fólks hafa einmitt í auknum mæli beinst að þeirri óbeisluðu auðlind sem skapandi greinar eru. Íslensk tónlist og tónlistarmenn njóta sívaxandi vinsælda á alþjóðavettvangi og þátttaka Sinfóníuhljómsveitar Íslands í bresku Proms- tónlistarhátíðinni var ánægjuleg. Sömuleiðis sú athygli sem nýgild íslensk tónlist hefur notið og er orðin raunverulegt og atvinnuskapandi aðdráttarafl fyrir Ísland. Þannig er leitað um tuttugu sinnum oftar að íslenskri tónlist í leitarvélum á netinu, en að Íslandi einu og sér. Ógleymanleg er líka óperan Ragnheiður, stórvirki Gunnars Þórðarsonar og Friðriks Erl- ingssonar um Ragnheiði biskupsdóttur, sem frumsýnd var á árinu og hefur þegar vakið athygli erlendis. Þessi sköpunar- kraftur er öðrum innblástur og hvetur til frekari afreka.    Nú rís elding þess tíma sem fáliðann virðir, orti Einar Benediktsson, skáld og eitt stórafmælisbarna ársins, í kvæð- inu Væringjar. Í þessum orðum fólst óbilandi trú á getu ein- staklingsins til athafna í margbreytilegum og framfarasinn- uðum heimi tækninýjunga og alþjóðaviðskipta. Þessi framtíðarsýn Einars átti sannarlega við um fámenna og fá- tæka þjóð í byrjun tuttugustu aldar og merkilegt er að hún á enn við í dag. Samfélaginu farnast best þegar einstaklingar hafa frelsi til orðs og æðis. „Frá mínu sjónarmiði er versl- unar- og athafnafrelsi frumeind og orkugjafi lífshamingju,“ ritaði Ólafur Thors, fyrrverandi forsætirráðherra í samanlagt 11 ár og formaður Sjálfstæðisflokksins lengur en nokkur ann- ar, í 27 ár, en í dag er þess einmitt að minnast að 50 ár eru liðin frá andláti hans. Með þessi orð Einars Benediktssonar og Ólafs Thors að leiðarljósi óska ég landsmönnum öllum hamingju og velfarn- aðar á komandi ári. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins Morgunblaðið/Eggert Við áramót Tilgangurinn er að safna getu til að gera betur í öllum þeim málaflokkum er snerta daglegt líf okk- ar allra, – til að stuðla að bættum lífskjörum og tryggja að við getum sótt fram. Skapað meira og notið alls þess besta sem Ísland hefur að bjóða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.